Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 70
vera
frá Jafnréttisstofu
Konurnar flytja,
karlarnir sitja eftir...
Af hverju flytja konur af landsbyggðinni?
Hafin er vinna við norrænt samstarfsverkefni
Kvinner reiser, menn blir sem ísland tekur þátt í
ásamt Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Færeyjum og
Grænlandi. Um er að ræða rannsókn á áhrifum
hins svokallaða norræna velferðarkerfis og breyt-
inga á vinnumarkaði á þéttbýli og hinar dreifðu
byggðir, auk áhrifa á stöðu, hlutverk og samskipti
kvenna og karla á viðkomandi svæðum. Verkefnið
beinist að norðursvæðum Svíþjóðar (Norrbotten),
Noregs (Finnmark, Troms) og Finnlands (Lappland)
en öllu íslandi, Færeyjum og Grænlandi.
eru konur og karlar nánast jafnmörg. A höfuðborgarsvæðinu eru konur
hins vegar um 3% fleiri en karlar og víða út um landið eru karlar fleiri en
konur og sums staðar mun fleiri. Þegar flutningatíðni er skoðuð með til-
liti til kyns og aldurs kemur í ljós að hún er hæst hjá 20-24 ára konum.
Auk þess að vísa beint til fólksflutninga vísar heiti verkefnisins
Kvinner reiser, menn blir til þess sem gerst hefur í jaðarbyggðum víða er-
lendis, ekki síst þeim sem byggt hafa á mjög hefðbundnum karlastörfum,
að konurnar eru jafnframt líklegri til huglægra ferðalaga, þ.e. að sækja nám-
skeið t.d. í tölvutækni og fá svo vinnu við slíkt, en karlarnir sækja síður end-
urmenntun heldur sitja og bíða eftir stórframkvæmdunum.
Hér á landi er þekkt að konur
frekar en karlar flytjast á
brott frá heimabyggð sinni,
úr dreifbýli í þéttbýli og úr
minni bæjurn í þá stærri, úr
bæjum í borg. Óhjákvæmi-
lega leiðir þetta til kynja-
skekkju í byggðarlögunum og
hefur áhrif á þróun þeirra og
jafnvel á þróun hlutverka
kvenna og karla. I skýrslu
sem félagsmálaráðuneytið
gaf út árið 2000 um stöðu
kvenna á landsbyggðinni
kemur fram að á landinu öllu
70