Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 34

Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 34
vera 34 Guðrún: Ég verð stundum fyrir þessu, sérstaklega þegar ég var verð- bréfamiðlari - það var nú ekki mjög sexý. Ég fór einu sinni út á lífið og gerði tilraun, sagðist heita Ástríður og vera hjúkrunarfræðingur... Selma: Það er samt stað- reynd að á hefðbundn- um karlavinnustöðum er mjög erfitt fyrir karla að fá frí til að sinna börnunum. Kúltúrinn er ekki kominn lengra en svo. Guðrún: Svo er það líka svo að konur veigra sér frekar við að taka á- byrgð. Ég held að það sé meðal annars vegna þess að konur eru svo pottþéttar. Ég veit sjálf að þegar ég tek verkefni að mór þá vil ég vera búin að lesa hvern einasta staf um málið og svo er ég búin að undirbúa plan A, B og C. Karlinn stekkur frekar út í djúpu laugina, og hann svamlar alltaf. Ég held að við séum síður tilbúnar til þess. Konur sóu hræddari við að gera mistök, kannski af því að þeim er frekar refsað fyrir það. Þær eru nýjar á vinnumark- aðnum og eru þar af leiðandi undir meiri smásjá. Oddný: Er þetta ekki aðallega spurning um traust? Karlar og konur verða að treysta hvert öðru að vinna ákveðin störf. Þetta er líka svona þegar strákar byrja að vinna á hefðbundnum kvennavinnustöðum, þá mæta þeir oft ákveðnu vantrausti. Selma: Eru karlar ekki líka stundum hræddir við konur á framabraut? Guðrún: Ég held að það sé alveg spurning um kyn- slóðabil. Karlar sem eru komnir um og yfir fimmtugt eru meira skeptískir á kvenstarfsmenn og kvensór- fræðinga heldur en yngri karlmenn. Selma: Yngri menn eru líka vanir því að vinna með konum. 1 mínum bekk í lögfræðinni, til dæmis, eru jafn margar stelpur og strákar og við vinnum saman án þess að pæla í því hver er strákur eða stelpa. Konur að slá í gegn i karlabransa Svo vikið sé ctftur aö póst-femínísku popp-konun- um; hafa þær góð eða slæm áhrif á kvennabaráttu dagsins í dag? Oddný: Þessar konur njóta allar velgengni, er það ekki brjálæðislega jákvætt? Þær eru 'lögfræðingar, frægir pistlahöfundar, skipuleggja listsýningar og svo framvegis. Guðrún: Ég held reyndar að ein ástæða þess að halda kvennabaráttunni áfram sé sú að karlmönnum stendur stundum stuggur af svona konum. Ég verð stundum fyrir þessu, sérstaklega þegar ég var verð- brófamiðlari - það var nú ekki mjög sexý. Ég fór einu sinni út á lífið og gerði tilraun, sagðist heita Ástríður og vera hjúkrunarfræðingur. Það var alveg að rokka og ... ávöxtur þessa kvölds var meiri en oft áður. En hvort þetta hugarfar karla séu áfhrif frá poppmenn- ingu? Ég veit það ekki, þetta er gamla debatið um hvort þessir miðlar hafi raunveruleg áhrif á fólk, samanber spurninguna hvort ofbeldismyndir valdi auknu ofbeldi. Oddný: Annað sem mór finnst svakalega jákvætt í sambandi við þessa „kvenna-poppmenningu" er að það eru konur sem gera þessar myndir og þarna fá margar flottar leikkonur góð tækifæri. Með þessu er fullt af konum að slá í gegn í mjög erfiðum bransa þar sem karlar hafa alltaf haft alla yfirburði. / ljósi umræöunnar um að póst-femínistar þurfi ekki á femínisma að halda og vilji ekki kalla sig femínista; Eruö þið femínistar? Guðrún: Já. Ég geri það í orði og á borði að halda uppi þessum hugsjónum, þær eru raunverulegar fyr- ir mór. Oddný: Sammála því. Selma: Sama hér. Oddný: Myndin af femínistanum hefur líka breyst. Það er hægt að vera femínisti án þess að vera í aktívri baráttu, eins eru karlar gjarnan komnir undir þennan hatt. Hvað meö konur sem telja sig ekki þurfa að vera femínistar? Oddný: Um leið og þessar konur lenda í fyrsta sinn í því að maðurinn á næsta borði fær hærri laun en þær og þær gera eitthvað í því þá eru þær orðnar femínistar. Guðrún: Þetta er ákveðið þroskaferli. Fyrir svona fimm árum hefði ég aldrei kallað mig femínista, óg hafði ekki fundið fyrir því að mór væri mismunað á neinn einasta hátt. Ég finn það hins vegar í dag, eft- ir að ég er komin út í atvinnulífið. Oddný: Ég hef ekki fundið fyrir mismunun og í ljósi þess vil ég ekki ganga um með tortryggnisáru í kring- um mig, tortryggnin sjálf hefur náttúrlega neikvæð áhrif. En um leið og ég lendi í einhverju þá mun ég svo sannarlega standa upp og öskra, en þangað til ætla ég ekki að gera ráð fyrir að allir karlmenn sóu að troða á mér. Er það ekki femínismi í sjálfu sér, að ganga um og gera ráð fyrir því að geta hvað sem er?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.