Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 29
Auður Aðalsteinsdóttir
Besti leikmaðurinn
» Margrét R. Ólafsdóttir, miðherji hjá Breiðabliki,
var valin besti leikmaður fyrri umferðar Símadeildarinnar í
ár. Hún hefur verið að sparka í bolta frá því að hún man
eftir sér. Hún er leikjahæst í kvennalandsliðinu og á aðeins
einn leik eftir til að ná 50 landsleikja markinu sem hún von-
ast til að ná í haust. Framundan eru spennandi leikir um
aukasæti á HM í knattspyrnu og er þetta besti árangur sem
íslenska landsliðið hefur náð frá upphafi.
í atvinnumennsku í Bandaríkjunum
„Ég hef verið að leika mér í fótbolta frá því ég var pínulítil en ég
fór að æfa tíu ára þegar mamma ákvað að fara með mig á æfingu.
Svo er þetta bara eins og áhugamál sem maður festist í. Sem gef-
ur manni greinilega eitthvað," segir Margrét. Hún náði því mark-
miði í fyrrasumar að komast í atvinnumannadeildina í Bandaríkj-
unum og spilaði þar eitt tímabil með Philadelphia Charge. Hún
segir að eiginlega hafi hún sjálf potað sér inn í það lið á síðustu
stundu.
„Þessi atvinnumannadeild var stofnuð í fyrrasumar en áður
var engin kvennadeild þarna úti og þær spiluðu bara landsleiki.
Ég var búin að kynna mér deildina aðeins og fannst hún spenn-
andi. Ég sendi umsókn en fékk aldrei neitt svar og gekk illa að ná
sambandi við einhvern þarna úti. Svo sá ég á Netinu að það var
nýbúið að ráða þjálfara hjá Fíladelfíu. Þetta var sami þjálfari sem
vildi fá mig til að spila með háskólaliðinu í Hartford í Connect-
icut á sínum tíma. Ég skrifaði honum og fékk þá loksins svar.
Þetta tók samt allt sinn tíma en í mars á síðasta ári fékk ég loks-
ins staðfestingu á því að ég væri að fara út, eftir að vera búin að
bíða allan veturinn eftir svari.“
Besti árangurinn hingað til
Margrét segir að í raun sé það toppurinn að fá að spila sem at-
vinnumaður og gera ekkert annað. „Ég var bara að spila og fékk
borgað fyrir það. Við spiluðum þarna fyrir þúsundir manna, við
fengum mest 13.000 manns á leik hjá okkur. Þetta var hreint út
sagt æðislegt og peningalega séð er þetta eins og að fá mjög góða
vinnu,“ segir Margrét um þá reynslu en það voru nokkur við-
brigði fyrir hana að koma heim aftur. „Ég er að venjast því þó að
ég sé svolítið að detta út úr félagslega séð, enda er ég „gamla kon-
an“ í hópnum. En ég reyni bara að miðla af minni reynslu. Lands-
liðinu gengur líka mjög vel núna og í haust berjast fjögur lið um
aukasæti á HM. Við leikum við Englendinga í september og Dan-
ir mæta Frökkum. Þau lið sem vinna spila svo um aukasætið. Við
höfum aldrei komist svona langt áður, en hópurinn er mjög sam-
stilltur og þjálfarinn eins
og einn af okkur. Eftir því
sem landsliðinu vegnar
betur aukast svo líkurnar
á því að komast út aftur,
en liðin horfa mjög á ár-
angur landsliðanna þegar
þau velja sér leikmenn.
Ég held að landsliðshóp-
urinn hafi aldrei áður
verið eins góður og það er alveg meiri-
háttar gaman að æfa og spila með þess-
um stelpum."
Öðlast góða reynslu erlendis
Margrét segir að góðan árangur lands-
liðsins undanfarið megi ekki síst þakka
því að margar stelpur fá styrki til að
læra og æfa í háskólum erlendis og þar
öðlast þær góða reynslu. „Þær fara allar
meira og minna út í dag eftir framhalds-
skóla og ég held að það skili miklu. Ég
fór ekki út þegar mér var boðið að fara
til Hartford. Þá var ég nítján ára og búin
með eitt ár hér heirna í Tölvuháskólan-
um í kerfisfræði. Þetta var mjög spenn-
andi en ég vildi helst klára seinna árið í
skólanum hér heirna. Mér fannst líka
fótboltinn úti ekki eins góður og hann
er núna. En ég myndi fara út í dag.“
Margrét segir að hún geri vissulega
lítið annað en að vinna og æfa og það
gefist lítið frí. „En það er í raun sorglegt
hversu stutt tímabilið er. Við erum að
æfa í sex til sjö mánuði fyrir tímabil
sem er bara fjórtán leikir og kannski
nokkrir bikarleikir. En vonandi breytist
þetta núna þegar við erum búin að fá
þessar innanhússhallir og einhver mót
verða haldin innanhúss. Til að stytta
aðeins veturinn."
„Ég held að landsliðshópurinn hafi aldrei áður verið eins góður og það
er alveg meiriháttar gaman að æfa og spila með þessum stelpum."
29