Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 20

Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 20
vera verslun með konur Margrét K. Sverrisdóttir Eg vil í upphafi fjalla lítillega um íslenska þýð- ingu hugtaksins „Trafficking in women“. Mansal er skilgreint sem nútíma þrælasala í kynlífsiðnaði. A íslensku hefur orðið mansal verið not- að en einnig orðið kynlífsþrælasala. Orðið mansal fel- ur í sér að salan beinist eingöngu að konum en orðið kynlífsþrælasala getur hins vegar átt við um sölu á konum, körlum og börnum. Á ráðstefnunni bar þetta á góma og þar var neíht að á sænsku mætti kalla þetta kvinnohandel sem gæti útlagst kvennasala, eða kvennaverslun á íslensku ef nota skal eitt orð. Sitt sýn- ist hverjum, en það er vissulega íjötur um fót að þurfa að byrja á því að kenna þjóðinni nýtt hugtak áður en farið er að ræða vandann. Það er einnig slæmt ef nýtt hugtak tengist ekki dag- legu lífi fólks og þó svo orðið mansal sé afar vönduð ís- lenska er það að því leyti óheppilegt að óupplýst fólk gæti misskilið það og haldið það vera mannsal, sbr. al- gengan misskilning varðandi orðið einmana og ein- manna... Ég mun þó halda mig við orðið mansal í því sem hér fer á eftir. TAVE PARDUOS KAIP LELE „Þú verður seld eins og strengjabrúða.” stendur á plakati sem á að vara stúlkur í Eystrasaltslöndunum við óvissri atvinnu í öðrum löndum. 20 Mansall Af ráðstefnunni Gegn mansali í Ráðstefnan var fyrsta sameiginlega ráðstefna (sem- inar) Norðurlanda og Eystrasaltslanda gegn mansali og var skipulögð af Norðurlandaráði í samvinnu við yfir- völd á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Þessi ráðstefna var haldin að frumkvæði Women and Democracy — kvennaráðstefnunnar sem haldin var í Vilnius í Litháen í júní árið 2001, en þar var ákveðið að hrinda af stað herferðum gegn mansali. Ráðstefnan markaði upphaf þeirra herferða í löndunum sem að ráð- stefnunni stóðu. Markmið ráðstefnunnar var að vekja athygli al- mennings á hversu alvarlegt vandamál mansalið er og leita ráða til að bregðast við því á alþjóðavísu. Hér á eft- ir verður stiklað á stóru um það helsta sem fram kom á ráðstefnunni en þó eru ótaldir fjöldi vinnuhópa sem fjölluðu um margvíslega þætti þessa umfangsmikla vandamáls. Herferðirnar Mikil áhersla var lögð á mikilvægi herferðanna sem í hönd fara, samtímis í átta löndum. Almenningur í Eystrasaltslöndum og á Norðurlöndum hefur ekki gert sór grein fyrir því að þetta ætti sér stað í þeim mæli sem raun ber vitni og að glæpasamtök skipuleggi mansal og noti stúlkur sem kynlffsþræla. Herferðunum er ætlað að upplýsa almenning um það. nútíma þrælasala í kynlífsiðnaði Tallinn í Eistlandi, 29. - 31. maí 2002 Einnig var lögð áhersla á að efla þyrfti fræðslu og reyna að auka atvinnuþátttöku ungra kvenna í Eystra- saltslöndum. I dag eru meðal mánaðarlaun í Eistlandi um 30.000 íslenskar krónur og atvinnuleysi mjög mikið. Það er því vonin um skjótfenginn gróða og félagsleg neyð sem rekur stúlkurnar til að stunda vændi. Undir- liggjandi ástæður vændis eru m.a. fátækt og ójafnrétti kynjanna. Von er bundin við það að herferðunum takist að breyta viðhorfum til vændis og túristavændis yfirleitt. Lögð er áhersla á að vændi er ekki starf og að þeir sem borga fyrir slíka þjónustu eru að ráðast gegn mannlegri reisn. Þetta kallar á allsherjar viðhorfsbreytingu al- mennings og opinberra starfsmanna. Þá var einnig rætt um að efla þyrfti umræðu meðal almennings um eðli vændis, þ.e. að þarna sé um að ræða markað sem ræðst af framboði og eftirspurn. Aðstæður stúlknanna Helstu ástæður þess að stúlkur lenda í klóm glæpasam- taka eru mikil fátækt, atvinnuleysi og fáfræði þeirra varðandi þær hættur sem felast í því að ætla að stunda vændi í öðrum löndum. Flestar stúlkur sem verða mansalinu að bráð vita þegar þær sækja um starf í öðru landi að þeim er ætlað að stunda vændi. í Eystrasalts- löndum er vændi ekki alvarlega fordæmt af samfélag-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.