Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 33
Selma: Ég held að þetta með að „vilja ná sér í
mann" snúist líka oft um það að grasið er alltaf
grænna hinum megin, samanber það sem Guðrún
var að segja um vinkonur sínar sem eru í sambandi
og öfunda þær sem eru á lausu.
Helgarpabbinn erkitýpa á íslandi,
piparjúnkan erkitýpa í öðrum löndum
Hvað finnst ykkur um þá gagnrýni sem komið hef-
urfram á umræddar einhleypu týpur, að þær séu
ekki nógu góðar fyrirmyndir fyrir nútímakonur
vegna þess að þær séu bara ánægðar og töff á yf-
irborðinu, en undir niðri vilji þær ekkert frekar en
að ná sér í mann?
Selma: Þær eru allar ólíkar týpur. I Sex and the City
er Charlotte miklu rómantískari en hinar. Carrie er
reyndar líka mjög væmin innst inni. Aðal töffarinn
er náttúrlega Samantha, en svo kemur stundum í ljós
hjá henni að hún getur líka bráðnað.
Guðrún: En er þetta svo hrikalega slæmt vegna stöðu
kvenna? Er ekki í mannlegu eðli að vilja leita sér að
maka og finna að maður sé elskaður og fá að elska
einhvern? Þetta hefur ekkert með femínisma að gera.
Oddný: Mór finnst þetta alltaf svo sérstök gagnrýni.
Við erum spendýr og spendýr vilja fjölga sér, vilja á
endanum para sig. Eg skal trúa þeim femínistum sem
gagnrýna þetta „hvar er draumaprinsinn minn“ hug-
arfar ef þær búa allar einar og ætla alltaf að gera það;
eru á móti því að eiga mann og börn. Auðvitað er
þetta ýkt í þessum þátturn og myndum en það er ein-
faldlega af því að þetta er fyndið. Þetta er svona
erkitýpa, alveg eins og helgarpabbi er erkitýpa á ís-
landi, þá er hin 35 ára vonlausa piparjúnka með „tif-
andi klukku“ erkitýpa í öðrum löndum.
Selma: Ég held að þetta með að „vilja ná sór í mann“
snúist líka oft urn það að grasið er alltaf grænna hin-
um megin, samanber það sem Guðrún var að segja
um vinkonur sínar sem eru í sambandi og öfunda
þær sem eru á lausu.
Oddný: Nákvæmlega. Segjurn að Sex and the City
fjallaði um fjórar
giftar konur, þá
sætu þær á kaffi-
húsum og myndu
fabúlera um hvað
væri gaman ef
þær væru á lausu.
Myndu tala um sætu menn-
ina á skrifstofunni; „ef mað-
ur mætti nú...“ og svo fram-
vegis.
Guðrún: Ally McBeal hins
vegar, ég get tekið undir það
að áherslan í þáttunum er á
hvað líf hennar snýst um að
leita sér að karlmanni. Hún er lögfræðingur, er með-
eigandi í lögfræðistofu, en þættirnir sýna ekki mikið
þá baráttu sem hún heyr í starfi sem kona. Enda
kannski lítið skemmtanagildi í því? Það er staðreynd
að það er erfiðara fyrir konur að tryggja sig í sessi í
starfi. Þetta er nokkuð sem ég hefði, fyrir nokkrum
árum þegar ég var í námi, ekki trúað að ég myndi
segja. En þegar maður er komin út á vinnumarkaðinn
og vinnur sem sérfræðingur, þá er það hreinlega bar-
átta að gera sig trúverðuga.
Engin trúir því að við séum komnar
þangað sem við ætlum okkur
Hvað finnst ykkur um þá gagnrýni á yngri konur,
að þær láti sig kvennabaráttuna ekki varða því
þær telji að henni sé lokið?
Oddný: Mér finnst vafasamt þegar eldri konur gagn-
rýna okkar kynslóð fyrir að vera sofandi á verðinum,
hugsa ekki nógu mikið um femínisma og sitja bara
fyrir framan sjónvarpið og lilæja að Ally McBeal og
Carrie Bradshaw. Það trúir því náttúrlega engin að
við séum komnar þangað sem við ætlum okkur.
Vissulega hefur rnargt áunnist en baráttan heldur
áfram og kannski fer okkar barátta fram á svolítið
annan hátt. Við erum ekki að brenna brjóstahaldara
og stofna Kvennadaginn, það er búið að því. Það sem
við geturn gert er í fyrsta iagi að þakka þeim konum
sem ruddu brautina og að haga okkur eins og við
stöndum jafnfætis körlum, alltaf. Aldrei að sætta
okkur við lægri laun eða neitt minna en þeir.
Guðrún: Kvennabaráttan í mínum huga snýst um að
allir, karlar og konur, hafi vai. Forsendan er líka sú
að karlarnir fari meira inn á heimilin en konur þurfa
líka að fara meira út í fyrirtækin.
leið oq bessar konur
Oddný: Um leið og þessar
lenda í fyrsta sinn í því að maðurinn
á næsta borði fær hærri laun en þær
og þær gera eitthvað í því þá eru
þær orðnar femínistar.