Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 10

Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 10
Fjármál Þórhildur Einarsdóttir viðskiptafræðingur Græddur er geymdur eyrir Talsvert hefur verið rætt um háa skuldastöðu heimilanna síðustu misserin og nú nýverið kom fram að útlit er fyrir að einkaneysla sé tekin að aukast á ný eftir samdrátt síðustu tvö árin. Fjármálamarkaður hefur tekið stökkabreytingum síðasta áratuginn og hefur orðið æ auðvedara að útvega lánsfjár- magn. Á sama tíma hefur einnig aukist mjög framboð af hinum ýmsu sparnaðarformum en það er einmitt það sem ég ætla að taka fyrir í þessum fyrsta pistli mínum um fjármál. Greiddu niður yfirdráttinn Hér á árum áður auglýsti ríkissjóður „Eyddu í sparnað" í því skyni að fá fólk til að spara í spariskírteinum ríkissjóðs á sama tíma og ríkið aflaði sér fjármagns. Með þessu var reynt að höfða til þess að fólk gerði ráð fyrir sparnaði í mánaðar- legum útgjöldum sínum. Það hefur verið afar ríkt í Islendingum að leyfa sér eitt og annað án þess að eiga fyrir hlutunum og hafa þá kreditkortin og yfirdrættirnir séð um að redda hlutunum. Vextir á þessum skammtímalánum eru mjög háir, eða um 20% um þessar mundir, og því sór hver maður að það er afar óhagkvæmt að vera með slík lán. Til samanburðar þá eru vextir á stuttum innlánsreikningum um 8%. Fyrir þá sem eru með yfirdrátt er í raun hagstæðast að byrja á því að greiða hann niður. Sparnaður sem hluti af mánaðarlegum útgjöldum Sparnaður á að vera sjálfsagður hluti af mánaðarlegum útgjöldum hvers og eins þó ekki væri nema til þess eins að eiga varasjóð þegar ófyrirséð útgjöld dembast yfir mann. Þá er jafnvel hægt að skipta sparnaði þannig að hann sé eyrna- merktur ákveðnum hlutum, s.s. utanlandsferð sem á að fara í að ári eða íbúðinni sem stendur til að kaupa á næstu árum. Ætlið ykkur ekki of mikið í upphafi Það er mikilvægt að hafa í huga í upphafi sparnaðar að ætla sér ekki of mikið í byrjun, þ.e. að byrja ekki með of háa upphæð því þá eru allar líkur á því að viðkomandi gefist upp. Þetta er í raun svipað og með líkamsræktina; það þýðir ekki að fara af stað með látum og ætla sér að losna við allar syndirnar sem hafa sest á maga, rass og læri með því að stunda leikfimi alla daga vikunnar og lifa á fæðubótarefnum. Það er fyrirfram dauðadæmt! Hvað sparnaðinn varðar er betra að byrja með lægri upphæð og geta þá frekar aukið lítil- lega við upphæðina þegar fram líða stundir. fB > 10 Fjöldinn allur af sparnaðar- formum í boði Það er mjög misjafnt hvaða sparnaðarform henta hverjum og einum en fjármálastofnanir hafa allar ráðgjafa á sínum snærum sem geta veitt leiðbeining- ar um þá sem henta. Við val á sparnaðarformi þarf að taka tillit til ýrnissa þátta, eins og markmið með sparnaði, aldurs, skattalegrar stöðu, tíma og samspili áhættu og ávöxtunar. Sparnaðinn er hægt að láta skuldfæra á greiðslukort, greiða með gíróseðli eða millifæra beint af bankareikningi. Oftast er ekkert lágmark á því hvað mánaðarleg greiðsla getur verið en það getur þó verið misjafnt eftir sparnaðar- formum. Viðbótarlífeyrissparnaður er afar hagkvæmur Við hikum ekki við að gera lánsskuldbindingar til allt að fjörtíu ára, yfirleitt í tengslum við húsnæðis- kaup, en enn sem kornið er eru færri sem huga að langtímasparnaði. Eitt af þeim sparnaðarformum sem ég mæli sórstaklega með að sé athugað er viðbót- arlífeyrissparnaður. Fyrir um tveimur árum voru gerðar lagabreytingar sem heimiluðu launþegum að leggja allt að 4% aukalega af launum í viðbótar- lífeyrissparnað. Mótframlag atvinnurekanda getur numið allt að 2,4%. Það iðgjald sem launþegi greiðir í slíkan sparnað dregst frá tekjuskattstofni og frestast skatturinn til efri áranna þegar útgreiðsla lífeyris hefst. Þessi sparnaður er að mínu mati sá hagkvæm- asti í dag vegna skattalegs hagræðis og mótframlags launagreiðanda. Sem dæmi þá getur einstaklingur með 150.000 króna mánaðarlaun lagt 9.600 kr. á mánuði í slíkan sparnað en útgreidd laun lækka aðeins um 3.674 kr. Langtíma markmið Það sem er nauðsynlegast að hafa í huga við sparnað er að setja sér langtíma markmið. Flestir hafa heyrt sögur af fólki sem græddi stjarnfræðilegar upphæðir á hlutabréfakaupum fjármögnuðum með yfirdráttar- lánum, en slíkur hagnaður getur oft og hefur í mörg- um tilfellum snúist upp í andhverfu sína enn hraðar en hann myndaðist. Það er lykilatriði að rugla ekki saman sparnaði og slíkri spákaupmennsku. Fjárhagslegt öryggi er byggt á að setja sér langtíma- markmið og aðal markmiðið á ávallt að vera að vernda höfuðstólinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.