Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 40
Pórey hefur komið víða
við á stuttri starfsævi en í
mörg ár starfaði hún
báðu megin við borðið í módel-
bransanum. Vinnan við hann
hófst er hún tók þátt í Elite
keppninni 19 ára gömul. Hvernig
upplifðir þú það að vera fyrir-
sæta?
Það er eiginlega ekki hægt að
segja að það að vera fyrirsæta á ís-
landi endurspegli það að starfa
sem fyrirsæta erlendis enda eru
mun minni kröfur gerðar til fyrir-
sætanna hér heima. Eftir Elite
keppnina fór ég á skrá hjá Iceland-
ic models og Módel 79 og hafði al-
veg fínt að gera í auglýsingum og
tískusýningum. Svo vann ég
einnig sem fyrirsæta úti á Spáni
þar sem ég var í spænskunámi
einn vetur. Það átti ekkert sérstak-
lega vel við mig en ég gerði þetta
þó allt á mínum forsendum og
hafði skólinn algjöran forgang. I
rauninni líkaði mér mun betur að
vera hinu megin við borðið.
Eg var framkvæmdastjóri og
annar eigandi Eskimo models frá
1995 og seldi minn hlut í lok árs
2000. Ástæðan fyrir því að ég
hætti voru samskiptaörðugleikar
við meðeigandann minn en
einnig fann ég að ég var búin að
gera það sem mig langaði til í bransanum og hafði
ekki áhuga á honum lengur. I framtíðinni stefni ég á
allt aðra hluti. Eg hef ekkert aðrar skoðanir á módel-
bransanum núna en hef bara gert það upp við mig að
ætla ekki að starfa við hann aftur. Það sem ég er þó
ánægð með er að hafa öðlast dýrmæta reynslu við að
byggja upp fyrirtæki og gera þennan bransa á Islandi
viðskiptatengdari en áður.
Ég lít ekki á fyrirsætur sem söluvöru, eins og
margir gera, og sérstaklega ekki eins og þessu er
stjórnað hérna heima. Hór gátum við sett reglur og
fylgt þeim eftir. Við vorum stór skrifstofa og ef við
vildum að stelpurnar væru eldri en 16 ára þé höfð-
um við það þannig ef okkur sýndist svo. Ég ákvað
það þegar ég fór í þennan bransa að ef ég myndi ein-
hvern tímann hafa eitthvað óhreint á samviskunni
gagnvart stúlkunum þá myndi ég hætta, en sem bet-
ur fer þá hætti ég ekki út af því. Maður gerir sér al-
veg grein fyrir því að úti í heimi getur þessi bransi
verið mjög spilltur og hann er mjög einkennilegur.
Það getur þó átt við aðrar starfsgreinar líka. Stundum
leituðu á mig spurningar um hvaða tilgangi þetta
starf þjónaði og oft var erfitt að sitja undir stöðugri
gagnrýni. Eftir að módelþátturinn var sýndur í sjón-
varpinu, þar sem ljót hlið á fyrirsætubransanum kom
í ljós, langaði mig helst til að vera inni í viku því að
ég var svo miður mín. Fólk heimfærði þetta líka allt
yfir á Island, sem átti ekki við rök að styðjast. Mikið
af þessari gagnrýni fer oft í taugarnar á mér ennþá þó
svo að ég hafi sagt skilið við þennan bransa.
Anorexia á Islandi er held ég mun algengari í
ballet en í fyrirsætustörfum. Stelpurnar sem unnu
hjá okkur voru ekki sendar í megrun enda trúa engir
á megrun í dag. Að því leytinu til endurspeglum við
ekki módelbransann úti í heimi enda er hann mjög
ólíkur því sem við eigum að venjast hér heima.
Islenskar stelpur eru bara öðruvísi en þær sem koma
t.d. frá Bandaríkjunum, sem er svolítið áhugavert.
Bandarísku stelpurnar hella sér í þetta og eru svo
metnaðargjarnar að þær gera allt til þess að ná ár-
angri og eru því í miklum áhættuhópi. Islensku
stelpurnar eru aftur á móti með skynsamari stúlkum
sem fara í þennan bransa. Þær eru þroskaðri en jafn-
öldrur sínar og vita hvar hætturnar liggja og eru því
meðvitaðar um hvar eru ógeðslegir karlar. Einnig eru
þær yfirleitt í mjög góðu sambandi við foreldra sína
ef þau eru bara ekki með þeim erlendis.
Ef konur myndu passa sig á því hvernig
þær klæða sig, hvað þær drekka mikið eða
að tala ekki við fyrrverandi kærasta sína
og vini, því að þeir gætu líka nauðgað
þeim, þá þyrftu þær á endanum að hafa
blæju og gætu bara læst sig inni.
40