Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 30
Ally McBeal
Bridget Jones
p-)fyrirmyndir
póst-)femínismi
Carrie Bradshaw
Poppmenningin er sterkur Áhrifavaldur í nútímanum (hvort sem fólki
líkar betur eða verr...), bæði hvað varðar lífsstíl og hugsunarhátt. Það
stafar kannski ekki síst af útbreiðslu poppmenningar en áhrifa hennar
gætir ekki eingöngu í því samfélagi sem hún sprettur úr heldur sjást
þau um allan hinn vestræna heim og víðar. Þá skal taka með í reikning-
inn að poppmenningin endurspeglar raunveruleikann upp að vissu
marki og því er ekki alltaf hægt að fullyrða hvort komi á undan; eggið
eða hænan. En vangaveltur um þessa gríðarlega útbreiddu menningar-
grein og þann heim, persónur og gildismat sem hún birtir, geta að mínu
mati verið bæði gagnlegt og áhugavert innlegg í samfélagsumræðuna.
'O
~o
Vk
c
L.
:0
ST
ns
c
c
<
(B
c
m
Femínistar - og þá sérstaklega í Bandaríkjunum,
vöggu poppmenningarinnar - hafa gjarnan tekið hin
ýmsu form og viðfangsefni poppmenningar til um-
fjöllunar. Einn vettvangur þeirrar umræðu er tímarit-
ið Bitch - Feminist Response to Pop Culture
(www.bitchmagazine.com) sem gefið er út í San
Fransisco, auk þess sem poppmenning er æ algeng-
ara viðfangsefni kvennafræða í háskólum í Banda-
ríkjunum. Þar eru Ally McBeal og Carrie Bradshaw
orðnar jafn sjálfsagt umfjöllunarefni í lærðum grein-
um og ritgerðum og Simone De Beauvoir og Susan B.
Anthony.
Viðkvæðið í femínískri umræðu um poppmenn-
ingu er gjarnan að poppmenningin sé á köflum ansi
and-femínísk. Sú kvenímynd sem birtist í kvenhetj-
um poppmenningar dagsins í dag er gjarnan tengd
umræðunni um póst-femínisma, hugtak sem kynnt
var til sögunnar á seinni hluta tíunda áratugarins. Eg
man þegar við vinkonurnar, þá liðlega tví-
tugar, hlógum að þessari óljósu skilgrein-
ingu á því sem við vissum ekki alveg hvað
var, en átti kannski við um okkur og okkar
líka, eða hvað? Konur sem trúðu því að
þær gætu gert hvað sem þær vildu í lífinu
og töldu sig þess fullvissar að það væri
satt? Það átti sannarlega við um okkur.
Konur sem trúðu því að kvennabaráttunni
væri lokið, að gott verk hefði verið unnið
en nú væri komið nóg? Það átti reyndar
ekki alveg við um okkur. Konur sem væru
í raun femínistar en vildu alls ekki kalla sig það og
þá einkum af ótta við þá neikvæðu kvenímynd sem
tengist hugtakinu, það er ekki alveg nógu sexý að
vera femínisti og allt það? Þetta könnuðumst við
ekki við... alveg satt.
Ally McBeal - tákn endaloka
femínismans?
Sjónvarpsþættir sem fjalla um nútímakonur sem og
pæjubókmenntir (chick-lit) birta kvenímynd sem
kennd hefur verið við póst-femínisma. Konu sem
þarf ekki á hugmyndum sem kenndar eru við femín-
isma að halda en nýtur samt góðs af áralangri baráttu
femínista. Póst-femínistinn telur sér trú um að
kvennabaráttunni sé lokið og skammast sín ekki fyrir
að hugsa meira um varalit og Gucci skóna sem hana
langar í en launamisrétti og sjálfsákvörðunarrétt
kvenna.