Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 12

Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 12
mér finnst Birna Berndsen, verkefnisstjóri Congress Reykjavík Hvernig skóla viljum við? Þá er haustið á næsta leiti með öllu sem því fylgir. Skólastarfið, myrkrið, rign- ingin og kuldinn. Félagsstarfið, Ijósadýrðin, stofuhlýjan og náungakærleikurinn. Spurningin hverju vill maður að skólinn skili fyrir börnin sín er fastur liður eins og venjulega á hverju hausti. Tengsl skóla og heimilis eru órjúfanleg í nútíma samfélagi því skólinn verður að taka að sér þær félagslegu skyldur gagnvart börnunum sem foreldrar geta ekki annað vegna breyttra lífshátta. Sjálfstæði, ábyrgð, virðing og umhyggja Uppeldislegt höfuðmarkmið heimila og skóla hlýtur að vera að börn læri að standa á eigin fótum, hafi vald á og beri ábyrgð á eigin lífi og sýni öðrum virðingu og umhyggju. Ef þau kunna líka að lesa, skrifa og reikna er það fínt en hitt er mikilvægara. A sínum tíma, þegar einsetning skólans hófst, virtist eins og nú ætti loks að aðlaga skólastarfið daglegu lífi í meira mæli en áður. Umbreyta honum úr geymslustað í stofnun sem skilaði börnum sem væru lífsglöð og sæju lífið sem tækifæri en ekki sem vandamál. Kennsla í lífsleikni er hluti af þeirri hugmyndafræði en því miður virðist viðhorfið vera að með því að kenna lífsleikni tvisvar í viku, 40 mínútur í senn, sé kennslu í að takast á við lífið fullnægt. Auðvitað er ýmislegt gott sem fer fram í skólanum okkar fyrir utan hefð- bundna kennslu, t.d. danskennsla og leiklistarstarf. Það væri hins vegar yndislegt ef íþróttaiðkun, tómstundastarf og listiðkun færi þar einnig fram, í stað þess að sækja þurfi slíka kennslu í ótal áttir eftir að skóladegi lýkur með tilheyrandi fyrirhöfn og útgjöldum. Skólinn ætti að gefa öllum tækifæri til að spreyta sig við sem flest og vafalítið myndi þetta auka aðsókn í sérhæft nám í listum ásamt því að auka þátttöku í félagsstarfi alls konar. Ferðalög ættu að vera reglulegur þáttur í skólastarfinu með markmið aukinnar félags- legrar færni í huga, en ekki notuð sem fylling- arefni í upphafi skólaárs eða sem einhvers kon- ar verðlaun í enda skólaárs. Lestur, skrift, reikningur, landafræði, nátt- úrufræði og kristinfræði verða aldrei ofanáliggj- andi eða ríkjandi þættir í daglegu lífi fólks nema það sérhæfi sig í einhverju af þessu. Draumaskólinn Islenskt skólakerfi einkennist auðvitað af okkur Islendingum, þjóð sem enn ber keim af frum- byggjaþjóðfélagi. Þættir eins og menntun og þjónusta hafa aldrei verið hátt skrifaðir og stefnan ávallt sett á 1100 ára gamla frumfram- leiðsluþætti eins og landbúnað og sjávarútveg og nú síðast byggingu orkuvera og álvinnslu sem að öllum líkindum rísa 50 árum of seint. Stærðfræðiæðið sem kollreið öllu hór um árið þegar Islendingar fóru að horfa til Asíubúa sem viðmið um bætta stærðfræðikennslu segir eiginlega allt sem segja þarf um svokallaða þjóðarsál. Framleiðsla á stærðfræðingum var það sem koma skyldi hér. Góð stærðífæðiþekking er nauðsyn en hún gagnast lítt við lausn tilfinninga- legra verkefna sem ávallt skipa stærstan sess í lífi okkar. Skóli þar sem einstaklingarnir fá þjálfun í mann- legum samskiptum í leik og starfi og læra umburðar- lyndi gagnvart náunganum. Skóli sem þjálfar börnin okkar í að takast á við hin ýmsu vandamál sem upp koma í daglegu lífi. Skóli sem gefur færi á að kynnast þeim aga sem fylgir því að læra á hljóðfæri, stunda íþróttir eða tómstundaiðju, ásamt hefðbundnum bók- legum námsgreinum. Slíkur skóli er að mínu skapi. Ef einhver stjórnmálamaður gerir þennan skóla að veruleika á hann stuðning minn og minna. Ég skora á Heru Hallberu Björnsdóttur hjá Rann- sóknum og Greiningu. Sængurfataverslunin Glæsilegt úrval af silkidamask- og satínrúmfatnaði Tilvalið til brúðar- og tækifærisgjafa Mikið úrval af vöggusettum og barnarúmfatnaði í fallegum mynstrum. Einnig sængur, koddar, teygjulök, handklæði o.m.fl’ Saumum teygjulök eftir máli. Merkjum stafi og nöfn í rúmföt, handklæði og vasaklúta. Póstsendingarþjónusta Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-14 Verið - Njálsgötu 86 - Sími 552 0978
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.