Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 16

Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 16
vera 16 Verslun Verslun rneð konur er þýðing á hugtakinu Trafficking in women, stundum einnig þýtt mansal. Verslun með konur og börn er alþjóðlegt vandamál þar sem konur frá fátækari iöndum heims eru ginntar til starfa í hinum vestræna heimi með boðum um há laun en þær síðan látnar starfa við vændi og kynlífsiðnað. Sumar vita að um slík störf er að ræða, aðrar ekki, en allar eiga það sammerkt að búa við slæmar aðstæður heima fyrir og láta sig dreyma um betra líf. Norðurlandaþjóðirnar hafa nú tekið höndum saman um að vinna gegn versl- un með konur, í samstarfi við Eystra- saltsþjóðirnar, en vandamálið brennur mjög á þeim sem og öðrum þjóðum Austur-Evrópu. íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til þátttöku í herferð til að upplýsa fólk um vandamálið og hófst það samstarf á ráðstefnu í Tallinn í lok maí. Katrín B. Ríkarðsdóttir sérfræðing- ur á Jafnréttisstofu og Margrét K. Sverr- isdóttir framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins sátu ráðstefnuna og segja í blaðinu frá undirbúningi íslenskra sjórn- valda að herferðinnni og frá ráðstefn- unni í Tallinn. Verslun með konur tengist íslandi í gegnum stúlkur sem hafa komið hingað frá Austur-Evrópu til að dansa á nektardansstöðum. Sú starfsemi hefur verið umdeild, einkum vegna mikillar áherslu á einkadans þar sem enginn getur sagt til um hvers konar kynlífs- þjónusta fer fram. Ákvörðun bæjaryfirvalda í Reykja- vík og á Akureyri um bann við einkadansi er mikil- vægt skref í þá átt að koma böndum á þessa starfsemi og mikilvægt að sams konar ákvörðun verði líka tek- in í Kópavogi og Keflavík þar sem nektardansstaðir eru starfandi. Sú staðreynd að eigendur nektardansstaðanna hafa viðurkennt að grundvöllur fyrir rekstri þeirra sé brostinn með banninu við einkadansi staðfestir að starfsemin hefur ekki snúist um danssýningar - það sem fram fór í lokuðum einkadansklefum var aðalat- riðið og gaf af sér milljónirnar sem eigendurnir hafa verið óhræddir við að guma af. Nú reynir verulega á lögregluna að fylgjast með því að banninu sé fram- fylgt. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að ganga úr skugga um að búið sé að rífa niður einkadansklefana á stöðunum. Skyldi lögreglan hafa gengið úr skugga um það? Eina landið sem gefur atvinnuleyfi Eftir að nektardansstaðir hófu starfsemi hér á landi tók það nokkurn tíma fyrir fólk að átta sig á því hvað hér var á ferð. Var þetta ekki bara venjuleg nektar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.