Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 50

Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 50
Rætt við vinnusálfræðingana Guðnýju E. Ingadóttur og Lóu Birnu Birgisdóttur „Ég er svo stressaður, það er brjálað að gera hjá mér í vinnunni." Hljómar þetta ekki kunnuglega? Flestir hafa einhvern tímann upplifað að koma heim með vandamál úr vinnunni eða álagið sem fylgir því að vinna of mikið. Alvarleg streitueinkenni sem hafa áhrif á heilsufar eru sem betur fer mun sjaldgæfari en geta haft veruleg áhrif á einstaklinga og samfélagið allt. Karlar hafa löngum unnið lengri vinnutíma en konur og því mætti ætla að streita tengd yfirvinnu hefði meiri áhrif á þá en konur. En ekkert er eins einfalt og það sýnist. Yfirvinna getur valdið árekstrum milli starfs og fjölskyldulífs og hefur jafnvel meiri streituvaldandi áhrif á maka en þann sem innir yfirvinnuna af hendi. Það er því ekkert einkamál hvers og eins hversu mikið hann vinnur. 'O ~o w E '3 +■> — ta KO < V. 3 *o 3 < Guðný Elísabet Ingadóttir og Lóa Birna Birgisdóttir vinnusálfræðingar könnuðu áhrif yfirvinnu á streitu og árekstra milli starfs og fjölskyldulífs. Þá athuguðu þær hvort stjórn á vinnuaðstæðum, þ.e. sveigjanleiki og félagslegur stuðningur hefði áhrif á afleiðingar yf- irvinnu, streitu og árekstra starfs og fjölskyldulífs. „Við fundum engin bein áhrif yfirvinnu á streitu en það kom í ljós að yfirvinna hafði mikil áhrif á árekstra milli starfs og fjölskyldulífs. Slíkir árekstrar geta síðan leitt til upplifunar á streitu." Streita er alvarlegt heilsufarsvandamál Lóa Birna og Guðný Elísabet benda á að hugtakið streita sé notað mjög víðtækt í daglegu tali og þá til að lýsa margskonar vanlíðan sem fólk upplifir. Þær notuðust hins vegar við ákveðna kvarða sem skil- greina streitu á mun þrengri hátt og sem alvarlegt heilsufarsvandamál. Meðal líkamlegra einkenna al- varlegrar streitu eru höfuðverkur, magaverkur og hraður hjartsláttur en andleg einkenni geta t.d. verið kvíði að ástæðulausu og óþarfa áhyggjur. Alvarlegar afleiðingar geta t.d. verið þunglyndi og kvíðaköst. „Til eru dæmi um að fólk hafi verið frá starfi svo vikum skiptir vegna streitu," segja þær. Framkvæmd könnunarinnar var þannig að sendir voru út spurningalistar til þús- und félagsmanna Verslunarmannafélags Reykjavíkur í janúar árið 2001 og var þetta hluti af lokaverkefni þeirra við Háskólann í Arósum. í ljós kom að karlar upplifa frekar að starfið rekist á fjölskyldulífið. Karlar vinna meiri yfirvinnu en konur, en 70% karla í könnuninni unnu sex eða fleiri yfirvinnutíma á viku. Rúm 15% unnu fleiri en 21 yfirvinnutíma á viku. Algengast var að konur ynnu 0 til 5 yfirvinnu- tíma á viku en athyglisvert í þessu sambandi er að yf- irvinna maka virðist hafa meiri áhrif á streitu en eig- in yfirvinna. 59% vilja vinna minna Lóa Birna og Guðný Elísabet segjast hafa farið út í verkefnið með ákveðið markmið í huga en þeim finnst ekki vanþörf á að Islendingar hugsi sinn gang og endurskoði forgangsröðina. Hér á landi sé lögð of mikil áhersla á að vinna mikið og eignast hluti a kostnað fjölskyldunnar. „Við viljum sjá yfirvinnu minnka, auka sveigjan- leika í starfi og stytta vinnuvikuna og þannig draga úr streitu. Við vorum báðar í MS námi í sálfræði við Há- skólann í Arósum og kynntumst því að í Danmörku er mun styttri vinnutími og þykir það sjálfsagt mál. A Islandi er hins vegar breytinga þörf og einhvers stað- ar þarf að byrja þessa viðhorfsbreytingu. „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.