Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 13
leikhús
Ljóti andarunginn
Það er í lagi að vera öðruvísi, er boðskapur nýja söngleiksins Honk sem
frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu 21. september. Söngleikurinn er
byggður á ævintýri H.C. Andersen um Ljóta andarungann og hefur notið
mikilla vinsælda víða um heim. Hann var fyrst settur upp úti á landi í
Bretlandi en síðan í breska þjóðleikhúsinu en höfundarnir eru þarlendir og
heita Anthony Drewe og George Stiles. Leikstjóri er María Sigurðardóttir og
hún og Felix Bergsson, sem leikur Ijóta andarungann, sögðu Veru frá því
sem börn á öllum aldri eiga í vændum.
HMK!
..Ævintýri H. C. Andersen eru sígild og í þeim er allt sem góð saga
þarf að hafa,“ sagði Felix. „Ljóti andarunginn er útilokaður úr hópn-
um, sú eina sem heldur tryggð við hann er móðir hans sem sér alltaf
eitthvað sérstakt í honum, eins og allar mæður gera. Svo er það kött-
urinn sem reynir að draga hann út úr hópnum og ætlar að notfæra
sér hann. Úr þessu verður heilmikið ferðalag hjá ljóta andar-
unganum og er í raun þroskasaga hans.“
Felix er mjög ánægður með að fá tækifæri til að leika aftur í
Borgarleikhúsinu en hann hefur mest unnið á eigin vegum undan-
farið. Hann segir frábæran hóp listamanna standa að sýningunni en
átta fullorðnir leikarar taka þátt í henni og fjögur börn. Tónlistin er
undir stjórn Jóns Ólafssonar, danshöfundur er Ólöf Ingólfsdóttir og
búningar og leikmynd eftir Helgu I. Stefánsdóttur.
„Mér finnst mikill kostur við þetta leikrit hvað það hefur mikinn
húmor og hlýju en jafnframt sterkan undirliggjandi boðskap. Það
var kominn tími á þetta verk. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig
við komum umræðunni um það að vera öðruvísi á framfæri. Við
búum í samfélagi sem er í því að staðla okkur - Top Shop stöðlunin,
en í þessu verki er á hreinu að við eigum okkur öll tilveru, hvort
sem við erum feit eða mjó, sæt eða ljót, eða öðruvísi á einhvern
annan hátt.“
Gott innlegg um einelti
María Sigurðardóttir er reyndur leikstjóri og segist ánægð með hvað
Borgarleikhúsið hefur fengið marga kvenleikstjóra til
starfa í vetur. Hún hefur leikstýrt bæði í leikhúsi og kvikmyndum,
leikstýrði m.a. dans- og söngvamyndinni Regínu. Það var einmitt í
tengslum við hana sem María heyrði af söngleiknum Honk.
„Danshöfundur Regínu, Aletta Collins, sagði að ég yrði að setja
Honk upp á íslandi og hún hringdi í höfundinn út af sýningarrétt-
inum. Ég bar þetta svo upp við Borgarleikhúsið sem stökk strax á
hugmyndina og fékk Gísla Rúnar Jónsson til að þýða verkið. Mér
finnst þetta vel heppnuð leikgerð á ævintýri H. C. Andersens, þar
sem höfundarnir færa söguna að vissu marki frá dýraríkinu til
mannheima, og þó ekki. Þetta verður sýning sem leikur sér þarna á
mörkunum og er skemmtileg flétta milli ævintýris og raunveruleika
nútímans. Þarna speglast okkar veruleiki og við geturn lært ýmislegt
af sögunni um Ljóta, þar sem við fylgjum honum frá því að vera
aleinn úti í horni og til þess að verða viðurkenndur og elskaður, og
hvað það skiptir miklu rnáli að trúa á sjálfan sig.
Sýningin verður uppfull af söng, dansi, meinfyndnum per-
sónum og uppákomum en dramatíkin, sem er svo sterk í
ævintýrinu, er ekki langt undan. Honk! er mikil áskorun
fyrir höfund búninga og leikgerðar og leiðin sem Helga I.
Stefánsdóttir fer er afskaplega spennandi. í sýningunni
leika flestir leikaranna margar persónur, svo það má búast
við að verði handagangur í öskjunni í búningaskiptum milli
atriða. Það er einstök upplifun að setja þetta verk á svið og
ég hef með mér einvalalið listamanna á öllum sviðum.
Stefnan er sett á sterka, skemmtilega upplifun fyrir alla fjöl-
skylduna.
f■ IbnIwlltfnno