Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 23

Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 23
Hvers vegna kaupa karlmenn kynlíf? Konur í kynlífsiðnaðinum verða fyrir miklum í’or- dómum sem oft eru litaðir kynþáttahatri. Talað er um konur af afrískum uppruna sem „villtar og ótamdar“ og þeim gert upp dýrslegt eðli en að asískar konur séu „undirgefnar" til að kynda undir órum viðskipta- vinanna. Karlmennirnir virðast hins vegar einsleitari hópur. Sven-Axel hefur tekið viðtöl við karlmenn sem kaupa kynlíf og flokkað þá á eftirfarandi hátt: Menn sem eiga í erfiðleikum með að mynda tengsl við konur leysa gjarnan vandamálið með því að kaupa sér kynlíf. Vændi er því vandamál karla og það væri rangt að refsa konum fyrir það. Lögleiðing gerir kvenlíkamann að enn meiri söluvöru Nýju sænsku lögin hafa vakið upp bæði vantrú og forvitni urn heim allan. Raddir sem segja að lögleiða eigi vændi eru háværar innan Evrópusambandsins og í Hollandi og Þýskalandi er litið á vændi sem hverja aðra starfsgrein. „Þeir sem vilja gera vændi löglegt segja meðal annars að félagsleg viðurkenning niyndi forða vændiskonum frá þeirri skömm sem fylgir starfi þeirra. En þeir hinir sömu hafa ekki gert sér grein fyrir því hvað því fylgir að vera stöðugt not- uð til að svala losta annarra og að vera sífellt fótum troðin. Þar að auki er skömmin ekki eina vandamál- ið sem fylgir vændinu," segir Sven-Axel. Hann er sannfærður um að lögleiðing auki aðeins á smánina. „Kvenlíkaminn yrði jafnvel enn meiri söluvara en hann er í dag og samkeppnin yrði jafn mikil og hún er á öðrum löglegum mörkuðum þar sem árangur næst aðeins með því að öskra hæst og bjóða frumleg- ustu vöruna. Smán hórunnar yrði þannig gerð að lög- legu sölutæki. Réttarkerfið verður að samhæfa aðgerðir sínar til þess að uppræta ofbeldi gegn konum í hvaða rnynd sem er. Þar að auki verður að eiga sór stað viðhorfs- breyting meðal karlmanna," segir Sven-Axel. „Það að meirihluti karlmanna skuli viðhalda ríkjandi hugsunarhætti með þögn sinni er meira vandamál en tilvera einstakra andfemínista." I Inga S. Þórarinsdóttir þýddi úr NIKK, blaði norrænnar stofnunar um kvenna- og kynjarannsóknir á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Menn sem eru í samböndum og leita eftir ein- hverju sem er öðruvísi. „Þessum mönnum finnst sambönd þeirra ekki virka og að kynlíf þeirra sé ekki fullnægjandi. Kynlífskaup færa þeim tímabundna afþreyingu sem krefst einskis af þeim. í þess- um hópi eru einnig menn sem ala á kynlífsórum sem þeir geta ekki, eða þora ekki að segja maka sínum frá. Það að hugsa um „hóru“ virðist vera þeim jafn mikilvægt og það að vera með vændiskonu. Hóran er alltaf tilbúin að fullnægja karlmanninum. Hún er bæði aðlaðandi og fráhrindandi og það gerir þessa menn æsta og forvitna. Menn sem eiga í erfiðleikum með samskipti sín við konur - menn sem „geta ekki náð sér í konu með öðrum hætti". „Ástæður þess að sambönd þessara manna eru misheppnuð geta verið feimni, hræðsla, elli eða líkamleg eða andleg van- hæfni. Þeir tala, umfram allt, um löngun sína í kvenmann, ekki endilega vændiskonu. Vændiskonan er þeim huggun og kynlífskaupin endurspegla fremur einmanaleika þeirra og samskiptavandamal en losta. Á bak við allt þetta leynist líka stundum jorá eftir að stjórna og hefna sín á kvenkyninu. Þarna rná fremur sjá vanmátt og ótta, og sennilega einnig ringulreið, en þrá og losta.“ Menn sem misnota kynlíf og beina tilfinningum sínum og atferli um farveg kynlífsins. Aðrar flokkanir hafa einnig verið notaðar, t.d. af norsku fé- lagsfræðingunum Prieur og Taksdal: Ræflar (Losers) Venjulegir menn sem eru vonsviknir vegna þess að hefð- bundin sambönd karla og kvenna eru að breytast og vilja viðhalda hinu jíekkta fyrirkomulagi yfirdrottnunar og und- irgefni. Fitlarar (Fiddlers) Venjulega ungir menn sem eru ekki færir um að viðhalda venjulegum samböndum og sem líta á kynlíf sem hverja aðra neyslu, nokkurs konar McKynlíf án samhengis. Við- horf þeirra til kynferðis er litað af klámi og ofbeldi. „Netið gerir það að verkum að kynlíf er mun aðgengilegra fyrir þennan hóp en áður,“ segir Sven Axel. „í dag er óþarfi að fara út á götu. Maður getur bara setið heima eða á skrifstof- unni og keypt sér kynlíf eða klám.“ 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.