Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 31

Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 31
Þegar þættir David E. Kelley um fræðinginn Ally McBeal hófu göngu sína árið 1997 slógu þeir strax rækilega í gegn og Ally varð brátt vinsælasta kven-sjón- varpspersóna í Bandaríkjunum. Hin klára en taugaveiklaða Ally, sem nýtur velgengni í starfi en er með allt í klessu tilfinningalega - fyrst og frernst af því að henni tekst ekki að finna þann eina rétta - var af mörgum talin póst-femínisminn holdi klæddur. í júní árið 1998 var myndum af frumkvöðlum femínismans stillt upp í tímaröð á forsíðu. tímaritsins Time með mynd af Ally McBeal á endanum, undir yfirskriftinni - Er femínisminn dauður? Blaðið fjallaði um póst-femín- isma sem er skilgreindur þannig að fylgjendur hans „þurfi“ ekki lengur á femínisma að halda. Konur lifi og hrærist í „karlaheimi" með ansi góðum árangri; kvennabaráttunni sé lok- ið með fullnaðarsigri. Þá fjallar Time um þá mótsögn sem birtist í þeirri tilteknu kvenímynd sem kennd er við póst-femín- isma. Ally McBeal - sem eðli miðilsins samkvæmt er mjög sterk fyrirmynd - virðist hafa allt sem hugurinn girnist, nýtur velgengni og virðingar í starfi. En af jrví að hún er einhleyp er hún í tómu rugli tilfinningalega og haldin algjörri þráhyggju þegar kemur að karlmannsleys- inu. Time nefnir Bridget Jones Helenar Fielding í sömu andrá og Ally og hefur áhyggjur af því að þessar tvær skuli vera erkitýpur hinnar einhleypu konu. Bridget sé jafn mikil taugahrúga og Ally en ofan á áhyggjur Bridgetar af karlmannsleysinu bæt- ast áhyggjur hennar af aukakílóunum sem séu engu minna íþyngjandi. Þegar sjónvarpsstöðin Fox, sem sýnir Ally McBeal, tilkynnti í vor að þættirnir yrðu teknir af dagskrá næsta vetur, spannst nokkur umræða um hvers vegna áhorf að þáttunum hefði minnkað. Voru vinsældir Sex and the City gjarnan nefndar sem skýring en þar kveður við nokkuð ólíkan tón hvað varðar afstöðu til karlmannsleysis. New York Times birli í vor grein undir fyrirsögninni Þannig fór fyrir Ally; tíunda-áratugar femínisti segir takk og bless. Þar er bent á að Ally haíi komið á undan þeirri hol- skeflu af einhleypum-konum-í-borginni sem birst hafa í sjónvarpi, kvikmyndum og bókum undanfarið, og að hún, ásamt Bridget Jones, hafi í raun verið brautryðjendur í þessari sjónvarps-/kvikmynda- /bókmenntagrein. Nú sé Ally hins vegar ekki svo Hin kiára en taugaveiklaða Ally, sem nýtur velgengni í starfi en er með allt í klessu tilfinningalega - fyrst og fremst af því að henni tekst ekki að finna þann eina rétta - var af mörgum talin póst- femínisminn holdi klæddur. einstök og meira að segja nokkuð „til baka“ miðað við nýrri og „nútímalegri" gellur, og á New York Times þar einkum við söguhetjur Sex and the City. „Carry Bradshaw og co. hafa það mikið sjálfstraust sem kynverur að þær eru oftar en ekki með yfirhönd- ina í samskiptum sínum við karlmenn," segir í grein- inni. Auk þess þótti taugaveiklunin, eitt af helstu karaktereinkennum Allyjar, og hin stöðuga ham- ingjuleit byggð á upphöfnum og sífellt fleiri og óraunhæfari kröfum, orðin heldur þreytandi. „Ally gerði hamingjuna að ómögulegu takmarki... Carrie Bradshaw veit allavega hvað góðar trúnaðarvinkonur og nýir skór geta verið mikill gleðigjafi," segir ennfremur í New York Times. Sex and the City - boðberi siðsemi og hófsemi í kynferðis- málum? En Sex and the City hefur ekki sloppið við gagnrýni og eitt af því helsta sem gjarnan er nefnt er sú staðreynd að hinar einhleypu söguhetjur þáttanna eru töff á yfirborð- inu og ánægðar með stöðu sína sem tímabundið ástand. Undir niðri séu þær hins vegar rnjúkar og meyrar og vilji ekkert frekar en að hætta þessari vitleysu og festa ráð sitt. í grein Wendyjar Shalit á netútgáfu bandaríska tímaritsiirs City Joumal segir að þrátt fyrir að aðstandendur Sex and the City segi að þættirnir sóu enn eitt skrefið í átt til kvenfrelsis (en þar sjáist sjálfstæðar konur sem geri það sem þeim sýnist í samskiptum við karl- menn), þá séu undirliggjandi skilaboð þáttanna þvert á allar hugmyndir um kvenfrelsi. ,,í raun eru þættirnir að syrgja alla þá „dýrmætu" hluti sem kyn- lífsbyltingin hefur eyðilagt... Ef Candace Bushnell Ihugmyndasmiður þáttanna] væri heittrúaður kaþó- likki þá hefði hún ekki getað búið til snilldarlegra tæki til að boða siðsemi og hófsemi í kynferðismál- um,“ segir Shalit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.