Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 51
Valdið st
Guðný Elísabet
Lóa Birna
í Danmörku eru 37 tímar í vinnuvikunni en þeir
eru 40 hór á landi. Vinnuvikan hefur þó styst veru-
lega frá því sem áður var. Kannanir frá Bretlandi
sýna að þegar vinnuvikan þar var stytt og matar- og
kaffitímum bætt inn í vinnutímann jókst framleiðn-
in. „Það hefur verið sýnt fram á að 48 tíma vinnu-
vika er hámark til styttri tíma litið ef yfirvinnan á
ekki að hafa áhrif til hins verra. Ef vinnustundirnar
eru ileiri fer framleiðnin niður á við.“
I könnuninni sögðust 59% aðspurðra vilja vinna
minna en 67% sögðust ákveða sjálf hvort þau vinna
yfirvinnu. „Það er athyglisvert að velta fyrir sér
ástæðunni fyrir þessari mótsögn. Hefur fólk ekki
eins mikla stjórn á vinnutímanum og það segist
hafa? Eða þarf það hreinlega að vinna of mikið til að
láta enda ná saman?"
Meiri sveigjanleiki
Lóa Birna og Guðný Elísabet segja að fyrirtæki geti
gert ýmislegt til að auka sveigjanleika og minnka
þannig hættuna á streitu eða árekstrum starfs og fjöl-
skyldulífs. „Það snýr kannski fyrst og fremst að
vinnutíma, að ráða hvar og hvenær fólk geti unnið,
að fólk geti safnað upp tírnum, unnið hlutastarf eða
unnið heima að hluta til. En það má heldur ekki
þröngva breytingum upp á fólk og of lítil yfirvinna
getur líka valdið streitu. Þetta snýst um að koma til
móts við þarfir starfsfólks. Stjórnendur verða líka að
gera sér grein fyrir afleiðingum of mikillar yfirvinnu.
Starfsfólkið afkastar ekki enditega meiru þótt það sé
tólf tíma í vinnunni í stað átta. Yfirvinna er dýr og
stundum er hreinlega hægt að ráða einn nýjan starfs-
mann fyrir peningana. Þetta snýst svo rnikið um
Ekki er vanþörf á að íslendingar hugsi
sinn gang og endurskoði forgangsröð-
ina. Hér á landi er lögð of mikil áhersla
á að vinna mikið og eignast hluti á
kostnað fjölskyldunnar.
hugsunarhátt. Stressaðir starfsmenn eru líklegri til
að hætta í vinnunni eða hugsa út í það. Ef streitan er
orðin alvarleg getur það svo leitt til vinnutaps sem
skilar sér í minni framleiðni. Við reyndum reyndar
að finna upplýsingar um algengi streitu en þær liggja
ekki á lausu. Við fengum heldur ekki upplýsingar
um vinnutap vegna streitueinkenna."
Þær benda á að félagslegur stuðningur getur haft
jákvæð áhrif en með félagslegum stuðningi eiga þær
við hvort starfsfólk mæti skilningi hjá yfirmanni eða
samstarfsfólki. Slíkur félagslegur stuðningur á
vinnustað getur dregið úr árekstrum starfs og fjöl-
skyldulífs.
Lóa Bima og Guðný Elísabet telja að nú sé vakn-
ing varðandi þessi mál. „Of rnikil yfirvinna getur
ekki aðeins haft slæm áhrif á einstaklinginn, heilsu-
farslega séð, heldur einnig á þjóðfélagið þar sem
framleiðni minnkar hjá fyrirtækjum og árekstrar
bitna á fjölskyldunni. Hver einstaklingur hefur svo
víðtæk áhrif og um er að ræða keðjuverkun sem erfitt
er að sjá fyrir."
51