Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 21

Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 21
í Finnlandi mun herferðin t.d. snúast um að uppfræða kaupendurna (karlmenn) um aðstæður stúlkna í vændi og að gera þeim grein fyrir að þeir eru að styðja glæpasamtök og -iðnað, og að stúlkurnar fái minnst af tekjunum. inu, það telst fremur eðlilegt fyrirbæri. Stúlkurnar telja líka víst að lífsskilyrði séu miklu betri í þeim löndum sem þær sækja til. Það sem þær vita hins vegar ekki, er að þær verða gerðar að kynlífs- þrælum sem ráða engu um fjölda viðskiptavina sinna eða hverjir þeir eru og að þær fá heldur ekki að njóta neinna launa af vinnu sinni. Vegabróf þeirra eru tekin af þeim og þær eru einnig oft beitt- ar hroðalegu ofbeldi án nokkurs möguleika á að leita hjálpar, oft mállausar í ókunnu landi. Löggjöfin í Svíþjóð Mikið var fjallað um nýju lögin í Svíþjóð sem hafa nú verið í gildi í þrjú ár, þar sem kaupandinn er sakhæfur. Margareta Winberg, jafnréttisráðherra Svíþjóðar, sagði að strætisvændi hefði minnkað mjög með tilkomu laganna og vændishúsum fækkað. Frá og með júlí 2002 verður enn hert á sænskum lögum og hægt að veita allt að 10 ára refsingu fyrir að standa að klámiðnaði, t.d. með því að leigja húsnæði fyrir vændi. Jafnréttisráðherrann kvaðst vera alfarið á móti lögleiðingu vændis, það væri uppgjöf. Lýðræð- isríki ættu aldrei að samþykkja að líkamar kvenna væru söluvara og sér þætti alls ekki fýsilegt ef hin sömu lýðræðisríki ætluðu að þiggja skattgreiðslur af slíkum iðnaði. Viðhorf kaupenda Það var líka töluvert rætt um að beina ekki áróðri eingöngu að stúlkum sem stunda vændi, heldur væri ekki síður mikilvægt að breyta viðhorfum kaupenda. I Finnlandi mun herferðin t.d. snúast um að uppfræða kaupendurna (karlmenn) um aðstæður stúlkna í vændi og að gera þeim grein fyrir að þeir eru að styðja glæpasam- tök og -iðnað, og að stúlkurnar fái minnst af tekjunum. Hættan á eyðnismiti er líka að stóraukast með auknu vændi og vændiskonur smita oft kúnna sem aftur smita eiginkonur þannig að útbreiðsla eyðni eykst meðal almennings. Þá var lögð áhersla á náið samstarf yfirvalda og frjálsra félagasamtaka til að berjast gegn þessum vanda. Glæpasamtökin Talið er að glæpasamtök þéni um 7 milljónir bandaríkjadala á man- sali árlega. Þau hafa komið sér upp tengslaneti á Netinu og ná þar til viðskiptavina. Glæpamennirnir eru sagðir vera m.a. frá Rúss- landi, Moldavíu, írak og Tyrklandi. Sérfræðihópur hefur verið sett- ur á laggirnar í Svíþjóð til að rannsaka þessi mál og starfar með Interpol að því að leysa upp glæpasamtök. Umfang þessa iðnaðar er gífurlegt, sagt var að það væru á bilinu 700.000 til ein milljón kvenna og barna sem höndlað er með á þennan hátt. Samkvæmt upplýsingum Interpol er fjöldinn um 120.000 in.nan ESB. Sagt var að fyrstu tilfelli mansals hefðu komið upp eftir 1980 en síðan hefði umfang iðnaðarins aukist mjög hratt. Þáttur fjölmiðla Rætt var sérstaklega um klámiðnaðinn og þátt fjölmiðla. I mörgum fjölmiðlum eru klámauglýsingar settar fram sem skemmtun og kon- urnar sem neysluvara og á ráðstefnunni voru fjölmiðlar sakaðir um að normalisera klámiðnaðinn með því að setja hann fram sem hverja aðra saklausa skemmtun. Einnig er orðaforði og menning klámiðnaðarins þróuð af mönnum innan hans án afskipta yfirvalda og það er gert í skjóli málfrelsis og markaðssetningar. Dæmi um herferð Meginþættir herferðarinnar í Eistlandi voru kynntir sem dæmi um uppbyggingu herferð- ar og í henni felst eftirfarandi: - að meta stöðuna - að kanna hversu meðvituð hugsanleg fórnarlömb eru um hætturnar - að kanna afstöðu yfirvalda - að skoða blaðaauglýsingar um störf erlendis, hvað í þeim felst og hvort fórnar- lömbin átta sig á hættunni - fjölmargir aðilar koma að herferðinni, menntastofnanir, heilsugæslustöðvar, kvenréttindafélög og önnur frjáls félög, yfirvöld o.s.frv. - upplýsingum er beint að áhættuhópum á áhættusvæðum - hjálpar-símalínur hafa verið settar upp Og hvað ísland varðar... Það kom skýrt fram á ráðstefnunni að stúlk- ur frá Eystrasaltslöndum hefðu verið seldar mansali til íslands. Sagt var að á íslandi væri sala á vændi bönnuð en jafnframt var fullyrt (ranglega) að á íslandi væri ein thalílensk vændiskona á hverja 100 karlmenn. Þetta var leiðrétt, en almennt töldu ráðstefnugest- ir ástandið mjög alvarlegt hér á landi. Þess má geta að á sama tíma og ráðstefnan var haldin biðu um 70 stúlkur eftir atvinnuleyfi hér á landi og um 370 fá atvinnuleyfi á hverju ári. En stúlkurnar eru miklu fleiri því stúlkur frá ESB-löndum þurfa ekki að fá at- vinnuleyfi. Á ráðstefnunni var mikið spurt um nýja bannið við einkadansi á Islandi (sem tók gildi 1. júlí 2002) og ráðstefnugestum fannst það athyglisverð tilraun. Það vakti verulega athygli hér heima að fulltrúi sýslumannsins í Keflavík sagði í út- varpsviðtali að lögreglufulltrúi í Eistlandi hefði staðfest að stúlkur stunduðu vændi á súlustöðum á íslandi og hún teldi að yfir- völd á Islandi væru í raun í stöðu melludólgs eins og þau hafa staðið að því að veita stúlk- um atvinnuleyfi. Það var líka athyglisvert að sagt var að stúlkum þætti frernur fýsilegt að vinna á Is- landi af því þar væri meira um dans og minna um vændi. Það ber vissulega með sér að vændi só staðreynd á nektarstöðunum á Islandi. Eins og staðan er í dag er rætt um að straumur stúlkna komi frá Eystrasaltslönd- um og vandinn beinist að Norðurlöndum. Það er brýnt að við ákveðum hér á íslandi hvaða afstöðu við tökum til vændis yfirleitt og hvernig við getum barist gegn þeirri árás á mannlega reisn sem í því felst. Höfundur sat ráðstefnuna fyrir hönd Kvenréttindafélags Islands. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.