Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 59

Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 59
En þrátt fyrir að ég hafi fundið slíkt flör hér á Aust- urlandi er ég tölfræðilegt viðundur. Landsbyggðar- flóttinn er orð sem allir þekkja og dæinin sýna að konur flytjast frekar af landsbyggðinni heldur en menn og hefur þessi þróun orsakað það að í dag eru konur um 3% fleiri en karlar á höfuðborgarsvæð- >nu. Algengt er að það sem konur eru að sækja í mannmergðina sé nám og önnur reynsla sem þær telja sig ekki geta öðlast í heimabyggð. En þrátt fyr- •r að margar konur leiti út á við eftir reynslu og þekkingu koma margar þeirra aftur. Það er ótrúfega mikið af kraftmiklum konum úti á fandi sem eru hér vegna þess að þær skynja kosti þess að húa í litf- um samfélögum. Eg ræddi við þrjár sfíkar konur einn sófríkan dag í sumar. Allar eiga þær það sameiginlegt að búa úti á landi og fíla það. Stefanía Freysteinsdóttir (Stebbaj og Ólína Frey- steinsdóttir eru systur frá Neskaupstað. Stebba og fjölskylda búa þar enn en Ólína hefur verið búsett á Akureyri í meira en 15 ár. Vinkona þeirra Hrönn Hjálmarsdóttir varð einnig til svara en hún hefur nú ákveðið að flytja heim aftur eftir að hafa bragðað á stórborgarlífinu um nokkurt skeið. Konurnar, sem eru í kringum þrítugt, eiga það allar sameiginlegt að hafa prófað að búa í þéttbýlinu en valið landsbyggð- iua. Austfjarðarsólin grillaði okkur ástúðlega þar sem við horfðum út á spegilsléttan Norðfjörðinn og ræddum um stóriðju, fjarnám, sjómennsku og að sjálfsögðu veðrið. Fyrsta spurningin er einföld, hvað er svona gott við þoð að búa úti á landi? Stebba: Nálægðin við náttúruna og að ala upp börn úti á landi er meiriháttar. Þessi nálægð við alla þjón- Ustu þannig að þú ert ekki tvær klukkustundir að fara með barn í ungbarnaskoðun, allar vegalengdir eru stuttar. Fólk kann betur að rneta landsbyggðina þegar það er með börn og hefur allt við höndina. Við þurfum ekki að kaupa rándýr námskeið svo börnin séu ekki ein heima vegna þess að það er hægt að skreppa heim á augabragði. Ef eitthvað kemur upp á þá tekur bara þrjár mínútur að hlaupa heim og setja Plástur á sárið. Á stærri stöðum verða íþróttafélög að hjóða upp á margra tíma vistun fyrir krakkana, hér hjóla þau bara á fótboltaæfingu og eru í klukkutíma. Ólína : Það er svo mikill asi í Reykjavík og maður er jafnvel í betri samskiptum við vinina þar heldur en þeir eru sín á milli. Þar tekur allt svo langan tíma. Þú ferð ekki úr Grafarvogi niður á Bergþórugötu til að athuga hvort Hrönn sé heima. Hrönn: Fjallið, fjaran og fótboltavöllurinn er allt svo nálægt þér. Ólína: Hér eru líka alvöru árstíðir. Það er sumar þeg- ar það er sumar, það er ekki alltaf vor eða haust. Eg viðurkenni að það var sárt þegar ég var 17 og fór suð- ur í skóla og krakkarnir þóttust ekki vita hvað Norð- fjörður var á kortinu. Það veitti mér vissa vanmáttar- kennd en í dag sé ég hvað þetta hafa verið mikil for- réttindi að alast hér upp. Vinkonurnar sitja á sólpallinum hjá Stebbu og horfa á fjallið sitt og fjörðinn. Skærir grænir og bláir litirnir taka glottandi undir það að hér sé gott að búa. Stebba stendur letilega upp og nær í símann, hringir í sundlaugina og biður starfsmann hennar að reka dóttur sína upp úr. „Viltu segja henni að það séu skólagarðar í dag og hún eigi að koma upp úr eins og skot.“ Finnn mínútum seinna er hnátan mætt með blautar fléttur til að sækja nestið sitt. „Ef ég ætti heima í Reykjavík væri Birna búin að missa af skóla- görðunum," segir Stebba og hlær. Ólína: Það er svo mikill asi í Reykjavík og maður er jafnvel í betri samskiptum við vinina þar heldur en þeir eru sín á milli. Þar tekur allt svo langan tíma. Þú ferð ekki úr Grafarvogi niður á Bergþórugötu til að athuga hvort Hrönn sé heima. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.