Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 64
femínísktuppeldi
Guðrún M. Guðmundsdóttir
Femínísk
hreintungustefna
Eitt af þeim menningarfyrirbærum sem ég tel halda konum og
körlum í viðjum feðraveldis er tungumálið enda er það umfangs-
mesta samskiptatól sem fólk notar til að tjá sig. í tungumálinu er
að finna augljósa karlaslagsíðu sem auðvitað er ekkert annað en
rökrétt birtingarmynd af ólíkri valdastöðu kynjanna í samfélag-
inu. íslenskan er engin undantekning í þessum efnum og er afar
karllæg en það tel ég birtast hve skýrast þegar konur tala um sig
í karlkyni, sbr. „maður er náttúrulega bilaður að..." Sem dæmi
um þetta má nefna að í ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs
er enska orðið „pregnant" þýtt sem þungaður, óléttur.
Dóttir mín svaraði um hæl og tók
undir með skólabróðurnum og
sagði að ef hún gæti orðið flug-
maður þá gæti skólabróðirinn
auðvitað orðið flugfreyja.
Þó að „þær“ femínístar sem ég hef hve mestar mæt-
ur á vilji flestar lækna tungumálið með því að gera
konur að mönnum í anda jafnréttisbaráttunnar verð
ég að vera þeim ósammála. Mér finnst karlamenning
nefnilega afar óeftirsóknarverð með nei-
kvæðum fylgikvillum á borð við ofbeldis-
hneigð og górilluhegðun1 og þætti mér því
mun ráðlegra að styrkja kvenleikann hjá
konum og jafnframt hvetja karla til að til-
einka sér hann.
I þau ár sem ég hef verið femínísti hef óg
reynt að sneiða hjá karllægninni í eigin
málfari eftir bestu getu þó með misgóðum
árangri. Það getur verið þreytandi að vera
vakandi fyrir öllu því sem veltur uppúr
konu allan liðlangan daginn og stundum ó-
mögulegt. Konum hefur sárnað þegar ég
kalla þær fræðikonur, hjúkrunarkonur og
ffamkvæmdastýrur þó svo það hafi verið
sagt með fullri virðingu fyrir þeim og starfi
þeirra. Ein vinkona mín viðurkenndi að henni fynd-
ist ómerkilegra að vera blaðakona heldur en blaða-
maður. Þetta þótti mér afar sorglegt og vildi ég óska
að þessu væri hægt að breyta.
300 kall veður 300 kons
Stelpurnar mínar og stjúpbörn, sem auðvitað hafa
orðið fyrir sterkum femínískum málfarsáhrifum á
heimilinu, hafa tileinkað sér það af mismiklum
ákafa. Yngri dóttir mín sem er tíu ára gömul verður
að teljast til þeirra femínista sem ég ber hvað mesta
virðingu fyrir en hún hefur einmitt lagt stund á að
j, -j; útfæra ýmsa femíníska málfarstakta eftir eigin höfði.
ö Hún þreytist aldrei á því að tryggja að kvenkyninu sé
Q sýnd virðing. Hún spyr alltaf þegar fólk notar orðið
64 „maður“ „en hvað finnst konu?“ við misgóðar undir-
tektir. Til að mynda talar hún um 300
kons í stað þess að segja 300 kall þeg-
ar rætt er um peninga og flissar bara ef
fólk verður ringlað. Hún hafnar algjör-
lega hugmyndum eldri skoðanasystra
um að konur séu líka menn og segir
einfaldlega að konur séu konur. Hún veigrar sér held-
ur ekki við að kvengera karla enda sór hún ekkert
niðrandi við það. Ég held að henni finnist það
einmitt sérlega spennandi þar sem það ögrar alltaf og
vekur upp sterk viðbrögð frá
umhverfinu.
Til dæmis áttu sér stað á-
hugaverðar umræður þessu
tengt í skólastofunni hjá henni
þegar bekknum var skipt í hópa
og þau voru að ræða starfsgrein-
ar. Einhver skólasystkina
spurði dóttur mfna hvort hún
vildi ekki verða flugfreyja því
þá gæti hún ferðast, kennarinn
brást við í skyndi og sagði að
hún gæti líka bara orðið flug-
maður. Einn strákanna sagðist
vilja verða flugfreyja en þá
brugðust nokkrar skólasystur og
kennarinn harkalega við og sögðu í kór að strákar
gætu ekki verið flugfreyjur. Dóttir mín svaraði um
hæl og tók undir með skólabróðurnum og sagði að ef
hún gæti orðið flugmaður þá gæti skólabróðirinn
auðvitað orðið flugfreyja. Ég varð stolt af dóttur
minni og jafnvel enn uppveðraðri af nýja banda-
manninum en þegar ég endurtók söguna fyrir
mömmu stráksins dró hún strax í efa femínískan bar-
áttuvilja sonarins og hvíslaði að mór að hann væri
bálskotinn í dóttur minni.
■* Þetta hugtak notast yfir þá karlrembuhegðun sem fefur í
sér að einstaklingi finnst hann/hún knúin/n tii að vera
nógu gróf/ur, hávær og/eða fyndin/n til að beina athygli frá
eigin mýkt, viðkvæmni eða öðrum góðum eiginleikum.