Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 41

Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 41
En er ekki eðlilegt að gagnrýna þær staðalmyndir af fegurð sem miðast við ungar og grannar fyrirsætur á forsíðum glanstímarita? Auðvitað er ég alveg sammála því að fyrirmynd- irnar eru mjög grannar og það sem ég gagnrýni er að tískuheimurinn, og kvikmynda- og tónlistarheimur- inn líka, taka fyrir eina fyrirmynd á hverjum tíma. Það væri líka slæmt ef allir væru mjög feitir, sem er ekki síður óhollt fyrir líkamann, en það er bara breiddina sem vantar til að sýna hversu margar teg- undir af konum eru til. Það hefur þó breyst því áður var það bara Twiggy og allar áttu að vera eins og hún en núna eru líka fyrirsætur með stór brjóst og kven- legan vöxt. Fyrirsætuheimurinn og aðrir geirar sem búa til þessar fyrirmyndir eiga þó langt í land með að endurspegla raunveruleikann. Það rná heldur ekki alltaf tala niðrandi um grannar konur því það er fullt af stelpum sem eru það frá náttúrunnar hendi. Þær geta ekkert að því gert og ekki gott heldur að fara út í þær öfgar að segja að það sé ljótt. Verður ekki að viðurkenna að það geti líka verið fallegt? Eg er einnig alveg sammála því að fyrirsætur eru of ungar en sú gagnrýni á t.d. líka við í samkvæmisdansi sem er upphafinn hérlendis, þar sem litlar stelpur eru mál- aðar og klæddar í kynþokkafull föt. Þar er einnig ver- ið að gera börn fullorðin fyrir tímann. Þórey var ásamt öðrum stofnandi keppninn- ar Ungfrú fsland.is en fór svo, ásamt Lindu Pétursdóttur, fljótlega út úr rekstrinum eftir að fyrstu keppninni lauk. Hvað kom til að þú leitað- ir á þessi mið? Þegar við fórum af stað með þessa keppni var hugmyndin sú að reyna að færa fegurðarsamkeppnir inní nútímann. Þetta voru mjög háleit markmið og þarna áttu að koma fram hæfileikar og greind stúlkn- anna. í fyrstu keppninni vorurn við með frábæran hóp sem var ótrúlega breiður í öllu tilliti. Eg hef sjálf aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af fegurðarsam- keppnum og þess vegna var það svolítið á skjön við mínar hugsjónir að fara inní þessa keppni. Ég hafði þó mikla trú á því að við værum að gera einhverjar breytingar. Það reyndist svo erfiðara en við héldum en þegar ég leit til baka nokkrum mánuðum eftir keppnina fannst mér við á engan hátt hafa breytt neinu nema útliti keppninnar. Við höfðurn ekki komið því fram að þessar stelpur væru greindari eða hæfileikaríkari en aðrar fegurðardísir. Ég var mjög óánægð með þessa niðurstöðu og þegar ég lít til baka þá tók ég þá ákvörðun að hætta af því að ég fann að við værum ekkert að stefna í að geta breytt þessu. Ég vil samt taka það fram að Elva Dögg Melsteð er ein- hver frambærilegasta fegurðardrottning sem komið hefur fram. Hún stóð fyrir allt það sem við ætluðum að standa fyrir og í rauninni bjargaði hún mannorði okkar þarna. Núna finnst mér þessi keppni vera ná- kvæmlega eins og hin keppnin og ég sé engan mun á þeim nema að það er annað útlit á henni. Það sem má þó gott um Ungfrú Island.is segja er að þar er ver- ið að styrkja gott málefni. Aður en Þórey fór út í fyrirtækjarekstur hafði hún lokið einum vetri í spænsku og listasögu við HI. Eftir að hún sagði skilið við fyrir- tækið fór hún í markaðs- og útflutningsfræði við Endur- menntunardeild Háskólans og er nú hálfnuð með BS gráðu í viðskiptafræði við HÍ. Hvernig upplifir þú að vera ung kona í dag að korna þér á framfæri? Það sem mér finnst frá- bært við að fara í nám aftur er að það opnast nýjar vídd- ir. Eftir að ég fór í námið fór ég að fylgjast meira með viðskiptalífinu þó að ég hafi auðvitað gert það á meðan ég var sjálf í viðskiptum. Ur Úr heimi viðskiptanna koma stað- reyndir eins og sú að af hundrað tekjuhæstu einstaklingunum á íslandi árið 2000 voru þrjár konur. heimi viðskiptanna koma staðreyndir eins og sú að af hundrað tekjuhæstu einstaklingunum á íslandi árið 2000 voru þrjár konur. Þetta er auðvitað fárán- legt eins og það að samkvæmt síðustu launakönnun VR er 24,5 % launamunur á kynjunum. Ég verð svo reið þegar ég heyri fólk gera lítið úr því og talar eins og þetta sá ekki til staðar vegna þess að það ríki svo mikið jafnrétti á Islandi. Að vissu leyti erum við jú með jafnrétti en það er frekar staðbundið, eins og í stjórnmálum þar sem konur eru í valdamiklum stöð- um. Svo þekki ég það bara af eigin raun og af þeim konum sem í kringum mig eru, en ég þekki rnjög mikið af metnaðargjörnum konum, að konur eiga mikið erfiðara með að nálgast fjármagn þar sem fjár- málaheiminum er algerlega stýrt af karlmönnum. Körlunum finnst ofsalega gaman að fara á fundi með huggulegum ungum konum og veita þeim greiðan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.