Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 36

Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 36
vera Heilsa Beinþynning Hvað er beinþynning? Beinþynning er sjúkdómur í beinum sem verð- ur þegar röskun verður á jafnvægi beinmynd- unar og beinniðurbrots sem veldur því að beinvefurinn rýrnar. Beinin eru lifandi vefur sem inniheldur kalk og er í stöðugri endur- byggingu, þ.e. niðurbroti og nýmyndun, allt lífið á enda, hratt á meðan líkaminn er ungur en hægar á efri árum. A aldrinum 20 - 40 ára er jafnvægi þarna á milli, beinmagnið helst stöðugt og er beinmassinn mestur á þessum aldri. Við tíðahvörf hjá konum raskast þetta jafnvægi, beinvefurinn rýrnar og það ástand skapast sem kallað er beinþynning. Við bein- þynningu þynnist hin harða og þétta skurn beinanna og innri bygging beinsins gisnar. Við þetta minnkar styrkurinn, beinin verða stökk og hætta á brotum eykst við minnsta átak. Hverjar eru orsakirnar? Algengasta orsök beinþynningar eru þær hormónabreytingar sem verða í líkömum kvenna við tíðahvörf og er beintap oft mikið fyrsta áratuginn eftir tíðahvörf. Konur eru í þrefalt meiri hættu en karlar að fá beinþynn- ingu en talið að þriðja hver kona og áttundi hver karl muni brotna af völdum beinþynning- ar einhvern tíma á æfinni. Aðrar orsakir eða áhætturþættir eru: Erfðir: líklegt er talið að hámarksbeinstyrkur sem næst sé að hluta til bundinn erfðum og hugsanlega stjórna erfðir einnig beintapi. Aldur: Hættan á beinþynningu eykst með aldr- inum. Líkamsbygging: Grannvaxnar og smábeinóttar konur eru í meiri áhættu að fá beinþynningu en þrekvaxnar konur. Lítil líkamleg hreyfing og léleg næring auka hættuna á beinþynningu, þ.e. líkaminn fær ekki nægilegt kalk úr fæðunni. Reykingar og áfengi hafa einnig slæm áhrif á beinin. Þá geta ýmsir sjúkdómar, t.d. bólgu- sjúkdómar í liðum eða meltingarfærum ásamt mörgum lyfjum, t.d. prednisólón, valdið bein- þynningu. Hverjar eru afleiðingarnar? Afleiðingarnar eru beinbrot við lítinn áverka, einkum á efri árum. Algengust þessara brota eru framhandleggsbrot, hryggsúlubrot og mjaðmarbrot. Við samfallsbrot í hrygg skerð- 36 ast lífsgæði verulega þar sem líkamsstaða breytist og minna pláss verður fyrir lungu og meltingar- færi, einnig skert hreyfigeta, rninni félagsleg tengsl og ótti við að brotna aftur. Mikilvægast er að koma í veg fyrir fyrsta brot vegna þess að líkur á því að brotna aftur margfaldast eftir fyrsta brot, auk þess sem þau eru þjáningarfull fyrir þau sem fyr- ir þeim verða og dýr fyrir þjóðfélagið, t.d. kostar hver mjaðmaaðgerð tvær milljónir króna. Hvað er til ráða - hvað gerir Beinvernd? Beinverndar samtökin voru stofnuð til að vekja athygli al- mennings og stjórnvalda á hinum þögla en alvarlega sjúk- dómi, beinþynningu. Beinvernd stendur fyrir fræðslu og forvörnum. Besta vörnin gegn beinþynningu er að byggja upp beinin á með- an líkaminn er að taka út vöxt og þroska og að lifa heil- brigðu lífi allt lífið. Það felur m.a. í sér: - hæfilega hreyfingu, - góða næringu með nægu kalki og D-vítamíni, - að forðast reykingar með öllu og neyta áfengis í hófi. Beinvernd er landssamtök áhugafólks um beinþynningu, jafnt leikra sem lærðra, og voru stofnuð 12. mars 1997. Einnig hafa verið stofnuð fjögur svæðisfélög, á Suður- landi, Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum en Bein- vernd á Suðurlandi er enn sem komið er eina svæðisfélag- ið sem heldur uppi virkri starfsemi. Aðal hvatamaður að stofnun Beinverndar var Ólafur Ólafsson þáverandi land- læknir og var hann jafnframt fyrsti formaður samtakanna. Núverandi formaður er dr. Björn Guðbjörnsson dósent og verndari samtakanna er Ingibjörg Pálmadóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Beinvernd er aðili að alþjóðlegu beinverndarsamtök- unum International Osteoporosis Foundation og tekur virkan þátt í starfsemi þeirra. í maí sl. fékk Beinvernd við- urkenningu frá samtökunum, IOF-Lilly verðlaun, frum- kvöðlastyrk sem úthlutað er til beinverndarfélaga sem sýna framsækni í starfi sínu. Beinvernd hefur gefið út fræðslubækling um bein- þynningu og bækling um líkamshreyfingu og beinþynn- ingu. Samtökin eru með heimasíðu www.beinvernd.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.