Vera - 01.08.2002, Side 36

Vera - 01.08.2002, Side 36
vera Heilsa Beinþynning Hvað er beinþynning? Beinþynning er sjúkdómur í beinum sem verð- ur þegar röskun verður á jafnvægi beinmynd- unar og beinniðurbrots sem veldur því að beinvefurinn rýrnar. Beinin eru lifandi vefur sem inniheldur kalk og er í stöðugri endur- byggingu, þ.e. niðurbroti og nýmyndun, allt lífið á enda, hratt á meðan líkaminn er ungur en hægar á efri árum. A aldrinum 20 - 40 ára er jafnvægi þarna á milli, beinmagnið helst stöðugt og er beinmassinn mestur á þessum aldri. Við tíðahvörf hjá konum raskast þetta jafnvægi, beinvefurinn rýrnar og það ástand skapast sem kallað er beinþynning. Við bein- þynningu þynnist hin harða og þétta skurn beinanna og innri bygging beinsins gisnar. Við þetta minnkar styrkurinn, beinin verða stökk og hætta á brotum eykst við minnsta átak. Hverjar eru orsakirnar? Algengasta orsök beinþynningar eru þær hormónabreytingar sem verða í líkömum kvenna við tíðahvörf og er beintap oft mikið fyrsta áratuginn eftir tíðahvörf. Konur eru í þrefalt meiri hættu en karlar að fá beinþynn- ingu en talið að þriðja hver kona og áttundi hver karl muni brotna af völdum beinþynning- ar einhvern tíma á æfinni. Aðrar orsakir eða áhætturþættir eru: Erfðir: líklegt er talið að hámarksbeinstyrkur sem næst sé að hluta til bundinn erfðum og hugsanlega stjórna erfðir einnig beintapi. Aldur: Hættan á beinþynningu eykst með aldr- inum. Líkamsbygging: Grannvaxnar og smábeinóttar konur eru í meiri áhættu að fá beinþynningu en þrekvaxnar konur. Lítil líkamleg hreyfing og léleg næring auka hættuna á beinþynningu, þ.e. líkaminn fær ekki nægilegt kalk úr fæðunni. Reykingar og áfengi hafa einnig slæm áhrif á beinin. Þá geta ýmsir sjúkdómar, t.d. bólgu- sjúkdómar í liðum eða meltingarfærum ásamt mörgum lyfjum, t.d. prednisólón, valdið bein- þynningu. Hverjar eru afleiðingarnar? Afleiðingarnar eru beinbrot við lítinn áverka, einkum á efri árum. Algengust þessara brota eru framhandleggsbrot, hryggsúlubrot og mjaðmarbrot. Við samfallsbrot í hrygg skerð- 36 ast lífsgæði verulega þar sem líkamsstaða breytist og minna pláss verður fyrir lungu og meltingar- færi, einnig skert hreyfigeta, rninni félagsleg tengsl og ótti við að brotna aftur. Mikilvægast er að koma í veg fyrir fyrsta brot vegna þess að líkur á því að brotna aftur margfaldast eftir fyrsta brot, auk þess sem þau eru þjáningarfull fyrir þau sem fyr- ir þeim verða og dýr fyrir þjóðfélagið, t.d. kostar hver mjaðmaaðgerð tvær milljónir króna. Hvað er til ráða - hvað gerir Beinvernd? Beinverndar samtökin voru stofnuð til að vekja athygli al- mennings og stjórnvalda á hinum þögla en alvarlega sjúk- dómi, beinþynningu. Beinvernd stendur fyrir fræðslu og forvörnum. Besta vörnin gegn beinþynningu er að byggja upp beinin á með- an líkaminn er að taka út vöxt og þroska og að lifa heil- brigðu lífi allt lífið. Það felur m.a. í sér: - hæfilega hreyfingu, - góða næringu með nægu kalki og D-vítamíni, - að forðast reykingar með öllu og neyta áfengis í hófi. Beinvernd er landssamtök áhugafólks um beinþynningu, jafnt leikra sem lærðra, og voru stofnuð 12. mars 1997. Einnig hafa verið stofnuð fjögur svæðisfélög, á Suður- landi, Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum en Bein- vernd á Suðurlandi er enn sem komið er eina svæðisfélag- ið sem heldur uppi virkri starfsemi. Aðal hvatamaður að stofnun Beinverndar var Ólafur Ólafsson þáverandi land- læknir og var hann jafnframt fyrsti formaður samtakanna. Núverandi formaður er dr. Björn Guðbjörnsson dósent og verndari samtakanna er Ingibjörg Pálmadóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Beinvernd er aðili að alþjóðlegu beinverndarsamtök- unum International Osteoporosis Foundation og tekur virkan þátt í starfsemi þeirra. í maí sl. fékk Beinvernd við- urkenningu frá samtökunum, IOF-Lilly verðlaun, frum- kvöðlastyrk sem úthlutað er til beinverndarfélaga sem sýna framsækni í starfi sínu. Beinvernd hefur gefið út fræðslubækling um bein- þynningu og bækling um líkamshreyfingu og beinþynn- ingu. Samtökin eru með heimasíðu www.beinvernd.is

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.