Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 45
bara að þessu fyrir okkur sjálfar eða erum við að þessu
fyrir konur almennt?" Hún sagði konur hafa unnið
marga áfangasigra í meira en aldarlangri sögu kvenna-
baráttunnar en eiga ennþá talsvert af sigrum óunna.
Kvennafrídagurinn árið 1975 hefði markað ákveðin
tímamót og að þá hafi orðið ákveðin hröðun í íslenskri
kvennabaráttu. Hins vegar hefði kvennafrídagurinn
aldrei komið til ef rauðsokkurnar hefðu ekki komið til
og þær hefðu ekki komið til ef kvenréttindafélögin
hefðu ekki áður barist fyrir jafnrétti kynjanna. Ingibjörg
Sólrún taldi einnig ljóst að ef Vigdís Finnbogadóttir
hefði ekki brotið ísinn og boðið sig fram til forseta hefði
Ingibjörg Sólrún: Það er þetta kvenfrelsi sem við getum
þakkað öllum þeim konum sem í meira en eina öld hafa
tekið sér það fyrir hendur að þrasa um það sem almennt
teljast viðteknir hlutir. Konur sem hafa látið sig hafa það
að segja óþægilega hluti, vera leiðinlegar, jafnvel pínlegar,
þrasgjarnar að margra áliti og hafa kannski ekki alltaf ver-
ið hátt skrifaðar af samfélaginu.
Kvennaframboðið ekki boðið fram, en í kjölfarið jókst hlutur
kvenna í samfélaginu, í menntun og atvinnulífi, stjórnmálum,
stjórnsýslu o.s.frv.
„Þetta sýnir okkur að það er hægt að ná árangri í þessum
málum ef við höfum brennandi áhuga, hugsjónir og skýra
stefnu um hvað við viljum. Við þurfum að setja okkur mark-
mið í viðfangsefnum okkar og við þurfum að fylgja þeim fast
eftir á skipulagðan hátt. Það sem við verðum að hafa í huga er
að við gerum það ekki án þess að njóta stuðnings og vináttu
annarra kvenna."
Konurnar sem þorðu og nenntu
Ingibjörg Sólrún sagði barnaskap að halda að konur fengju
einhverju áorkað án annarra kvenna, nema einhverja tak-
markaða, tímabundna einkahagsmuni. Hún sagðist hvorki
myndu vera þar sem hún er núna, né hafa fengið því áorkað í
þágu kvenna sem hún teldi sig hafa gert ef hún hefði ekki not-
ið þess að finna samstöðu og stuðning með og frá kynsystrum:
„Mér er eiginlega næst að halda að án stuðnings og vináttu
þessarra kvenna væri ég búin að gefast upp fyrir löngu,“ sagði
hún.
Sórstök málstofa var á námsstefnunni um tengslanet og
mikilvægi þess að nota slík net til að ná árangri en konur voru
yfirleitt hvattar til þess að nýta sér hin ýmsu tengsl sér til
framdráttar. Ingibjörg Sólrún sagðist þekkja margar ham-
hleypur. Margar konur skipti um ham þegar þær geri sig gild-
andi í atvinnulífinu og skilji kvenhaminn eftir heima í eigin-
legri og óeiginlegri merkingu. Þá gerist margar konur ham-
hleypur til verka til þess að standast körlunum snúning og
sanna sig í atvinnulífinu eða sem stjórnendur.
Hins vegar fjölgi þeinr konum stöðugt sem taki sér rými í
krafti eigin ágætis, byggi á kvenleikanum sem styrk og nýti
hann í atferli sínu, í vinnubrögðum og í ytra útliti. Ingibjörg
Sólrún sagði mikið frelsi felast í því að koma til dyranna eins
og maður er klæddur og nýta þann styrk sem felst í kvenleik-
anum. „Þetta er kvenfrelsi," sagði borgarstýran, „og það er
þetta kvenfrelsi sem við getum þakkað öllum þeim konum
sem í meira en eina öld hafa tekið sér það fyrir hendur að
þrasa um það sem almennt teljast viðteknir hlutir. Konur sem
hafa látið sig hafa það að segja óþægilega hluti, vera leiðin-
legar, jafnvel pínlegar, þrasgjarnar að margra áliti og hafa
kannski ekki alltaf verið hátt skrifaðar af samfélaginu. ... Það
er þessum konum sem við eigum þetta kvenfrelsi okkar að
þakka.“
Séra Auður Eir ViÍhjálmsdóttir tók í sama streng í mál-
stofu sem bar yfirskriftina Völd og valkyrjur. Hún lagði á-
herslu á að konur þurfi að þekkja sögu kvennabaráttunnar og
femínisma, byggja á reynslu þeirra sem á undan komu og
velja úr henni það sem nýtist þeim. Hún velti því fyrir sér
hvers vegna alltaf kæmi bakslag í kvennabaráttuna við og við.