Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 60
Hrönn: Hvort konur vilja vinna í álbræðslu veit ég ekki. Ég
var sjálf á sjó og veit að það er hægt að komast langt á
þrjóskunni. Ég var fyrst kokkur 19 ára svo háseti. Þegar ég
kom heim eftir ársdvöl í Mexíkó var ég svo vinnslustjóri á
frystitogara en ég hætti vegna
fórna skrokknum á mér.
Ólína: Mér finnst eitt af hættu-
legri umræðuefnunum um lands-
byggðina vera að allt sé miklu
dýrara hér. Það er að mörgu leyti
rétt en þú getur líka bankað upp á
hjá apótekaranum á föstudags-
kvöldi og fengið magnylið þitt.
Hrönn, sem er rekstrarfræð-
ingur að mennt, hefur ákveðið að
flytja aftur heim og er nú að leita
sér að vinnu á Norðfirði. En hvers
vegna ákvað hún að snúa við?
Hrönn: „Ég er fædd dreifbýlis-
tútta,“ segir hún flissandi og bæt-
ir við „nei, mér líður bara svo vel
hérna. Fjöllin, sjórinn og fjöl-
skyldan eru hér og það er langt
síðan ég hef búið hérna. Ég var
síðustu tvö árin í Reykjavík og
þrjú þar áður á Akureyri og mór
finnst allt hérna bara vera svo
heimilislegt."
Ólína: Ég get hins vegar ekki
hugsað mér að koma hingað aftur.
Ég elska þennan stað en þetta er
of lítið fyrir mig, það er samt ekki
eins og ég sé alltaf í leikhúsi á Ak-
ureyri. Norðfjörður verður þó
alltaf „heima“.
Stebba: Já, þú hefur líka alltaf ver-
ið stolt og talað fallega um bæinn.
Ólína: Ef myndi sverfa að myndi
ég auðvitað flytja til baka en þetta
er líka bara spurning um vinnu.
Þetta er paradís en þegar ég fór
var hugurinn farinn.
Hrönn: Ég hef aldrei hætt að svara
„ég er frá Neskaupstað". Fólk hef-
ur þá spurt hvað ég geri þar og þá
þarf ég að svara „nei, ég bý sko í
þess að ég er ekki tilbúin að
Reykjavík..."
Ólína: Já, maður er náttúrulega
Nobbari í húð og hár.
Hrönn: Mér finnst Reykjavík ekki
slæmur staður en þetta er ekki
síðra.
Ólína: Guði sé lof að það vilja
ekki allir það sama.
Stebba: Mér finnst líka gaman
hvað vinir mínir í bænum eru
sólgnir í að koma austur með fjöl-
skyldur sínar. Þegar þau hafa
komið á annað borð uppgötva þau
að það er ekki lengra frá Reykja-
vík til Neskaupstaðar heldur en
frá Neskaupstað til Reykjavíkur.
En hverjir eru ókostir þess að búa
úti á landi?
Hrönn: Kannski úrvalið í mat-
vöruverslununum.
Stebba: Ég hef aldrei verið ósátt
við að búa hér en það blundar í
mér að prófa eitthvað annað, ekki
stórreykjarvíkursvæðið heldur
frekar útlönd. Hér vil ég vera en
ég sakna helst fjölbreytni hvað
varðar val á íþróttum fyrir börnin.
Það er líka alltaf hægt að ergja sig
á húshitunarkostnaði hérna, mér
finnst óskiljanlegt að við íslend-
ingar skulum ekki alveg eins eiga
heitavatnsauðlindina saman eins
og fiskinn í sjónum. Sú auðlind
virðist hins vegar vera undanskil-
in og bara sumir eiga hana.
Svitinn perlar á ennum og
konurnar þurfa reglulega að
standa upp og fækka fötum af
hita. Talið berst að veðrinu.
Hrönn: Svona dagar eru margra
„vondaveðursdaga" virði.
Ólína: Já en ég sakna samt líka
vonda veðursins frá því að við
vorum krakkar. Það er allt of
sjaldan svo vont veður að skólum
sé aflýst í dag (hlærj. Við vorum
oft mokuð út man óg og það var
svo mikill sjarmi yfir þessu, sér-
staklega þegar rafmagnið fór og
allir spiluðu við mann vegna þess
að fólk gat ekki haldið störfum
sínum áfram. En það sem ég er
hrædd við í svona veðrum eru
hamfarir, það hafa margir dáið hér
í snjóflóði.
Er snjóflóðahætta eitthvað sem
hræðir ykkur verulega?
Stebba: Nei, alls ekki en mér
finnst hún trufla ættingjana sem
búa annars staðar mikið. Ólína
rekur mig alltaf til mömmu þegar
það snjóar mikið en húsið okkar
er á öruggari stað. Það væri frekar
að mamma kæmi til mín.
Ólína: Mér finnst öryggið alltaf
vera hjá mömmu (hlær).
Hrönn: Já, ég man þegar ég bjó í
Mexíkó og flóðin féllu í Súðavík
og Flateyri hvað ég var hrædd um
fólkið mitt, þrátt fyrir að hér væri
alls ekki snjóflóðahætta þá.
Stebba: En þær aðstæður sem
sköpuðust hérna 1974 þegar snjó-
flóðið féll og 12 manns fórust
skapast eiginlega aldrei og hafa
ekki skapast síðan þá.
Ólína: Það væri nær að fræða fólk
um hættuna. Maðurinn minn er
frá Hrísey og hann sá einhvern
tímann pínu snjóskriðu í fjallinu
og vildi bruna í burtu.
Hrönn: Mér finnst bara flott þegar
fjallið er allt í spýjum þá eru gilin
að hreinsa sig.
Stebba: Það var svo mikill snjór
hér á veturna og sumrin voru svo
góð. Ég man að fötin mín
skemmdust þegar ég var krakki út
af bráðnuðu malbiki. Við vorum
að dunda okkur við að sprengja
loftbólur í malbikinu þegar
mamma öskraði „matuuur"...
Hrönn: Já, pabbi öskraði ógeðs-
lega hátt og það heyrðist hvar sem
við vorum. Minningin er alltaf
svo góð.