Vera - 01.08.2002, Síða 50

Vera - 01.08.2002, Síða 50
Rætt við vinnusálfræðingana Guðnýju E. Ingadóttur og Lóu Birnu Birgisdóttur „Ég er svo stressaður, það er brjálað að gera hjá mér í vinnunni." Hljómar þetta ekki kunnuglega? Flestir hafa einhvern tímann upplifað að koma heim með vandamál úr vinnunni eða álagið sem fylgir því að vinna of mikið. Alvarleg streitueinkenni sem hafa áhrif á heilsufar eru sem betur fer mun sjaldgæfari en geta haft veruleg áhrif á einstaklinga og samfélagið allt. Karlar hafa löngum unnið lengri vinnutíma en konur og því mætti ætla að streita tengd yfirvinnu hefði meiri áhrif á þá en konur. En ekkert er eins einfalt og það sýnist. Yfirvinna getur valdið árekstrum milli starfs og fjölskyldulífs og hefur jafnvel meiri streituvaldandi áhrif á maka en þann sem innir yfirvinnuna af hendi. Það er því ekkert einkamál hvers og eins hversu mikið hann vinnur. 'O ~o w E '3 +■> — ta KO < V. 3 *o 3 < Guðný Elísabet Ingadóttir og Lóa Birna Birgisdóttir vinnusálfræðingar könnuðu áhrif yfirvinnu á streitu og árekstra milli starfs og fjölskyldulífs. Þá athuguðu þær hvort stjórn á vinnuaðstæðum, þ.e. sveigjanleiki og félagslegur stuðningur hefði áhrif á afleiðingar yf- irvinnu, streitu og árekstra starfs og fjölskyldulífs. „Við fundum engin bein áhrif yfirvinnu á streitu en það kom í ljós að yfirvinna hafði mikil áhrif á árekstra milli starfs og fjölskyldulífs. Slíkir árekstrar geta síðan leitt til upplifunar á streitu." Streita er alvarlegt heilsufarsvandamál Lóa Birna og Guðný Elísabet benda á að hugtakið streita sé notað mjög víðtækt í daglegu tali og þá til að lýsa margskonar vanlíðan sem fólk upplifir. Þær notuðust hins vegar við ákveðna kvarða sem skil- greina streitu á mun þrengri hátt og sem alvarlegt heilsufarsvandamál. Meðal líkamlegra einkenna al- varlegrar streitu eru höfuðverkur, magaverkur og hraður hjartsláttur en andleg einkenni geta t.d. verið kvíði að ástæðulausu og óþarfa áhyggjur. Alvarlegar afleiðingar geta t.d. verið þunglyndi og kvíðaköst. „Til eru dæmi um að fólk hafi verið frá starfi svo vikum skiptir vegna streitu," segja þær. Framkvæmd könnunarinnar var þannig að sendir voru út spurningalistar til þús- und félagsmanna Verslunarmannafélags Reykjavíkur í janúar árið 2001 og var þetta hluti af lokaverkefni þeirra við Háskólann í Arósum. í ljós kom að karlar upplifa frekar að starfið rekist á fjölskyldulífið. Karlar vinna meiri yfirvinnu en konur, en 70% karla í könnuninni unnu sex eða fleiri yfirvinnutíma á viku. Rúm 15% unnu fleiri en 21 yfirvinnutíma á viku. Algengast var að konur ynnu 0 til 5 yfirvinnu- tíma á viku en athyglisvert í þessu sambandi er að yf- irvinna maka virðist hafa meiri áhrif á streitu en eig- in yfirvinna. 59% vilja vinna minna Lóa Birna og Guðný Elísabet segjast hafa farið út í verkefnið með ákveðið markmið í huga en þeim finnst ekki vanþörf á að Islendingar hugsi sinn gang og endurskoði forgangsröðina. Hér á landi sé lögð of mikil áhersla á að vinna mikið og eignast hluti a kostnað fjölskyldunnar. „Við viljum sjá yfirvinnu minnka, auka sveigjan- leika í starfi og stytta vinnuvikuna og þannig draga úr streitu. Við vorum báðar í MS námi í sálfræði við Há- skólann í Arósum og kynntumst því að í Danmörku er mun styttri vinnutími og þykir það sjálfsagt mál. A Islandi er hins vegar breytinga þörf og einhvers stað- ar þarf að byrja þessa viðhorfsbreytingu. „

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.