Vera


Vera - 01.04.2003, Side 15

Vera - 01.04.2003, Side 15
það uppgötvi nýja fleti á málum. Oft þarf bara að umorða hlut- ina, nefna dæmi og það kveikir í fólki. Tekur þú þátt í jafnréttisstarfi á öðrum vettvangi? Ég er félagi í nýstofnuðu Femínistafélagi (slands og þátttakandi á póstlistanum feministinn.is. Það er bæði skemmtilegt og gagn- legt þar sem jafnréttismál hafa lengi verið helsta áhugamál mitt. Góðar hugmyndir verða sjaldan til í einrúmi heldur í samræðum. Þess vegna virkar þetta sem bakland fyrir okkur sem störfum að jafnréttismálum og góður vettvangur þar sem varpa má fram hugmyndum til að fá fleiri sjónarhorn á þær áður en unnið er úr þeim og jafnvel kveikt nýjar. Málefnaflokkar félagsins og umræð- an á póstlistanum ætti að sannfæra flesta um að hægt er að finna HÉR MÁ NEFNA AÐ FLESTIR LEIKSKÓLASTARFSMENN KANNAST VIÐ AÐ HJÁLPA STRÁKUNUM AÐ KLÆÐA SIG OG DRÍFA ÞÁ ÚT Á UNDAN STELPUNUM, TIL AÐ FORÐAST LÆTI í ÞEIM. ÞÁ FÁ STRÁKARNIR ÞJÓNUSTU OG FORGANG EN LÆRA SÍÐUR AÐ KLÆÐA SIG. upp sjálfir. Þeir mega ekki vera i bleiku, ekki í kjól, ekki skreyta sig, ekki með teygju eða spennu í hárinu osfr. Stúlkur fá að vita hvað má og halda sig á „öruggum svæðum". Það skerðir oft víðsýni þeirra og reynsluheim. Við erum öll haldin einhverjum fordómum og um leið og við gerum okkur grein fyrir þeim getum við unnið með þá og komist hjá því að mismuna fólki, hvort sem er eftir kyni, kynþætti eða öðru. Sem dæmi um þetta má nefna að enginn atvinnurekandi myndi viðurkenna að hann borgaði dökkhærðum körlum og rauðhærðum konum hærri laun en öðrum, þó vísbendingar um slíkt hafi komið fram í launakönnun VR fyrir nokkrum árum. Eins er með launamun kynja. Ég trúi þvi að fæstir atvinnurekendur mismuni kynjum vísvitandi í launum og reyni að réttlæta hann með öðrum rökum en kynferði. Það eru samt oftast þættir sem eru kynbundnir þegar á reynir, þegar launamunur er skoðaður. Hvernig finnst þér að vinna að jafnréttismálum? Jafnréttismál eru skemmtilegur málaflokkur. Þau eru þess eðlis að allflestir hafa skoðanir á jafnrétti og byggja það oft á eigin teynslu og túlkun sem fólki hættir þó til að alhæfa útfrá. Það vilja Því allflestir ræða málin en fáir hafa kynnt sér nýjar áherslur og vinnuaðferðir i málaflokknum og þau verkefni sem unnin hafa verið undanfarin misseri. (jafnréttisstarfi er verið að þróa aðferðir, verkefni og meta ár- angur. Þetta er mikil hugmyndavinna og fræðslustarf sem bygg- ir á að storka núverandi kerfi og setja spurningamerki við ýmis- legt sem talið er að sé óumbreytanlegt en reynist ekki vera það Þegar á reynir. Hin eina rétta uppskrift er ekki til og því hægt að beita mismunandi aðferðum og oft er niðurstaðan önnur en ætla mætti í byrjun. Það er mjög góð tilfinning þegar fólki finnst að kynjavinkla á nánast öllum málum. Samþætting jafnréttissjónar- miða er að vinna sér sess og verður regla fremur en undantekn- ing innan skamms, jafnvel þó okkur þyki stundum miða of hægt. Þetta tvennt, félagið og póstlistinn, hefur líka hleypt nýju blóði í þjóðfélagsumræðuna og er það vel. Ég er því bjartsýn á framtíð- ina. vera / jafnréttisráðgjafinn / 2. tbl. / 2003 /15

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.