Vera


Vera - 01.04.2003, Side 26

Vera - 01.04.2003, Side 26
/ HOLDAFARSDÓMSTÓLLINN RASS, BRJÓST OG KYNÆSANDI HREYFINGAR ERU LYKILLINN AÐ ATHYGLI ÁHORFANDANS, SAMA HVERNIG TÓNLISTIN KANN AÐ HLJÓMA. OG ÞESSI TÓNLISTARMENNING ER MARKAÐSSETT FYRIR MUN YNGRI ALDURSHÓP EN TÍÐKAÐIST ÁÐUR. Utlitsdýrkun í unglingamenningu ^>>„Hún á að vera með stór brjóst, flottan rass og vel rökuð!" Þessi saklausu orð láta hálf-stálpaðir unglingsstrákar stöðugt falla þegar ég hef spurt þá hvernig hin fullkomna stelpa eigi að líta út. Margir myndu eflaust segja að þeir gerðu ekki miklar kröfur - bara hin heilaga þrenning nútímans. Ekki þarf svo sem langt að leita til að gera sér í hugarlund hvaðan ungir strákar fá þessar hugmyndir. Á einni vinsælustu sjónvarpsstöð ungu þjóðar- innar, PoppTíví, birtast okkur tónlistarmyndbönd med föngulegu kvenfólki, oftast heldur fáklæddu, sýnandi allt sem þær hafa „uppá að bjóða". Dagbjört Ásbjörnsdóttir 4- Söngkonur, íyrirsætur, leikkonur og aðrar stórstjörnur hafa löngum verið fyrirmyndir aimúgans. Á sjötta ára- tugnum reyndu konur að ná fram hinu kynþokkafulla vaxtarlagi Marilyn Monroe, margar ungar stúlkur sveltu sig á tímum Twiggy og í dag fá konur sér silíkon í rassinn í anda J.Lo (því hún er ,,real“). Það sem hefur þó breyst frá tímum Marilyn Monroe og Twiggy er óneitanlega hin margflókna markaðssetning unglingamenningar- innar sem höfðar til stöðugt yngri hóps af fólki. Að sjálfsögðu hafa hinar ýmsu stórstjörnur haft áhrif á iíf flestra unglinga í gegnum árin. Það er nóg að rifja upp áhrifavalda á mínum eigin unglingsárum. Við vinkonurnar kunn- um Madonnu „Like a virgin“ plötuna utanbókar, fórum í jazzballet til að læra sporin og tróðum armböndum upp alla handleggina á okkur í von um að líkjast goðinu örlítið meir. Þessi reynsla hafði svo sem engar alvarlegar afleiðingar í för með sér og ég kann ennþá nokkur dansspor. börn og ung- lingar munu ávallt tileinka sér ein- hverjar fyrirmyndir úr fjölmiðium, slíkt er óhjákvæmilegt. En hvað hefur þá breyst á undan- förnum árum? Hvers vegna er þetta talið áhyggjuefni í dag? PoppTívi menningin Það eru margvíslegar ástæður fyrir því að ríkjandi fjölmiðlaímyndir valda 26 / holdafarsdómstóllinn / 2. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.