Vera


Vera - 01.04.2003, Page 34

Vera - 01.04.2003, Page 34
/ ALÞINGISKOSNINGAR »í tilefni af komandi kosningum lagði VERA eftirfarandi spurningu fyrir fulltrúa stjórnmálaflokkanna: Hvað finnst þér brýnast að gera á næsta kjörtímabili til að rétta hlut kvenna á breiðum grundvelli? * Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki Við höfum verið að vinna góða sigra íjafnréttisbaráttunni á und- anförnum árum. Meðal annars hefur hlutur kvenna í stjórnmál- um aukist til muna á síðustu 10 árum, þó nú séu því miður blikur á lofti. Konum á Alþingi gæti fækkað eftir kosningar. Það yrðu mikil vonbrigði að sjá hið svonefnda glerþak, þ.e. mörk við um 30% hlut kvenna, hefta framgöngu þeirra. Við það verður ekki unað. Ég tek heilshugar undir með þeim sem segja að kvenna- baráttan ætti að skila árangri hraðar. Áfangasigrarnir koma í stökkum og á milli þeirra er eins og lítið gerist. Ég get þó sagt með stolti að í Framsóknarflokknum náðum við þeim árangri að vera með jafnmargar konur og karla í ríkisstjórninni þegar við gegndum þrjár ráðherraembætti. Það var mikill árangur. Feðra- orlofið sem við höfðum forystu um að koma á var líka stórt stökk fram á við í baráttunni. í mínum huga er stærsta verkefnið í jafnréttismálum á næsta kjörtímabili að jafna launamun kynjanna. Konur eiga að fá jöfn laun og sömu kjör fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Það þarf að fylgja betur eftir lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla á vinnumarkaði. Snar þáttur íjafnrétti kynjanna á vinnumarkaði er að fyrirtæki marki sér jafnréttisáætlun. Ég veit um vinnustaði þar sem jafnréttisáætlanir hafa verið gerðar. Þar hefur hugarfar til jafnréttis kynjanna breyst mjög til bóta strax í kjölfarið. Vinnustaðurinn allur, og þá sérstaklega stjórnendurnir, verða miklu meðvitaðri um jafnréttismál í starfsmannamálum. Það þarf að fylgja því eftir að lagaákvæðinu um að öllum fyr- irtækjum með fleiri en 25 starfsmenn sé skylt að gera jafnréttisá- ætlun. Það er líka afar mikilvægt að við komum á jöfnum áhrifum kvenna og karla við ákvarðanatöku og stefnumótun í samfélag- inu. Ég hef skynjað í starfi mínu sem ráðherra undanfarin fjögur ár að stjórnsýslan er afskaplega karllæg. Það verður að fjölga konum á Alþingi, í stjórnunarstöðum og nefndum og ráðum. Þetta er mikilvægt bæði í opinbera geiranum en ekki síður á einkamarkaðnum. Eimskipafélagið er þó gott dæmi um hið gagnstæða, en það hlaut viðurkenningu Jafnréttisráðs árið 1999 fyrir þróun og stöðu jafnréttismála. Klámvæðingin svokallaða er einnig mál sem við jafnréttis- sinnar þurfum að berjast gegn með oddi og egg. Það eru of mik- il skilaboð á kreiki í samfélaginu öllu, þ.á.m. í auglýsingum og sjónvarpsefni, um að konur séu kynferðisleikföng karla. Það þarf að sýna heildstæðari mynd af nútímakonunni. Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði Vinstrihreyfingin - grænt framboð, sem er flokkur róttækrar jafn- aðarstefnu þar sem kvenfrelsi, náttúruvernd og friðarstefna eru í öndvegi, hefur að sjálfsögðu kynnt ákveðnar hugmyndir að úr- ræðum sem rétt gætu hlut kvenna á breiðum grundvelli. Við erum þeirrar skoðunar að eitt af forgangsverkefnunum sé að ráðasttil atlögu við launamun kynjanna. Það viljum við gera með öflugri fræðslu um ástandið, slíkt fræðsluátak yrði unnið í sam- vinnu við verkalýðshreyfinguna og þá aðila vinnumarkaðarins sem koma vildu að því. Einnig mætti hugsa sér aðkomu æðri menntastofnana að slíku verki. Þá viljum við efna til viðræðna við verkalýðshreyfingu og aðila vinnumarkaðarins um möguleikann á að endurskoða hið nýinnleidda dreifstýrða launakerfi, með til- liti til áhrifa þess á launamun kynjanna. Þegar þetta kerfi var inn- leitt heyrðust viðvörunarraddir þess efnis að áhrifin á launamun kynjanna yrðu neikvæð og það hefur sannarlega komið í Ijós. Karlar virðast ná út úr þessu kerfi viðurkenningu á ýmsum sér- 34 / alþingiskosningar / 2. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.