Vera


Vera - 01.04.2003, Qupperneq 43

Vera - 01.04.2003, Qupperneq 43
hopa lengur. Hvernig er líka hægt að segja að ekki sé þörf á femínisma ef niaður horfir á hvernig samfélagið lít- ur út? Við höfurn allt að 16% hreinan launamun milli karla og kvenna. Kon- ur eru innan við þriðjungur þeirra sent talað er við í fjölmiðlum, engin kona er bankastjóri, ein kona í bankaráði og konur koma varla að auðlindastjórnun eða stjórnun fjármála. Kynjafræðin og femínisminn ganga út á að kortleggja þetta og reyna að finna ástæðurnar að baki. Að heyra að femínisminn sé ein- hver forréttinda- eða ofríkiskenning í heimi sem lítur svona út, er náttúrlega fullkomlega fáránlegt." Sprengikraftur Femínistafélagsins Við verðunt að koma að stofnun Femínistafélagsins, sem kemur í fram- haldi af þessari uppsveiflu. Hefur ekki verið þörf fyrir félagið lengi? „Greinilega. Ég hef lengi heyrt að femínista vanti vettvang en gerði mér ekki grein fyrir því hvað þetta væri stór hópur vegna þess að umræðan hefur verið svo hopandi. Það var erfitt að vita hve undiraldan var sterk vegna þess að það er búið að afgreiða svo rnargt sem tepruskap, pentpíugang, nöldur, tuð og húmorsleysi. I haust kom svo Rosi hraidotti og hélt fyrirlestur í Háskólan- um, en hún er ein skærasta stjarna femínismans í Evrópu í dag Hún lýsti því hvað femínisminn er nauðsynlegt °g öflugt greiningartæki á samfélagið eins og það er í dag. Hún blés fólki því- h'kum baráttuanda í brjóst að það varð algerlega uppnumið." horgerður segir að eftir fundinn hafi verið gríðarlegur hugur í fólki og stofn- un póstlistans Femínistans hafi verið hægt að rekja beint til þess. Hennar skoðun er sú að femínisminn sé lifandi afl> eins og lýðræðið. Að umræðan og vitundin séu mikilvægastar og því hafi Póstlistinn verið grundvallaratriði. >,Ég dreif í því að konra upp listan- um og inn voru settir einhverjir fimm- Uu sem höfðu sýnt honum áhuga. En það fór strax af stað skriða og í fyrstu atrennu höfðu 200 manns skráð sig á hstann. Allt í einu var orðið til santfé- lug femínista á Netinu. í beinu fram- haldi var ákveðið að stofna Femínista- félag fslands til þess að virkja þetta afl betur og það voru á þriðja hundrað manns sem mættu á stofnfundinn. betta er gleðilegt, einlcum þar sem við höfunt svo oft heyrt, t.d. frá Agli UMRÆÐAN Á PÓSTLISTANUM ER MJÖG FJÖLBREYTT OG LÝÐ- RÆÐISLEG. HINN FRÆÐILEGI FEMÍNISMI ER KENNING MARG- BREYTILEIKANS, SEM SNÝST UM AÐ ÞAÐ SÉ EKKI RÉTTLÁTT AÐ VERA MEÐ KERFI SNIÐIÐ UTAN UM EINN HÓP AF FÓLKI Helgasyni sem hefur skrifað á Strikið: „Femínistar eru lítill hópur öfgasinna uppí Háskóla!“ Þriðja bylgja femínismans er til í netheimum, sem auðvitað er í takt við tímann... „Netið gerir samfélagið mögulegt. Ef við hefðum ekki þessa tækni og þennan ntiðil þá sætum við enn hvert í sínu horni. Öllum röddunum er beint í einn farveg og allir geta látið í sér heyra. Við vitum eldtert hvað verður en fólk iðar í skinninu að gera eitthvað. Sprengikraft- ur félagsins er rnjög rnikill. Femínism- inn hefur verið þaggaður svo lengi að rödd hans ræður sér ekki fyrir óþreyju, loksins þegar hún fær þennan farveg.“ Nú er félagið óneitanlega mjög tengt háskólasamfélaginu. Ertu ekkert hrædd um að það fæli frá venjulegar konur og karla úti í bæ sem treysta sér ekki í um- ræður við þessa sprenglærðu fræðinga? „Ég cr ekkert hrædd um það. Við háskólakonurnar erum einskonar ljós- mæður sem erum að koma þessu af stað, en mér finnst að við höfum ekki reynt að einoka umræðuna, hún lifir sjálfstæðu lífi. Umræðan á póstlistan- um er ntjög fjölbreytt og lýðræðisleg. Hinn fræðilegi femínismi er kcnning margbreytileikans, sem snýst um að það sé ekki réttlátt að vera rneð kerfi sniðið utan um einn hóp af fólki.“ Þorgerður segir að í Femínistafélag- inu geti fólk fundið sínum hugmynd- um stað þó að það sé ekki fræðilega þenkjandi og hennar trú er að allir geti praktiserað sinn femínisma þar. „Hinn fræðilegi femínismi getur hins vegar hjálpað okkur við að sjá heildarmynstrið, skoða og skilja orsak- ir, sjá hlutina í samhengi og skilja merkingu þeirra. Þess vegna getum við sagt: Þetta er kerfi sem konur passa illa inn í. Við verðum að geta fest fingur á öllum ósýnilegu þáttunum til að geta breytt þeim.“ Hvernig er með framtíðina? Hef- urðu skýra framtíðarsýn fyrir femínis- rnann, eða er ómögulegt unt að spá? „Ég held að við séum að vakna af blundi núna. Ég trúi því að þriðja bylgjan sé að rísa. Við höfunt allar for- sendur. Við höfum netið, við höfum þekkinguna og við höfum vitneskjuna um að þetta gengur ekki sjálfkrafa. Á ráðstefnunni okkar í haust fannst okk- ur að við værum orðin fullþroska fræðasamfélag, nú er bara að vinna þekkingunni viðurkenningu og virkja hana. Ef aðsóknin í námið heldur á- fram eigum við eftir að fá stóran hóp ungs fólks sem hefur fræðilega þekk- ingu og hæfni til þess að greina samfé- lagið. Mér finnst hafa orðið vatnaskil. Og ég held að ég sé ekki bara að tala mig í einhvern ham. Ég er sannfærð um þetta.“ X vera / aðalviðtal / 2. tbl. / 2003 / 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.