Vera


Vera - 01.04.2003, Qupperneq 49

Vera - 01.04.2003, Qupperneq 49
/KONUR í FERÐAÞJÓNUSTU Hvalaskoðarinn Moby Dick Helga Ingimundardóttir er fædd og uppalin í Innri Njarðvík °9 átti sér þann draum að koma Reykjanesskaganum á kortið hjá ferðamönnum. Eftir að hafa starfað sem leiðsögumaður á svæðinu um skeið sá hún að þar væru ekki nægilegir vaxtamöguleikar, því yrði að koma á fót einhverju sem laðaði að ferðamenn. Árið 1994 ákvað hún að hefja hvalaskoðunarferðir og stofnaði fyrirtækið Höfrunga- og hvalaskoðun. Hún var í nokkur ár í samstarfi við smábáta- eiganda sem gat tekið tólf farþega, því næst leigði hún 30 farþega bát og árið eftir bát sem tók 50 farþega. Það var svo haustið 2000 að Helga ákvað að kaupa skipið Moby Dick sem tekur 90 farþega og hefur reynst mikið happafley, sigldi t.d. nieð 8000 farþega eitt sumarið. f sumar verður víkingaskipið fslendingur staðsett í Keflavík og fá farþegar að skoða það með sérstakri leiðsögn. Félag kvenna í atvinnurekstri veitti Helgu nýlega hvatningar- verðlaun fyrir atorku og kjark í rekstri sínum. Hún segir að það hafi glatt sig mjög því það sé vissulega mikið álag að standa í svona rekstri. „Þó að vel gangi hjá okkur þá segir það sig sjálft að Það er þungt að reka fyrirtæki sem gengur ekki nema hálft árið, eins og flest fyrirtæki í ferðaþjónustu á (slandi gera," segir Helga en hún býður upp á fastar áætiunarferðir daglega mánuðina apríl til október. En hvernig stóð á þvi að Helga sneri sér að ferðaþjónustu- rekstri? »Ég hika ekki við að segja að ég hafi smitast af ferðaþjónustu- bakteríunni þegar ég vann á Sikiley eitt sumar. Ég var reyndar að þrífa hótelherbergi fyrir gesti sem komu á vegum ferðaskrifstofunnar Útsýn en heillaðist bara af atvinnugreininni °9 ákvað að snúa mér að henni. Ég er með próf úr Verzlunar- skólanum og hafði unnið á bæjarskrifstofunum í Njarðvik í sextán ár en fannst tími til kominn að breyta til. Ég byrjaði á að taka (eiðsögumannspróf fyrir Reykjanessvæðið 1985 og var svæðis- leiðsögumaður hjá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur (tvö sumur. Svo Wk ég meirapróf til að geta keyrt rúturnar og fór í Ferða- málaskólann fyrsta veturinn sem hann starfaði. Að því loknu fékk ég vinnu á Ferðaskrifstofu varnarliðsins og gerðist síðan forstöðukona Fræðasetursins í Sandgerði í tvö ár. Það má því segja að ég hafi kynnst ýmsum hliðum ferðaþjónustu á Suðurnesjum áður en ég snéri mér að hvalaskoðuninni," segir Helga. Hvalaskoðunarskipið Moby Dick var áður Djúpbáturinn Fagranes sem árum saman sigldi með farþega og bíla um ísafjarðardjúp. Alltafnóg af hvölum Þegar Helga fékk hugmyndina að hvalaskoðuninni byrjaði hún á því að hafa samband við Hafrannsóknastofnun og spurðist fyrir um hvali á svæðinu. Þar var henni sagt að út af Reykjanesinu væri mikið hvalalíf. „Ég hef alla tíð haft mikið samstarf við vísindamenn Hafrannsóknastofnunar. ( gegnum þá komst ég í kynni við danska konu sem er sjávarlíffræðingur og var leiðsögumaður hjá okkur í mörg ár. Hún hefur verið að rannsaka hegðun höfrunga og eftir að hún sneri sér að því að skrifa doktorsritgerðina útvegaði hún okkur aðra sjávarlíffræðinga sem taka því fegins hendi að fá að vinna á hvalaskoðunarskipi." Helga keypti Moby Dick í félagi við tvo samstarfsmenn sina, vélstjórann og mann sem ekur rútu í tengslum við ferðirnar. „Hér á Suðurnesjum er mikið um vaktavinnumenn, það er mjög þægilegt að hafa slíka menn í vinnu, þeir þurfa þá ekki að treysta eingöngu á hana," segir hún um þessa góðu samstarfsmenn sína og bætir við að sjálf hafi hún unnið aðra vinnu með fyrstu sex árin. „Hver áætlunarferð á Moby Dick tekur þrjá tíma en við bjóðum lika fjögurra tíma sjóstangaveiðiferðir og alls kyns sérsniðnar ferðir fyrir hópa - afmælisveislur og önnur mannamót. ( rútunni frá Reykjavik fá ferðamenn leiðsögn um svæðið á geisladiskum og við bjóðum einnig ferðir í Bláa lónið að lokinni siglingu. 190 - 97% tilvika sjáum við hvali, algengastir eru hnísur, höfrungar og hrefnur og á sumrin er oft mikið af hnúfubak. Ef engir hvalir sjást bjóðum við fólki aðra ferð ókeypis. Langstærstur hluti farþega okkar eru útlendingar en það er gaman að hafa (slendinga í ferðunum. Þeir hafa oft ekki mikia trú á þessu í fyrstu en verða yfir sig glaðir þegar dýrin fara að sjást og margir ráða sér ekki fyrir kæti," segir Helga að lokum. Nánará: www.dolphin.is vera / konur í ferðaþjónustu / 2. tbl. / 2003 / 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.