Vera


Vera - 01.04.2003, Side 58

Vera - 01.04.2003, Side 58
»Æfingar á ólympískum hnefaleikum urðu fyrst löglegar hér á landi síðasta haust og í byrjun mars fór fram fyrsta keppnin í þessari íþrótt hér á landi. Marta Jónsdóttir tók þátt og er þar með fyrsta íslenska konan sem keppir í ólympískum hnefaleikum. „Þetta er bara svo skemmtilegt og svo er þetta svolítið óvenjulegt/' segir Marta um þessa nýstárlegu íþróttaiðkun sína. „Ég hef áður æft sund og skíði en það skemmtilega við boxið er að það er svolítið öðruvísi. Svo er endalaust hægt að bæta sig og laga tæknina." Auður Aðalsteinsdóttir Marta segist hafa byrjað að boxa við vin sinn sem átti hanska og grímur þegar hún bjó á Akranesi fyrir um tveimur árum og að smám saman hafi myndast ákveðinn hópur sem æfði sig saman. „Ég flutti til Reykjavikur í janúar í fyrra og byrjaði siðan að æfa af alvöru í haust með Hnefaleikafélagi Reykjavíkur," segir hún. Marta ákvað að taka þátt í fyrrnefndri hnefaleikakeppni og var dönsk kona fengin til að keppa við hana. „Ég tapaði. En ég skrifa það á reynsluleysi mitt, þetta var fimmti bardaginn hennar og hún vann mig á stigum í þremur lotum," segir Marta sem seg- ir að keppnin hafi verið mikil reynsla fyrir hana. „Það var skrítin 58 / íþróttakonan / 2. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.