Vera


Vera - 01.04.2003, Page 59

Vera - 01.04.2003, Page 59
/ÍÞRÓTTAKONAN upplifun að keppa fyrir framan svo marga áhorfendur og sjón- varpið líka. Það var dálítið mikið svona í fyrstu keppninni. En ég laerði mikið og er í ham til að keppa aftur. Ég er stolt af því að hafa gert þetta og staðið þrjár lotur." Nokkuð hefur verið rætt um það í fjölmiðlum að í lok sýning- atinnar var keppt í sparkboxi, sem er bannað hér á landi. Marta segir að vissulega hafi þetta skemmt fyrir. „Þetta varð mjög leið- inlegt mál sem setti Ijótan blett á annars fína keppni." Keppnin var sett upp í stil atvinnuhnefaleikakeppni og voru ut.a. fáklæddar stúlkur látnar spranga um með spjöld milli lota. Marta segist enga sérstaka skoðun hafa á þvi. „Þetta var hluti af sýningunni. Við reyndum að fá karl til að koma fram á nærbuxun- um milli þess sem við konurnar kepptum en það fékkst enginn til Þess. Annars held ég að (slendingar séu bara óvanir að halda svona keppni og að hefð eigi eftir að komast á þetta." Ekki slagsmál heldur íþrótt Marta segir að margar stelpur séu að æfa og að einhverjar þeirra eigi örugglega eftir að keppa í framtíðinni. Hins vegar sé algengt að fólk stundi hnefaleika án þess að taka nokkurn tímann þátt í bardaga.„Þetta er góð íþrótt og það er fullt af fólki sem æfir hana enferaldrei ihringinn." Marta segir það misskilning að ólympískir hnefaleikar séu hættulegir. „Þetta er allt öðruvísi en atvinnuhnefaleikar. Fólk vinnur á stigum, fær stig fyrir hvert högg sem fer á líkama and- stæðingsins. Þá eru notaðar grímur, sem ekki eru notaðar í at- vinnuhnefaleikum, og reglurnar eru miklu strangari. Reglurnar miðast við að koma í veg fyrir að fólk slasi sig en til öryggis er alltaf læknir á staðnum. Það er sjaldgæft að maður slasist á æf- ingum, ég hef til dæmis bara einu sinni fengið blóðnasir síðan ég byrjaði að æfa og það var vegna þess að ég beygði mig ekki rétt. En þetta er eins og með aðrar íþróttir, fólk getur alltaf orðið fyrir meiðslum." Marta segir að félagar hennar og fjölskylda séu mjög jákvæð 9agnvart boxinu. „Mamma var samt frekar hrædd um mig í keppninni og sat i keng í höllinni," viðurkennir hún. „Það er mjög venjulegt fólk sem stundar þetta og þetta eru ekki slagsmál held- Ur íþrótt, svipað og karate. Við erum til dæmis sjaldan að kýla hvert annað á æfingum, þær snúast að mestu leyti um tækni." Marta segist aðspurð ekkert sérstaklega hlynnt atvinnuhnefaleik- urn. „Þegar þetta er farið að ganga út á að meiða andstæðinginn eða jafnvel sparka í hann og berjast án hlífa finnst mér það bara kjánalegt." Ólympískir hnefaleikar eru glæný íþrótt hér á landi og eiga eftir að slíta barnsskónum. Sportið er gífurlega vinsælt um þess- ar mundir en Marta telur að nokkuð sé í land með að boxinu vaxi fiskur um hrygg sem keppnisíþrótt. „Það vantar hefðina. En ég beld að margir eigi eftir að æfa áfram, þetta er svo skemmtilegt." Marta stundar nám við Fjölbrautarskólann í Ármúla og vinnur á sambýli fyrir einhverfa. Hún æfir oft í viku og segist ætia að halda áfram að boxa. „Ég get ekki hætt núna," segir hún enda hefur at- i hygli fjölmiðlanna beinst að henni eftir að hún tók þátt í keppn- 'Þúi. „Ég verð að standa undir nafni!" X tf> 3 C 'O .h ~ 4- :0 > 4-> +4 « ~ U) .b 3 4- ra >- -i ö £L 3 C C tf> > ra > o L. i 5 5 -ru ■>—> QJ > v_ ra cn i_ o CQ & O 43 1 & c c *o 'Ö3 3 .o n v— *o c ‘> 1- 'O O) I? o tf) 1- ra +3 4-1 O) V(U 1_ i- o U- CQ A & cu > X vera / íþróttakonan / 2. tbl. / 2003 / 59

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.