Vera


Vera - 01.04.2003, Qupperneq 68

Vera - 01.04.2003, Qupperneq 68
/BÓKMENNTIR Eva yrkir um rifbein »Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár féllu í skaut sænsku skáldkonunnar Evu Ström, en hún hlaut verðlaunin fyrir hina sérstöku Ijóðabók Revbensstadernd, en titillinn útleggst á íslensku Rifbeinsborgirner. Ekki er undarlegt að þessi vel þekkta skáldkona noti myndmál líkamans í kveðskap sínum þar sem hún starfaði sem læknir þar til hún sneri sér alfarið að ritstörfum fyrir u.þ.b. fimmtán árum. Dómnefndin nefndi sérstaklega að Eva Ström „reyndi á þanþol tungumálsins" og „nýtti til fullnustu möguleika orðanna", því bæri henni heiðurinn af verðlaununum, auk álitlegrar peningaupphæðar, nánar tiltekið u.þ.b. fjórar milljónir íslenskra króna. * I ritdómi sínum um Rifbeinsborgirnar skrifaði Magnus Ringgren í Aftonbladet: „Myndmál Evu Ström er í grunninn læknisfræðilegt eða klínískt en einnig fæst hún við andlegar, allt að því trúarleg- ar myndir. Textar hennar iða af lífi og dauða - af hlutum og manneskjum. Yrkisefni hennar eru margvísleg. í Ijóðunum standa þeir í röðum, barnaníðingurinn, klæðskiptingurinn og umrenningurinn - krefjast allir tilveruréttar og leita kjarnans í þeirri tilveru. Kannski á guð sinn stað mitt í þessu öllu, og kannski er hann miskunnsamur, en líklega miskunnarlaus." Ringgren segir ennfremur að sum Ijóðanna máli Eva svo sterkum litum að þau minni einna helst á blaðaljósmyndir. opplfn Hægt að taka Tilboðsverð: Ókeypis Stórar stærðir - frábært Snorrabraut 38, S: 562 4362 Rifbeinsborgirnar Eva Ström fæddist skammt utan við Stokkhólm árið 1947. Hún gaf út fyrstu Ijóðabók sína árið 1977, en hún bar heitið Den brinn- ande zeppeiinaren. Þá starfaði hún sem læknir þó að alltaf hafi hún haft brennandi áhuga á skáldskap. Hún hefur sagt í viðtali að í hennar fjölskyldu hafi bara einfaldlega aldrei komið til greina að hella sér strax út í skáldskap. Eitthvað hagnýtt yrði fólk að læra áður en það léti slíkt hvarfla að sér. Hún hafi valið læknisfræðina og sjái ekki eftir því þar sem hún telur að reynsla hennar sem læknir nýtist sér ákaflega vel sem skáldi, einkum og sér I lagi þekking á líffærafræði sem veiti innblástur og gefi möguleika a sterku myndmáli. Ekki verður hjá því komist að íhuga titilinn Rifbeinsborgir út frá þeirri reynslu en Eva hefur svarað því til að orðið hafi bara skotist upp í huga hennar og I tengslum við það hafi svo hug- myndaflugið farið af stað. Þetta segir hún alvanalegt: „Eitthvert orð kemur utan úr fjarskanum og dregur svo til sín önnur orð sem síðan verða að heildstæðu verki. En rifbeinsborgirnar? Rif' beinin slá jú skjaldborg utan um það sem okkur er mikilvægast til að lifa af, hjartað og lungun," segir doktor Eva I nýlegu viðtali við Dagsavisen. Göturnarí London Það er heldur engin tilviljun að mörg Ijóðin í Rifbeinsborgunum vísa til gatna og staða I London að sögn Evu. „London er heims- borg sem rúmar allar öfgar hinnar mannlegu tilveru. Hinir snauð- ustu og þeir ríkustu ganga um sömu stræti. Andstæður hafa alltaf heillað mig og í Ijóðum mínum vil ég útmála minn eigm sannleika um heiminn. Ég vil horfa á heiminn með galopnum augum, ég vil sjá dökku hliðarnar jafn skýrt og þær björtu." Rifbeinsborginar er sjötta Ijóðabók Evu Ström en hún hefur einnig sent frá sér tvær prósabækur, þ.á.m. bók um Edith Södergran sem alltaf hefur veitt henni mikinn innblástur. Eva být núna í Kristianstad á Skáni ásamt eiginmanni sínum og þremut börnum. X 68 / bókmenntir / 2. tbl. / 2003 / vera
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.