Vera


Vera - 01.04.2003, Side 72

Vera - 01.04.2003, Side 72
/FRÁ JAFNRÉTTISSTOFU Jafnréttisstofa Jafnréttisþing 2003 »Jafnréttisstofa, Jafnréttisráð og félagsmálaráðuneyti héldu Jafnréttisþing 7. apríl síðastliðinn í Ketilhúsinu á Akureyri, og reyndar víðar um hið svokall- aða Listagil því vinnustofur fóru einnig fram í Deiglunni og á Hótel KEA. Til- gangur þinghaldsins var að líta á stöðu kynjanna í fortíð og nútíð með það fyrir augum að leggja línurnar fyrir framtíðaráherslur. Þá var einnig lögð á- hersla á að virkja stjórnmálafólk í umræðuna um stöðu kynjanna því framundan eru, eins og við öll vitum, þingkosningar í maí. Þingstjórar voru Valgerður H. Bjarnadóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu og Elín R. Líndal formaður Jafnréttisráðs. Félagsmálaráðherra Páll Pétursson, sem jafnframt er ráðherra jafnréttismála, flutti opnunarávarp á þinginu. * Aðalfyrirlesarar voru fjórir. Anne Havnor sérfræðingur í norska barna- og íjölskylduráðuneytinu og formaður nor- ræns vinnuhóps um kynjaða fjárhagsáætlanagerð, Jorgen Lorentzen sérfræðingur í karlamálum við Rannsóknastofn- un í kvenna- og kynjafræðum við Óslóarháskóla og ung- femínistarnir Kristbjörg Kristjánsdóttir og Hólmfríður Anna Baldursdóttir úr Bríeti. Anne Havnor fjallaði um kynjaða fjárhagsáætlanagerð, (gender budgeting), en það hugtak hefur verið útvíkkað hér- lendis svo það nái einnig til alls ferlisins í kringum fjárhags- áætlanagerðina og verið kallað kynjuð hagstjórn. Jorgen Lorentzen fjallaði um stöðu karla á Norðurlöndunum og mikilvægi þess að þeir taki þátt í jafnréttisbaráttu kynjanna og kannist við að eiga vandamálið t.d. varðandi ofbeldi. Um- fjöllunarefni Hólmfríðar Önnu og Kristbjargar var sýn ungra femínista á jafnrétti kynjanna og augljóst var að þær höfðu skýra sýn á málefnið. Jafnréttismál á dagskrá í stjórnmálaumræðu Eins og áður var nefnt var eitt af markmiðum þingsins að koma jafnréttismálum á dagskrá í þeirri pólitísku umræðu sem fram fer þessa dagana. Þess vegna voru fengnir tveir fulltrúar frá hverjum stjórnmálaflokki sem býður fram á landsvísu, ein kona og einn karl, til þess að hafa frantsögu um áherslumál viðkomandi flokks hvað varðar kynjajafn- rétti og til að taka þátt í umræðum. Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur og fýrrverandi alþingiskona, núverandi framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu íslands, gegndi hlutverki sérfræðings í pallborðinu en hún varpaði ljósi á stöðu kynjanna og setti fram gagnrýni sem fulltrúar flokk- anna höfðu tækifæri til þess að svara. Úr þessu spunnust fjörugar og skemmtilegar umræður og var ekki annað að heyra en allir flokkar séu sammála um að þörf sé á því að jafna hlut leynjanna í íslensku samfélagi og séu tilbúnir til þess að leggja áherslu á að það verði gert á nýju kjörtímabili- Þrjár vinnustofur I vinnustofunum þremur sem starfandi voru á þinginu var fjallað unt þrjú meginþemu: Samþættingu kynja- og jafn- réttissjónarmiða, vinnumarkað og samskipti kynjanna. 72 / frá jafnréttisstofu / 2. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.