Vera


Vera - 01.04.2003, Qupperneq 72

Vera - 01.04.2003, Qupperneq 72
/FRÁ JAFNRÉTTISSTOFU Jafnréttisstofa Jafnréttisþing 2003 »Jafnréttisstofa, Jafnréttisráð og félagsmálaráðuneyti héldu Jafnréttisþing 7. apríl síðastliðinn í Ketilhúsinu á Akureyri, og reyndar víðar um hið svokall- aða Listagil því vinnustofur fóru einnig fram í Deiglunni og á Hótel KEA. Til- gangur þinghaldsins var að líta á stöðu kynjanna í fortíð og nútíð með það fyrir augum að leggja línurnar fyrir framtíðaráherslur. Þá var einnig lögð á- hersla á að virkja stjórnmálafólk í umræðuna um stöðu kynjanna því framundan eru, eins og við öll vitum, þingkosningar í maí. Þingstjórar voru Valgerður H. Bjarnadóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu og Elín R. Líndal formaður Jafnréttisráðs. Félagsmálaráðherra Páll Pétursson, sem jafnframt er ráðherra jafnréttismála, flutti opnunarávarp á þinginu. * Aðalfyrirlesarar voru fjórir. Anne Havnor sérfræðingur í norska barna- og íjölskylduráðuneytinu og formaður nor- ræns vinnuhóps um kynjaða fjárhagsáætlanagerð, Jorgen Lorentzen sérfræðingur í karlamálum við Rannsóknastofn- un í kvenna- og kynjafræðum við Óslóarháskóla og ung- femínistarnir Kristbjörg Kristjánsdóttir og Hólmfríður Anna Baldursdóttir úr Bríeti. Anne Havnor fjallaði um kynjaða fjárhagsáætlanagerð, (gender budgeting), en það hugtak hefur verið útvíkkað hér- lendis svo það nái einnig til alls ferlisins í kringum fjárhags- áætlanagerðina og verið kallað kynjuð hagstjórn. Jorgen Lorentzen fjallaði um stöðu karla á Norðurlöndunum og mikilvægi þess að þeir taki þátt í jafnréttisbaráttu kynjanna og kannist við að eiga vandamálið t.d. varðandi ofbeldi. Um- fjöllunarefni Hólmfríðar Önnu og Kristbjargar var sýn ungra femínista á jafnrétti kynjanna og augljóst var að þær höfðu skýra sýn á málefnið. Jafnréttismál á dagskrá í stjórnmálaumræðu Eins og áður var nefnt var eitt af markmiðum þingsins að koma jafnréttismálum á dagskrá í þeirri pólitísku umræðu sem fram fer þessa dagana. Þess vegna voru fengnir tveir fulltrúar frá hverjum stjórnmálaflokki sem býður fram á landsvísu, ein kona og einn karl, til þess að hafa frantsögu um áherslumál viðkomandi flokks hvað varðar kynjajafn- rétti og til að taka þátt í umræðum. Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur og fýrrverandi alþingiskona, núverandi framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu íslands, gegndi hlutverki sérfræðings í pallborðinu en hún varpaði ljósi á stöðu kynjanna og setti fram gagnrýni sem fulltrúar flokk- anna höfðu tækifæri til þess að svara. Úr þessu spunnust fjörugar og skemmtilegar umræður og var ekki annað að heyra en allir flokkar séu sammála um að þörf sé á því að jafna hlut leynjanna í íslensku samfélagi og séu tilbúnir til þess að leggja áherslu á að það verði gert á nýju kjörtímabili- Þrjár vinnustofur I vinnustofunum þremur sem starfandi voru á þinginu var fjallað unt þrjú meginþemu: Samþættingu kynja- og jafn- réttissjónarmiða, vinnumarkað og samskipti kynjanna. 72 / frá jafnréttisstofu / 2. tbl. / 2003 / vera
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.