Vera


Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 19

Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 19
bandið og allt sem heilagt er. Baráttan íyrir öruggri dag- vist tengdist þessu beint en hún þótti heldur ekki sjálf- sögð. Talað var um stofnanauppeldi og að konur væru að henda börnunum í einhverja aðra í stað þess að vera heima sjálfar. Á þessum árum var algengt að fólk byrjaði ungt að búa sarnan og eignast börn og þótti sjálfsagt að konan ynni úti á nteðan maðurinn væri í háskóla - hún var nefnilega talin vera að fjárfesta í menntun hans. Börn þeirra höfðu þá forgang í dagvistun en aðeins meðan maðurinn var í skóla. Þannig var það þegar fyrri maðurinn minn var í Háskólanum en þegar hann hafði lokið prófi var hringt í mig og sagt að nú yrði ég að taka barnið úr leikskólanum. Það skipti þá engu máli að ég var enn í námi. Ég lét bara ekki bjóða mér þetta og fékk því framgengt með frekju að barnið yrði þarna einn vet- ur í viðbót,“ segir Þuríður og ljóst er að þessi gamla bar- átta er henni ekki gleymd. Ekki heldur baráttan fyrir aukinni menntun kvenna. „Við rauðsokkur gerðum launakönnun þar sem gífur- legur launamunur á milli kynja kom í ljós. Til að útskýra muninn var sagt að karlar hefðu betri menntun, við kon- ur þyrftum bara að mennta okkur til að fá hærri laun. Og það gerðum við, svo sannarlega. En núna, þegar konur eru margar með meiri menntun en karlar og jafnvel líka meiri reynslu, þá skiptir það bara engu rnáli. Nú eru það einhver sérstök próf sem fólk þarf að hafa og „þessa sér- stöku reynslu“ sem bara karlmenn virðast geta haft. Þetta gerir mig blóðilla,“ segir Þuríður og er komin í ham. „Svo segir fólk jafnvel: „Menntun er ekki allt,“ þegar verið er að útskýra af hverju karlmaður er tekinn fram yfir konu. Ég get urrað þegar ég heyri þetta sagt.“ Hættulegt að gagnrýna kerfið En hvernig skyldi Auður Alfífa hafa komist á bragðið? Eflaust hefur hún heyrt rætt urn pólitík og kvenréttindi á heimilinu en hvað gerði það að verkum að hún ákvað sjálf að taka þátt í baráttunni? „Ég smitaðist af Bríetunum," segir hún. „Ég las um þær í Veru en mamma hefur alltaf keypt Veru. Svo fékk ég Píkutorfuna í jólagjöf, las hana og áttaði mig á að ég væri femínisti. Eftir lesturinn fannst mér ég skilja hvað orðið felur í sér og var óhrædd að nota það. Það hefur í auknum mæli verið að gerast með fólk af minni kyn- slóð. Nú þykir flestum sjálfsagt að kalla sig femínista því samkvæmt skilgreiningunni er það manneskja sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því. Þegar stelpur fara að hugsa málin hafa þær allar fundið fyrir misréttinu sem fylgir því að vera stelpa. Mér finnst bara jákvætt að sífellt fleiri vilji kalla sig femínista en nú er líka farið að skilgreina annan hóp sem kallaður er „öfgafemínistar“. Þeim hópi vilja hins vegar mun færri tilheyra," segir Auður Alfífa. „Það hefur alltaf þótt róttækt og hættulegt að gagn- rýna kerfið," skýtur mamma hennar inn í. „Á meðan það er ekki gert finnst fólki í lagi að kalla sig jafnréttis- sinna, femínista eða hvað sem er. Á sínum tíma var alltaf verið að bera rauðsokkurnar saman við konurnar í Kvenréttindafélaginu sem ekki gangrýndu kerfið. Þær þóttu ekkert hættulegar en það þóttum við hins vegar því við vildum breyta kerfinu til að bæta hag kvenna.“ Á ÞESSUM ÁRUM VAR ALGENGT AÐ FÓLK BYRJAÐI UNGT AÐ BÚA SAMAN OG ÞAÐ ÞÓTTI SJÁLFSAGT AÐ KONAN YNNI ÚTI Á MEÐAN MAÐURINN VÆRI í HÁ- SKÓLA - HÚN VAR NEFNILEGA TALIN VERA AÐ FJÁR- FESTA í MENNTUN HANS Útlitsdýrkun og óheft frelsi í kynlífi Algengt er að ungar konur segist hafa talið að með kvennabaráttu fyrri áratuga hafi jafnréttismálunum ver- ið komið í lag. Nú virðast margar þeirra vera að átta sig á að svo er eklci. Auður Alfífa kannast við það, hún hélt að búið væri að koma jafnréttismálunum í lag þar til hún fór að kynna sér málin betur. „Það sem mér finnst alvarlegast er útlitsdýrkunin, þessi geðveika pressa á stelpur að vera sætar og sexý og það virðist hafa áhrif á ótrúlega margar stelpur. Gömlu klisjurnar um loðnar og ljótar kvenréttindakonur virð- ast vera í fullu gildi, það er t.d. algengt að heyra sagt að stelpur megi ekki vera með hár undir höndunum eða nánast hvergi á líkamanum. Ég horfði á þáttinn Djúpu laugina nýlega þar sem stelpan sem var að velja strák spurði eingöngu spurninga sem gáfu til kynna nei- kvæðni gagnvart femínistum. Hún spurði hvað strák- unum fyndist um „loðnar konur“, um nektardansstaði og silíkonbrjóst og valdi þann sem fannst nektardans og silíkon í lagi - það sé bara val hvers og eins. Frjáls- hyggjuviðhorfin eru mjög útbreidd og koma líka fram gagnvart vændi. Það er t.d. á stefnuskrá Frjálshyggju- félagsins að ekki mega skerða frelsi kvenna til að velja sér að stunda vændi. Mér finnst mjög undarlegt að sú staðreynd að kyn- ferðisofbeldi hefur aukist skuli ekki vera sett í samhengi við þann aukna þrýsting sem er á stelpur að vera sætar og sexý og þóknast kynlífsórum strákanna. Raunar er jafnmikil pressa á strákana - að þeir séu töffarar og leiki eftii það sem þeir sjá í klámmyndunum. Þessi kynlífs- dýrkun hefur haft mjög slærn áhrif á ungt fólk í dag og í raun eru það allir sem tapa. Margir strákar eru óánægð- ir með þennan þrýsting og þá mýtu að karlmenn „þurfi bara að fá sitt“, sama á hve ruddalegan hátt það er. Mér finnst að strákarnir þurfi að breyta þessu viðhorfi og tjá sig um það að krafan um óheft frelsi í kynlífi sé ekki það sem þeir vilja. Það er eitthvað í samfélaginu sem segir körlum að þeir hafi völdin og margir strákar haga sér samkvæmt því. Ég tel hins vegar að fullt jafnrétti náist ekki fyrr en við höfum útrýmt kynferðisofbeldi. Kynin verða að bera virðingu hvert fýrir öðru til þess að við getum lifað saman í sátt.“ í framhaldi af þessu benda þær mæðgur á blaðið Orðlaus, sem nokkrar ungar konur gefa út, og þeirn fannst lofa góðu í byrjun en hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með hvernig kynlífsáherslan er nú allsráð- andi í blaðinu. „Þær eru alltaf að segja stelpum hvernig þær eigi að vera, í útliti, kynlífi o.s.frv. út frá stöðluðum formúlum sem sjá má í öllum kvennablöðum," segir Auður Alfífa og Þuríður spyr: „Hverjir stjórna mótun- inni? Hverjir vilja að konur séu svona? Kona er í eðli vera/5-6. tbl. / 2003 / 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.