Vera


Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 28

Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 28
/ ÞRIÐJA BYLGJA FEMÍNISMANS Bára Magnúsdóttir Bára Magnúsdóttir er BA íbókmenntum og kynja- fræði. Hún erfélagi í ReykjavíkurAkademíunni og á sæti í ritnefnd Veru. ÞRÚGUR REIÐINNAR »Kemur femínistum við að körlum finnist á sár brotið í faðernismálum, umgengnisráttar- málum eða hvað þeim finnst stórkostlega ósanngjarnt að ráða ekki hvort kona gengur með barn þeirra eða ekki? Finnst okkur umræða um hvað strákar eigi erfitt uppdráttar í skólum áhugaverð? Er það okkar mál hvort þeir eru í kreppu eða ekki? Teljum við að karlar viti ekki að nauðganir, klám, stripp og vændi skaðar konur? Höldum við virkilega að þeim sé ekki sama um hagi okkar og líðan? Er ekki Ijóst að karlar eru rót vandamálsins? 4» Annarrar bylgju femínismi Klisjan um loðnu, reiðu kvenréttinda- kerlingarnar hefur reynst femínistum þung í skauti því enn heyrast raddir þeirra sem reyna að halda henni á lofti. í óðagotinu við að hafna því að allir femínistar séu órakaðar og reiðar hefur verið gengið skrefi of langt. Það er reynt að láta sem þær séu ekki til, eða séu útdauðar. í dag eru nefnilega allir femínistar svo voða jákvæðir, eða það er okkur sagt, að þeir hafa mestar áhyggjur af stöðu drengja í grunnskóla. Svo er hins vegar ekki. Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir fjallar um hinar þrjár bylgjur femín- ismans í greininni „Femínismi - Hvað er það?“ í VERU, l.tbl. 2002, og því er ástæðulaust að fara nánar út í þá skil- greiningu hér. Þar talar hún reyndar ÞÓ HLÝTUR AÐ VERA HÁLFSVEKKJ- ANDI AÐ VERA í FÉLAGI ÞAR SEM LITIÐ ER NIÐUR Á SUMAR GERÐIR FEMÍNISTA - HVERNIG LÍÐUR LOÐN- UM, REIÐUM FEMÍNISTUM (LOÐNAR um annarrar bylgju femínisma í þátíð, eins og hann heyri sögunni til, en það er einmitt það sem ég hef helst við um- fjöllun um annarrar bylgju femínisma að athuga, og þá sérstaklega róttækan femínisma, að það hefur verið látið sem svo að hann sé dauður, jarðaförin hafí farið fram þegar Rauðsokkahreyfingin var lögð niður. Það má vera að Rauðsokkahreyfing- in hafi lagt upp laupana en það er ekki þar með sagt að þær konur sem henni tengdust eða voru henni hlynntar hafi hætt að vera femínistar. Þó enginn hafi verið baráttuvettvangurinn eða fund- irnir er ólíklegt að konur hafi gefið upp á bátinn hugsjónir sínar. Sumir róttæk- ir femínistar fæddust þar að auki eftir tíma rauðsokkanna enda hefur rót- tækni ekkert með ártöl að gera - hug- sjónir deyja ekki þó að ekki sé í tísku að taka afgerandi afstöðu. Skörun Auðvitað skarast annarrar og þriðju bylgju femínismi - sem betur fer. Þriðju bylgju femínismi nýtir sér margt af þeim fyrri (og bætir við eða hafnar einstaka þáttum, eins og „karlhatr- inu“). Þannig að það er kannski ekki mennirnir með (sem sumir þeirra gera ekki). Þó hlýtur að vera hálfsvekkjandi að vera í félagi þar sem litið er niður á sumar gerðir femínista - hvernig líður loðnum, reiðum femínistum (loðnar mussukellingar eins og Andrea Róberts kallaði þær) þegar látið er sem þær séu ekki til? Róttækir femínistar í dag Róttækir femínistar hafa aldrei lagt upp laupana og víða um heim eru þeir enn með skipulagðar hreyfingar. I Banda- ríkjunum eru róttækir femínistar mjög öflugir og minna meðal annars stöðugt á það að konur eigi ekki að taka nöfn eiginmanna sinna við giftingu, hvetja reyndar konur til að giftast ekki, bæði vegna hefða sem fylgja brúðkaupum og þeirrar staðreyndar að hjónabandið er kúgunartæki. Þær neita að þurfa að vera sexý og raka sig hvergi! Þar í landi eru fóstureyðingar sífellt baráttumál og vegna áherslunnar á tjáningarfrelsi hefur reynst erfitt að stemma stigu við ldámi, sem þær berjast hatramlega gegn. Catharine MacKinnon lögfræðingur og prófessor við Michigan háskóla í Bandaríkjunum segir að klám sé ekki tjáning (speech) heldur athöfn (action) MUSSUKELLINGAR EINS OG ANDREA RÓBERTS KALLAÐI ÞÆR) ÞEGAR LÁTIÐERSEM ÞÆR SÉU EKKI TIL? skrítið að sumir annarrar bylgju femínistar kunni ágætlega við sig í Femínistafélagi íslands. Líklega finnst þeim margt líkt og fyrrum, líta svo á að tímarnir breytist (sem þeir gera) og og því eigi lög um tjáningarfrelsi ekkert við um klám. Þar af leiðir að hægt eigi að vera að banna klám án þess að það brjóti gegn 1. grein bandarísku stjórn- arskrárinnar, þeirrar sem fjallar um tján- 28/5 -6. tbl./2003 /vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.