Vera


Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 24

Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 24
/ ÞRIÐJA BYLGJA FEMÍNISMANS »Er vinnan lífið? heitir fyrirlestur sem Eva Bjarnadóttir flutti ásamt skólasystrum sínum úr Kvennaskólanum, Mattheu Oddsdóttur og Laufeyju Helgu, á Hamhleypuráð- stefnunni 19.'júní sl. Þar ræddu þær stöllur um framtíðarsýn ungra kvenna sem sjá mæður sínar og aðrar miðaldra konur undir ofurálagi - í krefjandi störfum, námi með vinnu, að sinna áhugamálum, heimili og börnum. Hvernig er hægt að feta í fótspor þessara ofurkvenna, hvaða leið á að velja og er ekki hægt að hafa álagið aðeins minna? Eva reifaði málið líka á Hitti Femínistafélagsins á Sólon í október. V.ERA ræddi við mæðgurnar Evu Bjarnadóttur og Hrund Helgadóttur um áhuga Evu á femínisma og um það hvernig Hrund kemst yfir að sinna því sem hún er að gera sem hlýtur að teljast fyrsta flokks ofurkonu verkefni. Kynjavíddin gefur nýtt sjónarhorn rætt við mæðgurnar Evu Bjarnadóttur og Hrund Helgadóttur Eva er 21 árs og hóf í haust nám í kynjafræðum við Há- skóla íslands en vinnur líka hlutastarf í ísaksskóla. Hún er í staðalímyndahópi Femínistafélagsins og tók þátt í uppsetningu sýningarinnar Afbrigði af ótta í Ný- listasafninu á Femínistavikunni þar sem ljósi var beint að klámi á innlendu netmiðlunum tilvera.is, batman.is, beygla.is og humor.is. En hvernig kviknaði áhugi henn- ar á femínisma? „Það var eiginlega þegar ég fór að læra félagsfræði í skólanum hjá kennara sem er mjög áhugasöm um efnið og heitir Björk Þorgeirsdóttir. Það voru fyrstu kynni mín af hugvísindum þar sem ég var á náttúrufræðibraut og hafði bara verið að lesa raungreinar. Eg hef alltaf haft áhuga á jafnréttismálum en langaði að vita hvað orðið femínismi þýddi. Ég valdi mér að skrifa ritgerð um femínisma og sökkti mér ofan í allar bækur um efnið sem ég fann á Þjóðarbókhlöðunni,“ segir Eva og bætir við. „Það má líka segja að kvennabaráttan í Kvennaskól- anum hafi gert mig að femínista. Þegar í ljós kom að það voru bara íjórir strákar í framboði til nemendafélags- stjórnar tókum við okkur til fjórar stelpur og buðum fram á móti þeim og við komumst tvær inn, ég og Lauf- ey Helga Guðmundsdóttir. Það var skemmtilegt að taka þáttt í þessu og gerði okkur meðvitaðar um nauðsyn þess að stelpur láti til sín taka og láti ekki bara strákana stjórna." Hrund segist vera mjög ánægð með þennan áhuga Evu á hugvísindum og kynjafræði og hefur fylgst með sívaxandi áhuga hennar á femínisma. Ákvörðun hennar að velja raungreinasvið í menntaskóla var til að loka engum dyrum í framhalds- námi, t.d. á heilbrigðissviði eins og al- gengt er í fjölskyldunni, en Hrund fmnst þetta hið besta mál. „Ég ákvað að byrja á kynjafræðinni meðan ég væri að ákveða hvaða grein ég ætla að velja,“ segir Eva. „Ég ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR valdi auk þess tvö námskeið með kynjafræðilegu sjónar- horni, þ.e. „Mannfræði stjórnmála“ sem Sigríður Dúna Kristmundsdóttir kennir og fjallar m.a. um konur og völd, og „Ingmar Bergmann - uppreisn gegn feðraveld- inu“ sem sænskur kennari kennir. Mér finnst þetta hjálpa mér til að tengja saman í stað þess að læra eftir einni línu. Þegar ég var skiptinemi í Frakklandi í eitt ár fannst mér þessi hæfíleiki þroskast mikið, þ.e. að hlusta og tengja og spekúlera í lífinu. Ég kunni enga frönsku til að byrja með og varð að ímynda mér hvað fólkið væri að segja. Þarna gat ég kippt mér út úr þeirri öfgafullu streitu sem mér finnst ríkja hér á landi, m.a. varðandi útlit og tísku. Þar sem ég var í Frakklandi hugsar ungt fólk ekki svona rosalega mikið um föt eins og hér. Ég gerði líka ýmislegt sem mig langar að gera en hef aldrei tíma til, t.d. lærði ég myndlist og las bókmenntir. Ég fitnaði um tíu kíló en leið bara vel því ég stundaði í- þróttir á fullu, var í karate, badminton og klettaklifri.“ Eva segist vita að sumir karlmenn líti svo á að konur séu minnimáttar en það hefur ekki áhrif á hana. „Mér finnst mikilvægt að breyta þessu viðhorfi hjá ungum karlmönnum og það gerum við auðvitað best með því að vera stoltar af sjálfum okkur og fara okkar eigin leið- ir. Ég hef aðeins fundið fyrir fordómum gagnvart því sem ég er að gera, þ.e. að vera í kynjafræði og starfa með Femínistafélaginu, því engir úr mínum vinahópi völdu þessa leið. En þegar ég útskýri þetta á eðlilegan hátt og er stolt af því, skilur fólk mig og ber virðingu fyrir því sem ég er að gera þótt það sé ekki sammála mér. Það er líka algengt að fólk segist vera jafnréttissinnar en ekki femínistar og vilji að við breytum orðinu því það hafi svo neikvæða merkingu í þeirra huga,“ segir Eva. 24/5 -6. tbl./2003/vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.