Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 26
/ ÞRIÐJA BYLGJA FEMÍNISMANS
englar með vængi. I’að er mjög mikilvægt að við styrkj-
um fagvitund okkar út á við og eflum sjálfstraustið.
Starf okkar er ekki síður mikilvægt en læknastarfið, við
björgum mannslífum og önnumst fólk á öllum sviðum
heilbrigðiskerfisins, auk þess að stunda rannsóknir og
vísindastörf. Við þurfum að vera ófeimnar að kynna
hversu mikilvægt starf okkar er fyrir samfélgið í heild og
bera höfuðið hátt svo að hlustað sé á okkur. Við mótum
sjálfar þau viðhorf sem aðrir hafa til okkar.“
Kynjasjónarmiðin þurfa að komast betur að
Eva segist skilja aðstæður mömmu sinnar sem þarf að
vera í svona ströngu námi einmitt núna. Hún segist
stundum verða vör við streitu þegar hlutir rekast hver á
annan og mamma hennar þarf að vera við tölvuna fram
eftir nóttu. Sjálf vill hún fara öðru vísi að þótt hún við-
urkenni að stundum lendi hún í því að hafa of mikið að
gera. Þegar hún er beðin að horfa fram á veginn segist
hún hafa svipaðar væntingar til lífsins og flestir. Hún
vill mennta sig vel, eignast góðan starfsframa og eignast
maka og börn.
„Mér fmnst vera meiri jákvæðni gagnvart því að vera
heima á meðan börnin eru lítil, bæði hjá stelpum og
strákum, og held að mörgum strákum fínnist alveg eðli-
legt að þeir séu heima. Það er ekki eins ríkt í þeim að
þeir þurfi að vera fyrirvinnan, eins og áður var. í mín-
um vinahópi lítur ungt fólk á sig sem jafningja og sér
fyrir sér framtíð þar sem það deilir ábyrgð á vinnu og
heimili. En ég þekki auðvitað líka dæmi um stelpur sem
vilja bara ná sér í strák sem á íbúð og bíl, svona pakka-
tilboð - einn með öllu, og strákurinn mun afla tekna til
heimilisins. Þær hugsa þá ekki um eigin starfsframa
heldur ætla að vera heima og hafa verkaskiptinguna
eins og hún hefur alltaf verið.“
Að lokum er Eva spurð hvernig hún sjái fyrir sér
framtíð Femínistafélagsins. „Mér fmnst mikilvægt að
auka vitneskju fólks um félagið og eyða fordómum
gagnvart femínisma með almennri fræðslu, t.d. í grunn-
skólum, en þá þarf að endurmennta kennara. Eðlis-
hyggjan er alltof ríkjandi í samfélaginu þar sem fólk seg-
ir bara: „Karlar eru svona og konur eru svona.“ Ég er
farin að horfa allt öðru vísi á heiminn eftir að ég fór að
læra kynjafræði og sé ýmislegt sem ég sá ekki áður. Ég
hef horft á bíómyndir aftur sem eru fullar af staðal-
myndum um kynin en ég tók ekkert eftir því þegar ég sá
þær fyrst. Fólk þarf að átta sig á því að við erum að tala
um mannréttindi, ekki bara kvenréttindi, þegar við vilj-
um að kynjasjónarmiðin séu höfð að leiðarljósi þar sem
ákvarðanir eru teknar. Það er ekki hagur karlmanna að
hafa hlutina eins og þeir eru.“
Hrund tekur undir það og segist hafa mjög gaman af
að fylgjast með þessu áhugamáli dóttur sinnar og fá nýj-
ar hugmyndir. „Það er nauðsynlegt að hrista upp í okk-
ur þessum eldri konum. Mér finnst frábært að fá tæki-
færi til að hugsa málin upp á nýtt og fá annað sjónar-
horn. Það þarf að efla fræðslu um jafnréttismál í skólum
og koma þeim betur að í fjölmiðlum og stjórnmálum,“
segir Hrund að lokum.
Gjafakort í Borgarleikhúsið - gildir endalaust
Kr. 2.500 gjafakort fyrir einn • kr. 5.000 gjafakort fyrir tvo
SPARIÐ TIMfti
Hringið í 5688000
eða sendið post
ÍSuíSS^er
oeheimilisfang.
Viðsendumgjafakortðhe^
bér að kostnaðarlausu.
BORGARLEIKHUSIÐ