Vera


Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 44

Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 44
margir viðruðu andúð sína á birtingu þeirra. Fólk ákvað að láta í sér heyra, sendi póst á ritstjórn Mannlífs og mótmælti. Mér er nær að halda að kraumandi femínískur bar- áttuhugur í samfélaginu hafi valdið því að þetta mál var tekið upp í fréttum sjónvarps og það fordæmt. Nýlegt dæmi má líka nefna þegar barnablaðið Æskan tók heil- síðu undir myndir af stúlkum í g-streng og lét að því liggja að þetta væri tískan í dag - bómullarnærbuxur þættu ekki flottar lengur. Það varð einnig að fréttamáli vegna þess að fólk er almennt að vakna til vitundar um að slíkt er ekki í lagi og það vill gera eitthvað til þess að breyta því. Þess ber að geta að sterk viðbrögð neytenda urðu til þess að Æskan sendi afsökunarbeiðni til for- eldra.“ Einhverjir gætu eflaust sagt: Auglýsingar sem birta staðalímyndir hljóta að vera búnar til vegna þess að hin auglýsta vara selst íyrir vikið. Sýnir það ekki þegjandi samkomulag seljenda og kaupenda um að viðhalda óbreyttu ástandi? „Það er rétt. Þó að óánægjan með það hvernig konur eru sýndar í auglýsingum sé mjög útbreidd heyrist þetta oft: Þetta eru bara viðskipti, þetta selur og meðan það er ekki ólöglegt hlýtur fólki að finnast það í lagi. Ekki þarf að hugsa um siðferði eða samfélagslega ábyrgð ef það er samasemmerki milli þess sem selst og þess sem er leyfi- legt. Ef auglýsendur hugsa svona, þýðir það að neytend- ur verða að fara að hugsa eins. Þeir eiga að neita að um- bera það sem þeim líkar ekki og þeir eiga að láta í sér heyra: „Ókei, ef þetta eru bara viðskipti, þá ætla ég að passa mig á því að kaupa ekki vöruna sem svona er sett fram. Ég nota ekki peningana mína til þess að styrkja Jólagjöf femínistans rnm w I Jfcf. ■* ’ . ?l Áskrift að Veru er tilvalin jólagjöf, fræðandi og skemmtileg í senn. Áskrift að VERU er góð jólagjöf til dóttur, systur, mömmu, vinkonu, frænku og til karlanna í lífi þínu eða frá þértil þín. í jólatilboði Veru eru 6 síðustu blöðin, geisladiskurinn Stelpurokk og áskrift árið 2004, allt á 4.900 krónur. Sendu tölvupóst á askrift@vera.is, hringdu í síma 552 6310 eða komdu við hjá okkur á Laugavegi 59, 4. hæð og fáðu pakkann tilbúinn! Áskrift að Veru er jólagjöf sem gleður allt árið! fólk sem er að gera það sem mér finnst rangt.“ Með því gerum við markaðinn gagnvirkan en fram að þessu hef- ur viðskiptaheimurinn ákveðið hvað er í boði og fólk síðan keypt, hvort sem því líkar framsetningin eða ekki. Neytendur hafa of lengi upplifað sig áhrifalausa en raunin er sú að þeir hafa gríðarleg áhrif í markaðsþjóð- félaginu og urn leið og þeir fara almennt að hugsa á þessa leið, þá getum við breytt því sem við viljum." Kraftur rauðsokkanna og húmor Nú er talað urn annarrar og þriðju bylgju femínisma þegar skeggræddur er munurinn á kvennahreyfingunni á áttunda áratugnum og Femínistafélaginu. Finnur þú einhvern mun á þessum tveimur bylgjum? „Ég ber mikla virðingu fyrir rauðsokkunum,“ segir Katrín Anna með áherslu. „Þær komu gífurlega mörgu áleiðis og gerðu mjög margt gott en áherslur þeirra voru að sjálfsögðu miðaðar við þjóðfélagið eins og það var þá. Femínistafélagið hefur áherslur sem eru miðaðar við þjóðfélagið eins og það er í dag. Ég verð alltaf ofsalega pirruð þegar ég hitti fólk sem segir: „Þið í Femínistafé- laginu eruð svo frábærar, þið eruð ekki svona öfgafullar og reiðar kerlingar eins og rauðsokkurnar voru.“ Eins og það var nú mikill húmor og kraftur í þeim. Við settum á þessu ári upp sýninguna Afbrigði af feg- urð, um mótmæli gegn fegurðarsamkeppnum í gegnum tíðina. Þar var margt sem sýndi hvað rauðsokkurnar voru skemmtilegar og uppfinningasamar. Þær komu með slagorðið „Manneskja, ekki markaðsvara", sem við í Femínistafélaginu höfum aftur tekið í notkun, og burðuðust með stórt líkneski nteð þeirri áletrun í 1. maí göngu árið 1970. Þetta slagorð á aldrei betur við en í dag enda hefði fólk betur hlustað á rauðsokkurnar og kom- ið í veg fyrir klám og kynlífsvæðingu samtímans. Svo var náttúrlega óborganlegt þegar kvennafram- boðskonur mættu á borgarstjórnarfund í síðkjólum með borða og kórónur til þess að bregðast við ummæl- um Davíðs Oddssonar á Ungfrú Reykjavík. „Ef þessi föngulegi hópur væri Kvennaframboðið myndi ég ekki þora að bjóða fram á móti þeim,“ sagði hann eða eitt- hvað á þá leið sem gaf skýr skilaboð um að útlitið væri skynsamlegasta vopn kvenna. Við erum að hluta til með sömu baráttumálin og rauðsokkurnar voru með, þó að baráttutæki okkar séu önnur vegna þess að margt af því sem þær börðust fyrir hefur eklci áunnist ennþá. Sumt er um það bil að kom- ast til framkvæmda núna, eins og til dæmis feðraorlofið sem á áttunda áratugnum var telcið til marks um ótrú- legar öfgar í málflutningi rauðsokkanna. Annað hefur alveg náð í gegn, eins og umræða um leikskólamálin sem voru talin einkamál kvenna en eru nú jafn sjálfsögð í þjóðfélagsumræðunni og sjávarútvegurinn.“ Þú kemur ekki auga á neitt sem rauðsokkurnar gerðu beinlínis vitlaust og þið ætlið að breyta? „Áreiðanlega hafa þær gert eitthvað vitlaust. Ég þekki engan sem alltaf gerir allt rétt og það gerum við í Femínistafélaginu sennilega elclci heldur. Aðalatriðið er að það sé stöðugt verið að vinna í jafnréttismálum og það verður aldrei sagt of oft að jafnrétti kemur elclci að sjálfu sér. Ég var að spjalla við eina rauðsokku um dag- inn sem sagði mér að þegar hún liti til baka fyndist henni að rauðsokkurnar hefðu átt að vinna betur í því að taka fyrir starfsheiti og leggja til breytingar á öllum 44 / 5-6. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.