Vera


Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 27

Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 27
^ Vilborg Sigurðardóttir Fyrsta, önnur og þriðja bylgja femínismans Kvenréttindahreyfing 19. aldar fæddist inn í rammstaðnað karla- samfélag. Þar sást ekki kvenper- sóna, miðaldra og gamlir karlar söfnuðust saman og réðu ráðum sínum, konurnar voru rækilega útilokaðar frá öllum skipulags- málum, málsmeðferð, vitneskju og þátttöku - að ég nú ekki tali um ákvarðanir sem vörðuðu ann- að en heimilishald og barna- umönnun, meðferð gæludýra, matargerð og umsjón með þjón- ustufóiki á heimili. Konurnar gerðu þá kröfu að vera teknar inn í samfélagið í stað þess að standa utan við það. Þær vildu fá að vera með í stjórnmálum og atvinnulífi - bara það. Þær voru ekki að tala um að bylta samfélaginu eða rústa gildismat. Þær vildu bara vera með og ráða sér sjálfar. Andbyrinn var ótrúlegur. Karlarnir risu upp á aíturfæturna og reyndu að hrinda þessum straumi til baka með rökum og ræðum og sam- ræmdum aðgerðum - næstum því með handafli á stundum (í Bret- landi á fyrstu árum 20. aldar). Ég er nýbúin að lesa fyrra bindi ævisögu Jóns Sigurðssonar eftir Guðjón Friðriksson. Átakanlegt kvenmannsleysi blasir þar við á öll- um sviðum, ekki bara á fundum og þingi heldur líka í veislum og mann- fagnaði. Karlar, karlar, karlar!!! Nýja kvennahreyfmgin á 6. og 7. áratug 20. aldar kviknaði á hálf- kulnuðum glæðum hinnar gömlu sem var fallin í lygnan farveg, nærð- ist á sjálfri sér og var lítt sjáanleg í samfélaginu. Margir litu svo á að görnlu kvenréttindabaráttunni hefði lokið með sigri. Barist var fýrir póli- tískum og lagalegum réttindum kvenna og því marki var náð. Það var því líkast sem konur hefðu ekki tækifæri til né hug á að notfæra sér þau réttindi. Mismununin blasti all- staðar við hvert sem litið var: tekjur, atvinnutækifæri, námsmöguleikar, félagsstarfsemi og mætti svo lengi telja. Giftar konur voru hlekkjaðar við heimilið og ógiftar konur sættu kaupþrælkun. Vildum menningarbyltingu, breytta kvenímynd Konurnar í nýju vinstri hreyfing- unni vildu breyta sanrfélaginu, gera menningarbyltingu, breyta kven- ímyndinni, fletta ofan af kúguninni og hrinda henni af sér. Til þess varð að beita ýmsum aðferðum og sum- um róttækum. Markmiðið var ekki að vinna til vinsælda í karlaheimin- um, kannski frekar að afneita hon- um og byggja nýjan. Mikil gróska og gleði ríkti í nýju kvennahreyfing- unni, bæði hér á landi og í ná- grannalöndum. Birtingarformin voru dálítið mismunandi eftir löndum. Hér á landi bar mest á kröfum sem snertu atvinnulíf og heimili. Launa- misrétti, réttindaleysi kvenna og útilokun frá fjármunum og mikil- vægunr póstum var himinhrópandi. Margar konur í nýju kvennahreyf- ingunni voru hissa og svekktar á því hve margar konur i tryggum efna- legum aðstæðum en áhrifalausar og innilokaðar á heimilum sínum í skjóli eiginmanna með miklar tekj- ur / eignir, voru blindar á eigin að- stæður og stundum fjandsamlegar í garð frelsisboðenda. Vitundarvakn- ingin inn á við varð ekki síður mik- ilvæg en baráttan út á við fyrir sýni- legum breytingum í réttlætisátt. Nýtt gildismat varð krafa dagsins. Svo fór nú að nýja kvennahreyfmg- in eltist og breyttist, sumar lcröfur hennar stofnanavæddust, sumar runnu inn í samfélagsvitundina og þykja nú eðlilegar og sjálfsagðar, áherslubreytingarnar urðu smám saman að næstum því lygnum straumi, þó ekki eins lygnum og gamla kvennabaráttan var komin í á sínum tíma. Verður að halda baráttunni vakandi Því er það óblandin ánægja að fylgj- ast með nýjum hræringum sem Vilborg Sigurðardóttir var frumkvöðull í starfi Rauðsokkahreyfingarinnar frá upphafi og til árs- ins 1977. Hún tók þátt í undirbúningi að stofnun Kvennaframboðsins í Reykjavík en starfaði ekki með eftir það. Vilborg var kennari við Lindargötu- skólann í Reykjavík og síðar Fjölbrautaskólann við Ármúla þar til hún fór á eftirlaun á síðasta ári. fóru að láta á sér kræla fyrir nokkrum árum og þéttust síðan í Femínistafélag íslands sem ég er búin að fylgjast með af nokkurri vongleði undanfarið. Ég var farin að óttast að ekkert mundi gerast á þeim vettvangi. Merkar konur í valda- og áhrifastöðum á eigin for- sendum eru í mínum augum ómet- anlegar og vekja gleði, stolt og nýjar vonir - en það er ekki nóg. Barátt- unni verður að halda vakandi - halda glóðinni við. Það er ekki ónýtt þegar harðvít- ugar, hámenntaðar og réttsýnar konur - margar og ungar, ekki spill- ir það! - kynna niðurstöður rann- sókna, standa saman að því að berj- ast gegn hryllingi eins og klámbylgj- unni, vændi, mansali og kynlífs- þrælkun - ásamt því að styðja hver aðra í sjálfsögðum kröfum eins og launajafnrétti karla og kvenna, þátt- töku karla í heimilishaldi og barna- umönnun - þótt mér finnist það í aðra röndina hart að þeim kröfum skuli ekki hafa verið mætt fyrir langa löngu. Ekki mun af veita að taka hönd- um saman og gæta þess sem þó hef- ur náðst og vinna nýjar lendur. Þar sýnist mér Femínistafélagið vera lík- legt til stórræða. vera /5-6. tbl. / 2003 / 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.