Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 60
Guðrún M. Guðmundsdóttir
/ FEMÍNÍSKT UPPELDI
»Eitt af því dýrmætasta sem ég öðlaðist við að verða femínisti er samkennd með rétt-
indabaráttu ýmissa hópa sem eiga það sameiginlegt með konum að standa utan þess
hóps sem ríkjandi samfélagsnorm eru miðuð út frá, þ.e.a.s. hvítum, gagnkynhneigðum,
vestrænum, ófötluðum, vel menntuðum, kristnum körlum í góðum efnum. Við það að
verða femínisti lukust augu mín nefnilega upp fyrir allskyns ranglæti sem ég áður hafði
ekki tekið eftir. Lúmsk-rasískar athugasemdir á borð við: „Ég hef ekkert á móti þessu fólki
svo lengi sem það reynir að aðlagast okkar menningu," fóru að koma óþægilega við mig.
Svo og yfirlýsingar með létt-hómófóbísku ívafi, samanber: „Lesbíur og hommar eiga auð-
vitað að hafa fullan rétt til að gifta sig en er ekki fulllangt gengið að þau fáilíka að ætt-
leiða börn?!" fór að stinga óþægilega.
*
Eftir á að hyggja sé ég að þessi rétt-
lætisvakning mín var í raun afar eðli-
legur fylgifiskur þess að verða
femínisti þar sem að innan ismans
leynast gagnleg tól til að svipta hul-
unni af allskonar óréttlæti, að hverj-
um svo sem það kann að beinast,
sem viðgengst í samfélaginu og þykir
jafnvel sjálfsagt.
Innrásin í írak og hernám þess álít
ég vera eitt grófasta dæmi um vald-
níðslu sterkra afla gegn hinum veikari
sem ég hef orðið vitni að og kom það
mál mér í allsherjar óstuð. Ég skynjaði
mig þvingaða til að sitja undir þrot-
lausum áróðri ríkustu og valdamestu
þjóða heims um nauðsyn þess að
ráðast inn í pólitískt einangrað, van-
máttugt og óvinsælt múslímaríki og
kallaði það fram hjá mér varnarvið-
brögð. Margir hrifust af sannfæring-
arkrafti hinna valdamiklu - bæði
þjóðir, einstaklingar og jafnvel nokkr-
irvina minna (mértil mikillar skelfing-
ar), og lögðu þannig blessun sína yfir
loftárásir sem murkuðu lífið úr þús-
undum írakskra borgara, særðu fleiri,
jöfnuðu íbúðarhús, skólabyggingar,
sjúkrahús og hvað ekki við jörðu og
til að bæta gráu ofan á svart var
ódæðið framið f nafni réttlætis, friðar
og lýðræðis.
Þrátt fyrir að bandamenn íslend-
inga eignuðu sér skilgreiningarrétt-
inn á því hvað væri rétt og rangt í
þessari deilu, eins og gengur með þá
sem eru valdameiri, gekk þeim þó
engu að síður illa að færa fram full-
nægjandi rök fyrir árásinni. Þegar til
dæmis kunngert var að ekki væri
möguleiki að tengja Al-Kaida hryðju-
verkasamtökin við ríkisstjórn Saddam
Hussain varð meint efna- og kjarna-
vopnaeign (raka að meginrökunum.
Þannig hélt örvæntingarfull leit
þeirra að réttlætingu áfram fram að
innrás og óhætt er að segja að henni
sé ekki enn lokið. Ósamræmið skal
ekki undra því víst er að hinar raun-
verulegu ástæður að baki innrásar-
innar og hernámsins myndu ekki
standast alþjóðalög. Ég vona að
minnsta kosti að græðgi í olíulindir
annarra þjóða, ný-heimsvaldastefna
og karlmannlegt stolt George W.
Bush yngri, (sem taldi það skyldu sína
að Ijúka verki sem faðir hans hóf á for-
setaferli sínum), myndu ekki uppfylla
kröfur alþjóðasamfélagsins á stríðs-
brölti.
Að vera staðfastur íslendingur
Á meðan á öllum þessum íraksósköp-
um stóð spunnust miklar og oft heit-
ar umræður um málið á heimilinu,
(þ.e. sambúðarfólk, börn og stjúp-
börn). Okkur fullorðnu fjölskyldu-
meðlimunum ofbauð svo þessi vest-
ræni hroki, sem afhjúpaðist skýrt í
þessu máli, að við fundum okkur knú-
in til að hefja pólitískt friðaruppeldi
þegar í stað og notuðum tækifærið
jafnframt til að leiða samræðurnar
inn á ýmis tengd málefni, svo sem
rasisma, múslímafordóma, vopn,
60 / 5-6. tbl. / 2003 / vera