Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 71
/ DAGBÓK KÚABÓNDA
Stolt af því að vera bóndi
Það er frábært veður þegar þetta er skrifað, þann 15. október. Rigningarúði, alveg logn
og kýrnar úti að bíta gras og kál. Strax kominn miður dagur og ég er sannast sagna ekki
búin að gera neitt af því sem ég ætlaði mér í dag. Jú, baka svolítið og elda, vaska upp,
henda í vél - þið vitið þetta sem maður gerir á hverjum degi og tekur varla eftir. Hugurinn
á allt öðrum stað á meðan, reikar hingað og þangað.
<1»
I dag hef ég hugsað mikið til ungu konunnar sem heimsótti okkur fyr-
irtveimurárum og spurði hvenærvið mjólkuðum, hvort það væri einu
sinni á dag, eða einu sinni í viku? Þá var hún búin að stoppa hjá okkur
í þrjá daga og hafði ekki tekið eftir því að kýr voru mjólkaðar tvisvar á
dag. Ég fór að velta fyrir mér yfir uppvaskinu hvort þetta væri ekki
bara eðlilegt að hugsa svona (fyrir tveimur árum fannst mér þetta
ótrúleg heimska...) þar sem hverfandi lítill hluti af íslendingum eru
enn bændur. Þótt ýmislegt sé kennt um landbúnað fyrr og nú í okkar
góðu skólum, þá er ég hrædd um að margir séu komnir svo langt frá
daglega lífinu í sveitinni að það sé ekkert skrítið þótt fólk um þrítugt
og yngra en það spyrji hvenær kýr séu mjólkaðar og úr hvaða spenum
súrmjólkin komi, hvenær kindum sé smalað og hvernig þær komist
upp á fjöllin og hvernig sæðarinn geti búið til kálf í kúna!
Allir alltaf aðtala og tala
Það er dagur kvenna í dreifbýli í dag, líka afmælisdagurinn hennar
ömmu sem er orðin 86 ára. Það eru ekki öll börn sem fá nú að njóta
þeirra forréttinda að alast upp í sveit í daglegum tengslum við Iffið og
starfið þar. Þegar amma var lítil bjuggu flestir í sveitum og þéttbýlis-
staðirnir voru tengdir þeim á marga vegu. Nú fara sveitir og byggðar-
lög í eyði og þéttbýlisstaðirnir minnka og minnka, þangað til þeir loks
verða aðallega tveir, ef svo heldur fram sem horfir. Þetta eru allir að
tala um, alltaf, en er eitthvað að breytast þannig að þetta snúist við?
Eru ekki bara allir alltaf að tala og tala?
Eiginlega á ég bara ekki orð. Svo ég læt bara sérviskuna tala:
Himingeimurinn þúsundir vetrarbrauta stjarna, tungla, sóla, geimskipa óravíddir, óravegu en grænar grundir og gróin engi
<c gufuhvolfseindir, örveruatóm berfættir krakkar i grasi
kjarnorkukraftar ilmuraftöðu, baulandi kýr
> ce sýndarviddir og veruleikar sísvangir, starfandi litlir pjakkar
vuu un örmagna æska i tölvuflækju veröldin elskar jú bera fætur
eirðarleysi og eiturbrækju og ástarleiki um sumarnætur
eitthvað sem er eða er kannski ekki alvöru lífsem er fast í hendi
slik afbökuð tilvera heillar mig ekki ég óska mér þess að það aldrei endi.
Dagur kvenna í dreifbýli
Á degi kvenna í dreifbýli óska ég íslendingum þess að taka upp nýja
stefnu í landbúnaði sem leiðir til gæfu og búsældar, svo við megum
eiga blómlegar sveitir á nýjan leik. Ég óska bændum farsældar og þess
að þeir fái stöðugt hærra verð fyrir sínar frábæru afurðir sem eiga sér
ekki sinn líka í heiminum og framleiðsla þeirra og lífsstíll verði metið
að verðleikum og verði öðrum starfsstéttum til fyrirmyndar. Ég óska
bændum samstöðu í hugsun og hjarta svo þeir taki óhræddir og
ófeimnir sinn skerf af kökunni sameiginlegu og hefji til vegs og virð-
ingar fólk sem metur og talar jákvætt um landbúnað á íslandi og vill
beita sér fyrir hagsmunum bænda. Ég óska öllum börnum þess að fá
að kynnast sveitalífinu, hlaupa um berfætt í grasinu og taka þátt í dag-
legum störfum.
Á degi kvenna í dreifbýli, og alla aðra daga líka, finn ég hvað ég er
stolt af því að vera bóndi.
Lifið heii, öll með ykkar sérvisku, Jóhanna Helga.
Kærleikskúla til styrktar fötluðum börnum
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur Kærleikskúluna út í fyrsta sinn
nú fyrir jólin. Ætlunin er að ný kúla komi út ár hvert, skreytt verkum ís-
lenskra listamanna. Kærleikskúlan 2003 er blásin glerkúla með mynd
eftir Erró. Allur ágóði af sölu kúlunnar rennur til eflingar starfsemi
Reykjadals í Mosfellsdal en í ár eru 40 ár liðin frá stofnun hans og er
hann opinn öllum þeim sem ekki geta notið annarrar sumar- eða
helgardvalar vegna fötlunar sinnar.
Biskup (slands herra Karl Sigurbjörnsson blessaði kærleikskúluna
með eftirfarandi orðum:
Blessun Quðs fylgi þessum fagra grip. Blessaður sé sá hugur
og þær hendur sem mótuðu hann, blessaður sé sá sem gefur
og þiggur, blessuð séu þau sem njóta munu.
Þarsem góðvild og umhyggja eru að verki, þar er Guð og
englarnir hans björtu, góðu. Sú birta og góðvild lýsi þér.
Kærleikskúlan verður seld 10. - 24. des. í Villeroy og Boch, Kringl-
unni, Kokku Laugavegi 47, Home Art Smáralind og hjá Styrktar-
félagi lamaðra og fatlaðra, Háaleitisbraut 11-13.
vera / 5-6. tbl. / 2003 / 71
Jóhanna Helga Halldórsdóttir