Vera


Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 50

Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 50
Sigrún Gunnarsdóttir / HEILSA Hamingja og heilsa »1 síðasta pistli ræddi ég um hvaða áhrif virðing og viðurkenning geta haft á líðan og heilsufar. Ég nefndi að þessi áhrif hafa verið skoðuð meðal Óskarsverðlaunahafa og þá var sýnt að verðlaunin geta jafnvel haft góð áhrif á heilsufar verðlaunahafanna! Hamingja og heilbrigði eru nátengd og talað er um að allar gjörðir okkar miði á einn eða annan hátt að því að okkur líði vel og séu til að auka hamingju okkar. Næsti kapítuli á eftir þeirri staðhæfingu gæti síðan fjallað um það hvort þessi vellíðan sem stefnt er að sé til lengri eða skemmri tíma, hvort við tjöldum bara til einnar nætur þegar við tökum ákvarðanir sem lúta að vellíðan og ham- ingju. Þegar þeirri spurningu er svarað væri gott að hafa með sér heimspeking eða guðfræðing til að ræða um sið- fræðina í því sambandi og um tilgang lífsins. Allkunna er að Islendingar koma einstaklega vel út úr könnunum sem bera saman hamingju þjóða. Hitt er líka kunnugt að mæl- anleg hamingja helst í hendur við efnahag, þ.e. þær þjóð- ir sem ná ákveðnu lágmarki um þjóðartekjur mælast hærra en hinar sem liggja lægra í efnahagslegum mæling- um. Þannig hefur aukinn efnahagur jákvæð áhrif á ham- ingjuna. En fleiri þættir tengjast hamingju. Til dæmis hef- ur atvinna áhrif, og þá sérstaklega hvort fólk hefur atvinnu eða ekki. Að eiga fjölskyldu skiptir máli, sama er að segja um góða heilsu og síðan hefur upplifun á frelsi, trausti og trú sterk áhrif á hamingju. Samskipti eru hamingjuaukandi Breski hagfræðingurinn Richard Layard bendir á að þrátt fyrir efnahagslegar framfarir almennt á síðustu öld mælist hamingjan ekki meiri. Hamingjustuðull Bandaríkjamanna nú er til dæmis svipaður, og jafnvel aðeins lægri en hann var fyrir um 50 árum, þrátt fyrir efnahagslega uppsveiflu síðustu áratugi. Hvað ætli valdi þessu? Layard bendir á að við aðlögumst sífellt aðstæðum okkar, tökum gefið það sem ávinnst og sækjumst smátt og smátt eftir meiru. Á sama tíma fer fram mikill samanburður og samkeppni og hver keppist við að hafa betur í þeirri keppni. Téður Layard bendir líka á að ein megin breytingin í samfélaginu undanfarin 50 ár sé sjónvarpið. Að meðaltali horfir vestrænn þegn á sjónvarp í tvær til fjórar klukku- stundir á dag og fátt ýti meira undir samanburð en að horfa á hvernig aðrir hafi það og hvernig aðrir líti út á sjónvarps- skjánum. Þessi samanburður getur veikt sjálfsmyndina og ýtt undir óánægju með eigin hag. Aðrar breytingar sem orðið hafa undanfarna áratugi eru einnig vaxandi fólks- flutningar og hraðar breytingar á vinnuhag fólks sem hvoru tveggja dregur úr öryggi og trausti, kjölfestum hamingju. En hvenær líður okkur svo vel að við segjumst vera hamingjusöm? Umræddur Layard dregur fram atriði sem fólk tengir hamingju. Á lista yfir atriði þar sem fólk er ham- ingjusamt er kynlíf í efsta sæti, þar á eftir félagsskapur eft- ir vinnutíma, þá kvöldmaturinn og slökun. í miðjunni á list- anum er sjónvarpið en allra neðst er að fara í vinnuna á morgnana. Á öðrum lista eru þau sem fólk segist vera hamingjusamt í samneyti við. Á þessum lista eru vinir efstir, þá foreldrar og fjölskylda, maki og börn en neðst er vesalings yfirmaðurinn. Það góða sem tengist hamingju snýst mikið til um samskipti og það sem er síst hamingju- aukandi tengist líka samskiptum. Góður tilfinningalegur aðbúnaður Nýlega var haldið upp á Geðræktardaginn með pompi og prakt og tilkynnt um framhald á því ágæta verkefni. Geð- rækt er mikið þarfaþing, því þrátt fyrir íslensku hamingj- una er enn verk að vinna. Til dæmis ber okkur skylda til að standa vörð um það sem gott er og styrkja það enn frekar. Hvernig getum við tryggt öryggi og traust sem eru for- sendur hamingju og vellíðunar til líkama, sálar og anda? Örugg og traust samskipti einkennast af skilningi og virð- ingu. Slík samskipti má kalla góðan tilfinningalegan að- búnað, eins og ég heyrði talað um nýlega. Á Geðræktardeginum var Geðræktarstjarnan veitt þeim sem ber af í geðræktarmálum. Verðlaunastjarnan var í ár veitt Elínu Ebbu Ásmundsdóttur iðjuþjálfa og lektor sem er hugmyndasmiður og drifkraftur margra skemmtilegra verk- efna til geðræktar. I’ tilefni verðlaunanna sagði Elín Ebba frá aðdáun sinni á þeim sem skera sig úr, eru á einhvern hátt öðru vísi en hin. Hún talaði líka um mikilvægi þess að ein- beita sér að styrkleika fólks, að leita að möguleikunum hjá hverjum og einum. Slík nálgun grundvallast á umburðar- lyndi og virðingu og leggur rækt við öryggi og traust. Glæsileg i: blaö - spesisiamdí uppskríftír! - 25°/o afsláttur lil áskrífenda: sími: 565-4610 Okcypís prjónaklúbbur: www.linna.is k___________________________________________________________J 50/5-6. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.