Vera


Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 25

Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 25
Fyrirmyndir í sterkum konum Hrund er 46 ára hjúkrunarfræðingur og stofnandi Hjúkrunarþjónustunnar Karitas sem sinnir einkum krabbameinssjúklingum í heimahúsum. Hún er að afla sér B.Sc. gráðu í hjúkrun við Háskóla Islands og í byrj- unarnámi að mastersgráðu í Iíknandi meðferð við Há- * skólann á Akureyri. Þar fyrir utan er hún á öðru ári í sálgæslunámi við Endurmenntunarstofnun HÍ og tekur einn kúrs þessa önn um sálgreiningu og kristna trú. Hrund hefur verið félagi í kvennakórnum Léttsveit Reykjavíkur frá upphafi en í kórnum eru 120 konur og segir hún það frábæra skemmtun, söngurinn og kór- starfið gefi sér góðan félagsskap og kraft. Hún á líka 8 ára gamlan son, Snorra Örn, sem hún hefur alið upp ein en hann dvelur hjá föður sínum einn dag í viku og eina helgi í mánuði. „Þetta er allt mjög skemmtilegt og tengist starfi mínu mikið,“ segir Hrund þegar hún lýsir námi sínu enda vön að þurfa að útskýra af hverju hún er að leggja þetta allt á sig. „Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á masters- nám í líknandi meðferð á íslandi og ég þorði ekki sleppa því. Það hefði auðvitað verið þægilegra ef þetta hefði boðist seinna en svo var ekki. Mamma hefur verið mjög hjálpleg að passa Snorra Örn þegar ég þarf að vera á Ak- ureyri þrjá daga í mánuði vegna námsins. Hún og pabbi, sem dó fyrir tveimur árum, hafa alla tíð verið ómetanleg hjálp við barnauppeldið." Þegar Hrund er spurð um viðhorf til kvennabaráttu segist hún ekki hafa hugsað mikið um þau mál og aldrei tekið beinan þátt í slíku starfi. „Auðvitað hefur kvennaumræðan sem átti sér stað þegar ég var að alast ÉG HEF AÐEINS FUNDIÐ FYRIR FORDÓMUM GAGN- VART ÞVÍ SEM ÉG ER AÐ GERA, Þ.E. AÐ VERA í KYNJA FRÆÐI OG STARFA MEÐ FEMÍNISTAFÉLAGINU, ÞVÍ ENGIR ÚR MÍNUM VINAHÓPI VÖLDU ÞESSA LEIÐ upp síast inn í mig. Mér hefur alltaf fundist sjálfsagt að ég gerði það sem mig langaði til, það væri engin hindr- un að ég væri kona. Ég var t.d. ákveðin í því að fara út í heim og vinna sem hjúkrunarfræðingur að námi loknu. Það breyttist þó þegar Eva fæddist. Það hefur líklega mótað mig mest að eiga móður sem var sjómannskona, sjálfstæð og sterk. Hún fór í háskólanám á miðjum aldri og vann sem bókasafnsfræðingur þar til nýlega." „Mamma hennar var líka sterk kona, langamma mín,“ skýtur Eva inn í og Hrund samsinnir því. „Hún skildi við mann sinn, sem var ekki mjög algengt á þeim tíma, og sá ein um heimili og börn eftir það. Þessar sterku konur eru auðvitað fyrirmyndir mínar.“ Hrund segist ekki hafa fundið fyrir erfiðleikum vegna skorts á leikskólaplássi, eins og margir foreldrar af hennar kynslóð, því börn hennar fengu pláss á leik- skólum spítalanna. En þegar hún hugsar sig betur um varðandi kynjamisrétti segist hún sannarlega hafa fund- ið fýrir því gagnvart starfi sínu. „Hjúkrun er vísinda- grein sem að mestu er skipuð konum og ég finn vel fyr- ir því að hún er ekki virt til jafns við læknisfræðina. Konur í læknastétt njóta mun meiri virðingar en hjúkr- unarfræðingar - við erum bara álitnar góðar konur eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.