Vera


Vera - 01.10.2003, Síða 52

Vera - 01.10.2003, Síða 52
Heiða Eiríksdóttir / TÓNLIST LHASA-LA LLORONA Grátgrýlan ógurlega Lhasa De Sela er hálf-amerísk, hálf-mexíkönsk tónlistar- kona sem hefur verið búsett í Montreal síðan 1991. Árið 1997 gaf hún þennan geisladisk út með hinum fransk- kanadíska Yves Desrosiers. Hún semurtexta en lögin eru samvinna þeirra. Hún hefur alveg einstaka túlkunarmögu- leika í rödd sinni sem getur verið hunangsblíð en fengið umsvifalaust á sig ráman og næstum Ijótan blæ, eins og eitthvað sært dýr sem er að hvæsa á óvin sinn. Það má segja að hún sé líka að því en textarnir fjalla margir um hennar særða hjarta og þjáningar hennar almennt og sendir hún gömlum elskhugum tóninn fyrir að hafa farið illa með sig. Hún hefur þó húmor fyrir því að hún hljómi eins og grátþrungin kona því nafn plötunnar, La Llorona, þýðir einmitt grátkona. Grátkona þessi ertekin úr mexíkönskum ævintýrum en þar er hlutverk hennar ekkert ósvipað Grýlu gömlu á ís- landi. Ef börnin eru ekki stillt kemur grátkonan og vælir þar til þau breytast í stein! Þessi Ijóti tónn í rödd hennar venst þó afskaplega vel og er svo sannarlega tilbreyting frá Britneyum og Cristinum poppsins sem allar vilja hljóma eins og blanda af litlum sætum kettlingum og breimandi læðum. Lhasa hefur fundið sinn eigin söngstíl sem er sprottinn úr alvöru tilfinningum en ekki framleiddur af stórfyrirtækjum í markaðsfræðum. Það er í raun og veru fallegt að syngja þannig að harmurinn sem sungið er um skili sér beint út í hljóm lagsins. Lög þeirra Lhasa og Yves eru sum djass-skotin en franskir tilfinningasöngvarar fyrri tíma, eins og Jaques Brel og Edith Piaf, hafa líka sín áhrif hér, en í raun eru ústetn- ingarnar afar fjölbreyttar. Lögin eru flest bæði þung og grípandi, hvernig sem það fer mögulega saman, en eiga sameiginlegt að vinna á við margar hlustanir. Gítarar eru alls staðar mjög áberandi í útsetningum, bæði klassískir, flamenco og lap-steel, og einnig eru ásláttarhljóðfæri not- uð á margan skemmtilegan hátt. Yves er potturinn og pannan í þessari fjölbreytni og frumlegu útsetningum en hann spilar á alla gítara, ásamt því að spila á harmónikku, banjó og ásláttarhljóðfæri. Diskurinn er mjög sterk heild og ekkert eitt lag sem sker sig úr. Maður fær á tilfinning- una að þetta sé tónlist úr einhverri kvikmynd sem á sér stað á kaffihúsum og götum Parísarborgar, og ráfar þar um í huganum við undirleik Llasa. X BACA - ESPÍRITU VIVA Sungið gegn 5ársauka Susana Baca er söngkona frá Perú sem hefur verið að syngja og flytja tónlist síðan á barnsaldri. Hún er þó eigin- lega miklu meira en bara söngkona því hún er talsmaður svartra Perúbúa og hefur helgað þeirri menningu líf sitt. Hún er líka heilmikill heimspekingur og skrifar sínar pæl- ingar í bæklinginn sem fylgir geisladisknum Espíritu Viva frá árinu 2002. Ásamt því að hafa þýðingar af öllum text- unum á ensku fjallar hún um tilurð laganna og hvaða merkingu þau háfa fyrir sig. Lagavalið er mjög fjölbreytt: Á milli hefðbundinna perúískra og kúbanskra söngva er að finna baráttusöng gegn þrælahaldi og Sönginn um akker- ið hennar Bjarkar, sem hljómarfrábærlega á spænsku! Susana er mjög upptekin af því að geta túlkað sterkar tilfinningar með tónlist sinni og söng og segist hafa fund- ið enn sterkar fyrir þessari þörf sinni við gerð þessa disks, en hann var tekinn upp í New York-borg í sömu vikunni og hrun tvíburaturnanna átti sér stað. Þetta skrifar Susana: „Ég hef oft hugsað um hlutverk og mikilvægi tónlistar í okkar erfiða, daglega lífi en þann 11. september í New York, rétt hjá World Trade Center, enduruppgötvaði ég ástæðu þess að ég held áfram að gera það sem ég geri. Að syngja er að vinna bug á sársauka og dauða. Þennan ör- lagaríka dag staðfesti ég þá trú mína að það er hlutverk okkar allra að vinna saman að alheimsskilningi milli manna svo það verði aldrei aftur þörf á morðum og glæp- um. Lögin á disknum mínum vekja upp ýmsar tilfinningar. Þau voru ekki bara sungin ánægjunnar vegna heldur til að sýna, með dramatík og gleði, að lífið er sterkara en nokkru sinni fyrr og heldur áfram með lifandi anda." Og það er nokkuð til í þessu hjá henni. Andrúmsloftið er þó nokkuð alþjóðlegt og tímalaust og er líka tvískipt. Annars vegar eru gleðileg dansvæn lög sem eru vel til þess fallin að dilla sér við en hins vegar er um hádramatísk lög að ræða sem hræra upp í tilfinningum hlustenda. Eig- inlega er þessi plata mjög mismunandi við hverja hlustun, það fer eftir þeirri stemningu sem hlustandinn sjálfur er í. Þetta er því hvoru tveggja rólegasta og hressasta plata ársins og einnig bæði fyrir gleði- og sorgarstundir. X 52/5-6. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.