Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 63
MA ritgerðin „Þöggun þunglyndra kvenna" er eftir Bergþóru Reynis-
dóttur, geðhjúkrunarfræðing. Hún lauk mastersprófi frá Námsbraut í
hjúkrunarfræði við Háskóla íslands sl. vor. Rannsóknin byggir á ára-
tuga reynslu Bergþóru af geðhjúkrunarstörfum en sú reynsla fékk
hana til að stíga ný skref og stofna eigið fyrirtæki, Liljuna ehf, sem hef-
ur það markmið að efla geðheilsu fólks m.a. með sjálfstyrkingu.
Bergþóra hóf störf sem hjúkrunarfræðingur á Kleppsspi'tala strax eftir
hjúkrunarfræðinám. Sérrnámi í geðhjúkrun lauk Bergþóra fjórum árum síð-
ar og lá leiðin þá á Reykjalund þar sem hún vann í 5 ár, m.a. við að leggja
grunn að geðsviði Reykjalundar. Þá fór hún til Akureyrar og starfaði sem
geðhjúkrunarfræðingur við fjórðungssjúkrahúsið og tók m.a. þátt í endur-
skipulagningu geðdeildar sjúkrahússins. Bergþóra hafði einnig umsjón
með geðhjúkrunarnámi við hjúkrunarnámsbraut Háskólans á Akureyri í
nokkur ár.
Fyrirtæki Bergþóru hefur það markmið að efla geðheilsu fólks og felst
starfsemin m.a. (forvarnarstarfi þar sem viðtalsmeðferð, fræðsla, ráðgjöf og
handleiðsla eru áhersluþættir. Einnig er boðið upp á geðmeðferð til að efla
og viðhalda andlegu jafnvægi og innri styrk. Námskeiðið Innri friður - Innri
styrkur er hannað með áðurgreinda þætti í huga.
kvæma hóp kvenna. Tilgangur rannsóknarinnar var að
skoða reynslu kvenna sem greindar hafa verið með þung-
lyndi af samskiptum við heilbrigðisfagfólk. Notast var við
eigindlega rannsóknaraðferð sem byggir á túlkunarfyrir-
bærafræði sem lýsir og skýrir reynsluheim fólks og beinir
athygli að því hvernig maðurinn túlkar og gefur atburðum
í lífi sínu merkingu. Greind voru fjögur yfirþemu sem lúta
að reynslu kvennanna af samskiptum við heilbrigðisfag-
fólkið: 1) skilningur á líðan, 2) þöggun, 3) fordómar, 4) leit-
að eigin útgönguleiða.
Skilningurá líðan
Það sem konunum fannst mikilvægast í samskiptum við
heilbrigðisfagfólkið var að það gæfi sér tíma til að tala við
þær og öðlast þekkingu á tilfinningalegri vanlíðan þeirra
og aðstoða þær við að bæta úr henni. Fimm þátttakenda
höfðu reynslu af heilbrigðisfagfólki sem hafði hæfni (
mannlegum samskiptum og töldu konurnar þetta fagfólk
vera „faglega færa" einstaklinga. Viðmót þessa skilnings-
ríka fagfólks var hlýlegt, það var varfærið í orðaskiptum og
notaði líkamlega snertingu. Tvö undirþemu komu fram en
þau voru: Mannleg tengsl og að halda reisn sinni.
Mannleg tengsl: Þeim konum sem höfðu verið lagðar
inn á geðdeild fannst það vera erfitt spor að stiga og kváð-
ust hafa verið fullar af fordómum gagnvart „geðveiku"
fólki áður en þær þurftu sjálfar að leggjast inn á geðdeild-
ir. Margrét, sem hafði átt langvinn samskipti við heilbrigð-
isfagfólk, fann loks notaleg samskipti við fagfólk þegar
hún lagðist inn á geðdeild vegna áfengismeðferðar. Mar-
grét hitti þarna skilningsríka meðferðaraðila, sérstaklega
áfengisráðgjafa. Hún hafði einn ákveðinn stuðningsaðila
og kvað hann standa upp úr í minningunni um samskipti
við heilbrigðisfagfólkið. Jákvæð samskipti og uppörvun
annarra sjúklinga sem upplifað höfðu sams konar reynslu
af ofbeldi og misnotkun áfengis var einnig stuðningur fyr-
ir Margréti. Eftirfarandi orð hennar lýsa vel hve henni létti
þegar hún mætti mannlegum skilningi:
„Ráðgjafamir... já mér finnst þetta fólk, sem hefur upplifað
eitthvað svipað og ég í lífi sínu, skilja þetta best. Þarna þorði
ég að tala í fyrsta skipti á geðdeild um kynferðislega misnotk-
un og mér leið vel þarna innan um fólkið sem hafði svipaða
reynslu og ég... í áfengismeðferð finnst mér vera svona víð-
tækari skilningur á tilfinningum manns... þeir geta tekið við
öllu sem maður segir."
Að halda reisn sinni: Það var öllum þátttakendum
mikilvægt að „halda reisn sinni" þrátt fyrir veikindin. Engin
þátttakenda taldi sig vera „geðveika" heldur miklu fremur
að langvinnt tilfinningalegt álag hefði undist upp á sálina
og að lokum valdið því að þær misstu stjórn á lífi sínu og
úrræðaleysið náði yfirhöndinni. Þegar konunum var sýnd-
ur skilningur á veikindunum þá létti innra með þeim og
þær fundu I ríkari mæli til mannlegrar reisnar.
Eftirfarandi orð Maríu sýna þetta glöggt:
„Mér fannst ég vera orðin svo fín frú þegarhún talaði við mig
... og skildimig... ég varsvo upp með mér... hahaaaa."
Þöggun
Allir þátttakendur kynntust ópersónulegum samskiptum
þar sem viðmótið var kuldalegt, jafnvel niðurlægjandi og
fagfólkið hélt fjarlægð sinni og gaf ekki kost á að mynda
náin tengsl. Ennfremur töldu konurnar að fagfólkið hefði
ekki lagt sig fram um að leita að rótum tilfinningalegrar
vanlíðanar þeirra. Þær töldu að fagfólkið hefði tekið
ákvarðanir um meðferð án samráðs við þær þannig að
samskiptin hefðu verið á þann veg að fagfólkið vissi betur
um líðan og þarfir kvennanna en þær sjálfar. Konurnar
álitu að slík framkoma hefði verið til þess eins fallin að
þagga niður tilfinningalega vanlíðan þeirra þar sem ekki
vera / 5-6. tbl. / 2003 / 63