Vera


Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 18

Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 18
Þurfum femínista til áhrifa rætt við mæðgurnar Auði Alfífu Ketilsdóttur og Þuríði Pétursdóttur »Þegar auglýst var í útvarpinu fyrir 1. maí árið 1970 að konur á rauðum sokkum skyldu mæta á Hlemmi til aðgerða var háskólaneminn Þuríður Pétursdóttir ekki lengi að taka við sér. Hún tók þátt í göngunni niður Laugaveginn með líkneskið sem á stóð „Manneskja -ekki markaðsvara" og síðan stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar og kröft- ugri baráttu hennar fyrstu árin. Nú, rúmum þrjátíu árum síðar, tekur 23 ára dóttir Þuríðar, Auður Alfífa Ketilsdóttir, virkan þátt í starfi Femínistafélags íslands og nem- ur bókmenntir og kynjafræði við Háskólann. Þetta finnst Þuríði að sjálfsögðu frábært og þær mæðgur gleðjast saman yfir þeim krafti sem er í femínískri umræðu í dag. „Það er eins og orðið femínismi hafi verið leyst úr viðjum, það hefur mun jákvæðari skírskotun nú en verið hefur lengi," segja þær þegar VERA heimsótti þær í Mosfells- bæinn og ræddi við þær um kvenréttindi í fortíð og nútíð. Þuríður Pétursdóttir er líffræðingur og starfar við Aðfangaeftirlit á Keldnaholti. Aður stundaði hún fiskeldisrannsóknir við Rannsóknastofun landbúnaðarins og um fjögurra ára skeið veitt hún námi í fiskeldi á Kirkjubæjarklaustri forstöðu. Þuríður er félagi í Kvennakór Reyjavíkur og var formaður hans um skeið. Eiginlegt starf Þuríðar með Rauðsokkahreyfingunni varð ekki langt því hún flutti til ísafjarðar árið 1972 og gerðist kennari við ný- stofnaðan menntaskóla. Hún bjó fyrir vestan í 15 ár en var áfram í tengslum við hreyfinguna, sá t.d. um að selja blað hennar Forvitin rauð fyrir vestan. Þuríður tók líka þátt í pólitísku starfi og sat um tíma í bæjarstjórn ísa- ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR fjarðar fyrir Alþýðubandalagið. Þar barðist hún einkum fyrir málefnum sem brunnu á konum, eins og dagvist- armálum barna sem voru í miklum ólestri í bænum. Menntun kvenna virðist engu skipta „Þegar ég lít til baka finnst mér að enn séu mörg sömu baráttumálin til staðar en það hefur þó þokast. Viðhorf fólks til dagvistarmála hefur sem betur fer breyst,“ segir Þuríður. „Á fyrstu árum Rauðsokkahreyfmgarinnar fór mest orka í að berjast fyrir því að konur nrættu vinna úti til að verða fjárhagslega sjálfstæðar, sem við álitum mjög mikilvægt. Mörgum þótti það hins vegar alls ekki sjálfsagt og töldu útivinnu kvenna vera svik við hjóna- 18/5-6. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.