Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 37
/ FJÁRMÁL
Húsbréf, Eimskip eða Kjarval?
» ÞEGAR KEMUR AÐ ÞVÍ AÐ VELJA UM FJÁRFESTINGALEIÐIR
ER UM ARAGRÚA FJÁRFESTINGAKOSTA AÐ RÆÐA, ALLT FRÁ
GÖMLU GÓÐU BANKABÓKINNI UPP í FLÓKNA AFLEIÐUSAMN-
INGA UM KAUP OG SÖLU Á HLUTABRÉFUM. ERLENDIS ER SVO
ÚR ENN FLEIRI KOSTUM AÐ MOÐA, ÞAR Á MEÐAL AÐ FJÁR-
FESTA í HRÁVÖRU LÍKT OG OLÍU, KAFFI, BAÐMULL OG SVÍNA-
BÓGUM. SVO ER AUÐVITAÐ SÁ MÖGULEIKI AÐ FJÁRFESTA í
LIST SEM AÐ MÍNU MATI ER ALSKEMMTILEGASTA LEIÐIN EN,
ÞVÍ MIÐUR, EKKI ENDILEGA SÚ ARÐBÆRASTA.
Það að kaupa listaverk til ávöxtunar er þó ekki einfalt ætl-
unarverk og krefst í raun gríðarlegrar heimavinnu. Erlend-
is eru til sögur af fólki sem keypti málverk á markaði fyrir
einhverjar þúsundir króna en síðar kom í Ijós að verkið var
eftir frægan listamann og viðkomandi kaupandi því
skyndilega orðinn milljónamæringur. Líkurnar á að lenda í
slíku happi eru væntanlega jafnmiklarog að vinna íVíkinga-
lottói án þess þó að ég hafi neitt fyrir mér í þeim efnum.
Heilmikil heimavinna grundvöllurinn
Til þess að hámarka arðinn af fjárfestingunni er helst að
fjárfesta í verki eftir ungan og óþekktan listamann sem
síðar meir yrði mikils metinn og verk hans myndu þar af
leiðandi aukast að verðgildi. Á þróaðri listaverkamörkuð-
um erlendis er mönnum ráðlagt að vinna heimavinnuna
sína en hún felst m.a. í því að kynna sér listaverkamarkað-
inn með því að lesa tímarit um listir, umfjallanir og gagn-
rýni í dagblöðum um listir og sækja sýningar. Þá er einnig
mælt með því að leita sér ráða í virtum galleríum.
Listaverkamarkaður hérlendis hefur beðið skipbrot
Hér á landi kaupa flestir listaverk sér til ánægju og yndis-
auka. Flestum er kunnur áhugi Þorvaldar Guðmundssonar
í Síld og Fiski, en hann ásamt konu sinni kom sér upp stóru
og merkilegu listaverkasafni með verkum eftir marga af
kunnustu listamönnum þjóðarinnar. Hluti úr safni þeirra
prýðir veggi Hótel Holts. Þá hefur verið stofnað safn utan
um listaverkaeign hjónanna Péturs Arasonar og Rögnu
Róbertsdóttur sem samanstendur af samtímalist eftir
bæði innlenda og erlenda listamenn. Hér á landi er víst
óhætt að fullyrða að listaverkamarkaðurinn sé i sárum eft-
ir að upp komst um umfangsmiklar falsanir á fjölda lista-
verka. Þá ber markaðurinn hér þess merki að hann er ung-
ur að árum og skráning og utanumhald um listaverk hefur
verið mjög takmarkað. Þar af leiðandi er búist við að mark-
aðurinn verði mörg ár að ná sér eftir það skipbrot sem fals-
anirnar hafa valdið honum. Slíkt gerir áhugasömum lista-
verkasöfnurum erfitt fyrir, grefur undan trausti, ásamt því
að tefja fyrir uppbyggingu öflugs markaðar með listaverk.
íslensk samtímalist áhugaverð
Samtímalist hefur átt erfitt uppdráttar á íslandi og fátt er
um listaverkakaupendur, einkum þar sem opinber stuðn-
ingur er lítill við hana. í grein sem birt var um list á íslandi
í bandariska tímaritinu Art in America segir að hér á landi
blómstri samtímalist þótt stuðningur hins opinbera sé lítill
og er það einkum talið vegna frumkvæðis listamannanna
sjálfra sem hafa verið duglegir við að sýna og kynna list
sína.
Verð ég rík?
Fyrir tveimur árum var ég stödd í New York og fór þá á rölt
eina helgina í Soho. Þar eru iðulega um helgar ungir lista-
menn að sýna verk sín á götumarkaði og féll ég fyrir mál-
verki sem listamaður frá Suður-Ameríku hafði gert. Vin-
konur mínar sem voru með mér bentu á þá staðreynd að
margir af þekktustu listamönnum Bandaríkjanna hefðu
byrjað á að selja verk sín á þessum götumarkaði. Þessar
staðreyndir drógu ekki úr áhuga mínum á því að kaupa
verkið og endaði ég með málverk upp á arminn sem ég fór
með heim og prýðir nú heimili mitt. Öðru hvoru fer ég inn
á netið og reyni að vita hvort ég finn eitthvað um lista-
manninn, auk þess sem ég fletti endrum og eins listatíma-
ritum, líkt og Art in America, en hef ekki rekist á umfjöllun
um kauða enn sem komið er. Burtséð frá því hvort honum
vegnar vel eða ekki í framtíðinni þá er ég í það minnsta al-
sæl með verkið út frá fagurfræðilegum sjónarmiðum. Það
er í raun það sem best er að hafa að leiðarljósi við kaup á
listaverkum þar sem mikil óvissa ríkir um það hvernig lista-
maðurinn verði metinn í framtíðinni og hversu langan
tíma það tekur hann að komast til metorða. En það er oft á
tíðum jafnvel ekki fyrr en eftir andlát hans. X
vera / 5-6. tbl. / 2003 / 37
Þórhildur Einarsdóttir