Vera


Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 42

Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 42
að taka málin í sínar hendur. Markaðurinn á að vera gagnvirkur og hann á að segja stopp þegar honum er misboðið, en hann er það ekki eins og málum er háttað í dag. Stórum hópum fólks líkar ekki að börn og ung- lingar hafi svo greiðan aðgang að grófu klámi, en samt segir enginn: „Hingað og ekki Iengra.“ Því viljum við breyta.“ Frelsi karla til að kaupa Katrín Anna er spurð um móttökurnar þegar hún kem- ur fram einhvers staðar fyrir hönd Femínistafélagsins. Mætir hún skilningi og upplýsingu, eða þarf hún stöðugt að standa í því að leiðrétta lífseigar ranghug- myndir um femínisma sem oft birtast í orðunum: „Ég er nú jafnréttissinni en ég er enginn femínisti," og bera til baka það sem komist hefur á kreik að femínistar vilji eitthvað meira en jafnrétti kynjanna? Að femínistar hati karlmenn og dreymi helst um að koma þeim öllum fyr- ir kattarnef til þess að geta sölsað undir sig heiminn? „Það er mjög misjafnt. Margir eru mjög ánægðir með okkur, styðja okkar málflutning heilshugar og finnst löngu tímabært að jafnréttismálin skipi verðugan sess í okkar þjóðfélagi. Aðrir eru ekki jafn ánægðir“. Katrín Anna hefur líka þurft að standa fyrir máli Femínistafélagsins varðandi aðgerðirnar sem áður voru ræddar, þegar auglýsendur voru hvattir til þess að gá að ímynd sinni og margir þeirra hættu að auglýsa á vef- miðlum sem vísa á klámefni. Andstaðan við þær að- gerðir hefur ef til vill verið sterkust meðal ungra karl- manna sem aðhyllast frjálshyggju og telja að með að- gerðunum séu femínistar að skerða frelsi einstaklingsins til þess að gera það sem hann kýs. Katrín Anna segir að það sé umdeilanlegt hvernig frelsishugtakið er skilgreint í þessum málflutningi. „í stefnuskrá Frjálshyggjufélagsins segir að félags- menn vilji óskorað frelsi einstaklingsins, en frelsið eigi ekki að vera án ábyrgðar. Frelsi einnar manneskju megi ekki takmarka frelsi annarra. En hver á að ákveða þau sem er mjög ósammála femínískum hugmyndum. Að- ferðirnar til þess að andmæla femínistum geta verið einkar ómálefnalegar og stundum snúist upp í hreint skítkast. Þurftirðu ekki að hleypa í þig kjarki til þess að búa þig undir að vera jafnvel kölluð „þessi nöldurgjarna og leiðinlega" eða „kerlingin sem varð bitur vegna þess að hún var svo óvinsæl hjá karlmönnum“? „Stundum þarf ég að herða mig aðeins upp. Þegar við nokkrir femínistar mættum á Ungfrú ísland.is keppnina með femínistaboli handa keppendum var tek- ið við okkur viðtal uppi á sviði. í umíjölluninni á eftir fengum við ýmsar athugasemdir um útlit okkar og það var beintengt því sem við höfðum að segja. Að sennileg- ast værum við bara svona bitrar yfir því að eiga sjálfar ekki möguleika á því að taka þátt í fegurðarsamkeppni. Auðvitað þarf að hafa sjálfstraustið í lagi undir slíkurn kringumstæðum enda er ég alveg sannfærð um að ég sé voðalega sæt og skemmtileg," segir Katrín Anna og hlær. „En athugasemdir á borð við þessar sýna líka hvað það er mikil þörf fyrir samtök eins og Femínistafélagið. Þegar helstu rökin gegn því sem við höfum að segja eru að við séum bara svo ljótar og leiðinlegar. Ef fólki íýnd- ist við æðislega sætar, segði það þá: „Já, þetta er snið- ugt“? Skiptir útlitið þá meira máli en það sem maður segir og gerir? Er ekki eitthvað bogið við það? Slík rök halda ekki enda eru þetta ekki rök heldur þöggunaraðferð - en því miður þöggunaraðferð sem virkar mjög vel.“ Góður stjórnandi þarf ekki alltaf að vera í vinn- unni. „Ég held að við séum ekki komin lengra í átt að jafnrétti vegna þess að það eru svo sterk öfl í þögguninni," segir Katrín Anna. „Ef konur segja sína skoðun á þessum málum er reynt að þagga niður í þeim með því að leiða þeim fyrir sjónir að þær skoðanir séu óæskilegar.“ Hvaða öfl eru þetta? Ef maður gengur á milli fólks og ÞEGAR HELSTU RÖKIN GEGN ÞVÍ SEM VIÐ HÖFUM AÐ SEGJA ERU AÐ VIÐ SÉUM BARA SVO LJÓTAR OG LEIÐINLEGAR-Ef „JÁ, ÞETTA ER SNIÐUGT"? SKIPTIR ÚTLITIÐ ÞÁ MEIRA MÁLI EN ÞAÐ SEM MAÐUR SEGIR OG GERIR? W mörk sem ekki má stíga yfir? Ef það er einstaklings- bundið val er óhjákvæmilegt að skilgreiningar stangist á. Ein manneskja gæti sagt: „Með þessu ertu að skerða frelsi mitt,“ en fengið svarið: „Nei, það er ég ekki að gera.“ Frjálshyggjufélagið hefur á stefnuskrá sinni að beita sér sérstaklega fyrir atvinnufrelsi kvenna sem starfa við nektardans, klámiðnað og vændi. Þessi við- horf birtast þó víðar en í Frjálshyggjufélaginu og þær raddir urðu háværar þegar femínistar mótmæltu við súlustaði. Sagt var að með mótmælunum værum við að skerða frelsi nektardansmeyja sem stunduðu þessa at- vinnu vegna þess að hún væri góð tekjulind. Sögur um hamingjusamar vændiskonur og klámmyndaleikkonur sem græða á tá og fíngri eru líka furðulega algengar þó að fjölmargar rannsóknir gefi til kynna að flestar þess- ara kvenna hrekist út í að selja líkama sinn í mikilli neyð og bíði við það varanlegt andlegt tjón. Mér fmnst þessi málflutningur oft snúast meira um frelsi karla til þess að kaupa.“ Sem talskona Femínistafélagsins mætirðu oft fólki segir: Vilt þú ekki jafnrétti kynjanna? Þá segja allir: „Jú auðvitað vil ég jafnrétti kynjanna. Það er ekki nema sjálfsagt mál!“ „Fólk segist vilja jafnrétti en síðan er annað mál að þekkja birtingarmyndir ójafnréttisins. „Jú ég vil jafnrétti en ég vil samt fá að borga fyrir að horfa á berar konur vegna þess að konur eru fallegar.“ Það tengir því ekki kaup á berum konum við ójafnrétti. Það sér ekki sam- hengið á milli þess að líkami kvenna hefur verið notað- ar til þess að selja flest í gegnum tíðina, þar á meðal klám og niðurlægingu. Eins er það með vinnumarkaðinn. Oft er sagt að illa gangi að fá konur í stjórnunarstöður eða að fá konur til þess að taka þátt í stjórnmálum. Gengið er út frá því sem vísu að konur haft jafn góð tækifæri og karlar, en þær nýti ekki þau tækifæri og svo sé „bara alltaf sama tuðið í þessum kerlingum“. Þeir sem halda þessu fram átta sig ekki á því að við höfurn erft ýmsar aldagamlar hefðir og viðhorf sem eru ennþá ríkjandi í dag. Heimurinn er enn að stærstum hluta skilgreindur út 42/5-6. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.