Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 73
NIÐURSTAÐA HJÖRDÍSAR VAR SÚ AÐ
HÚN TALDI AÐ TÍMABÆRT VÆRI AÐ TIL
VERÐI KYNJAVÍDD í BYGGÐAUMRÆÐU
Á ÍSLANDI, MIKILL FJÖLDI RANNSÓKNA
HAFI ÞEGAR VERIÐ GERÐAR UM
BYGGÐAMÁLEFNI EN í FÆSTUM ÞEIRRA
SÉHUGAÐ AÐ KYNJAMUN
lega mikilvægt að konur láti í sér heyra og taki virkan þátt
í stefnumótun samfélagsins á Austurlandi í nánustu framtíð.
Þorbjörg Ásgeirsdóttir sem veitir Menntasmiðjunni á
Akureyri forstöðu var næst með erindi þar sem hún gerði
grein fyrir margþættri starfsemi Menntasmiðjunnar, fjall-
aði um sögu hennar frá stofnun árið 1994 og hvernig
Menntasmiðjan hefur þróast úr Menntasmiðju kvenna yfir
í yfirgripsmikla starfsemi, eins og dagskóla Menntasmiðju
kvenna og dagskóla Menntasmiðju unga fólksins. Hún
fjallaði um Vinnuklúbbinn og Alþjóðastofu, sem er innan
vébanda Menntasmiðjunnar og ýmis fjölþjóðleg verkefni
sem unnið er að í Menntasmiðjunni. Þorbjörg greindi frá
könnunum sem hafa verið gerðar til að meta starfsemi og
árangur Menntasmiðjunnar og það var athyglisvert að
heyra að u.þ.b. 60-70% kvenna sem stundað hafa nám við
Menntasmiðjuna eru komnar á vinnumarkaðinn innan sex
mánaða frá lokum námsins. 20-30% kvennanna halda
áfram að mennta sig eftir að hafa stundað nám við
Menntasmiðjuna á Akureyri.
Lagasetning nægir ekki til að koma á jafnrétti
Elísabet Benediktsdóttir framkvæmdastjóri Þróunar-
stofu Austurlands var næst á dagskránni og nefndi hún er-
indi sitt „Konur og uppbygging stóriðju á Austurlandi". f
erindinu fjallaði Elísabet um stöðu atvinnulífsins á Austur-
landi nú og undanfarin ár, einhæfni þess og takmarkanir.
Meginmál Elísabetar var þó um þau jákvæðu áhrif sem
bygging orkuvers og málmbræðslu mun hafa á atvinnulíf-
ið á Austurlandi og reyndar á landið allt. Hún gerði grein
fyrir gríðarlegri stærð þessa verkefnis og margfeldisáhrif-
um þess til framtíðar fyrir samfélagið á Austurlandi. Elísa-
bet taldi að mörg tækifæri skapist fyrir konur á svæðinu og
að konur muni koma til starfa í miklum mæli í álbræðslu
Fjarðaráls.
að í öðrum álbræðslum á Islandi væru nú um 14% konur.
Alcoa hyggst fá sérfræðing fyrirtækisins í jafnréttismálum
hingað til lands og vinna að gerð jafnréttisstefnu Fjarðar-
álverksmiðjunnar, með það að markmiði að allt að þriðj-
ungur starfsfólks þar verði konur.
Hrönn Vilhelmsdóttir frá Textílkjallaranaum, sem var
eitt fyrirtækjanna á sýningunni, flutti erindi um uppbygg-
ingu og starfsemi fyrirtækins. Hrönn gerði grein fyrir því
ferli sem fyrirtæki þurfa að fara í gegnum á vaxtartíma og
möguleikum á styrkumsóknum, svo sem hjá Vinnumála-
stofnun, til að setja upp textílverkstæði á landsbyggðinni,
í þessu tilviki á Blönduósi, með það að markmiði að auka
framleiðslugetuna. Hrönn fjallaði einnig um markaðsmál,
kostnað varðandi markaðssetningu fyrirtækisins og hvar
hægt er að sækja um styrki til markaðssetningar. Hún kom
inn á hversu miklar breytingar hafa orðið á aðstöðu fyrir-
tækja af þessu tagi, þ.e markaðs- og samkeppnisstöðu
undanfarin tólf ár og undirstrikaði að konur eru nákvæm-
ari en karlar í flestum útreikningum sem lúta að rekstri fyr-
irtækja og að þær biðja yfirleitt ekki um meira en þær
þurfa.
Síðasta erindið á ráðstefnunni hélt Kristján Jósteins-
son sérfræðingur á Jafnréttisstofu. Kristján fjallaði um
mikilvægi þess að taka mið af samþættingu kynja- og jafn-
réttissjónarmiða (Gender Mainstreaming) í allri stefnu-
mótun samfélagsins. Kristján benti á að lagasetning ein og
sér nægði ekki til þess að koma á jafnrétti kynjanna, það
þyrfti fleira til, svo sem pólitískan vilja, markvissa vinnu,
aðgerðir og aðferðir. Kristján kynnti helstu aðferðir sem
notaðar eru í aðferðafræði samþættingar kynja- og jafn-
réttissjónarmiða og taldi að Islendingar væru orðnir á eftir
mörgum öðrum Evrópuþjóðum, og þá sérstaklega hinum
Norðurlöndunum sem hafa látið þessi mál hafa meiri for-
gang en (slendingar. Kristján lýsti yfir áhyggjum sínum
vegna nýrra upplýsinga um aðflutta til Austurlands á
þessu ári, en um 65% aðfluttra eru karlar en aðeins um
ALCOA HYGGST FÁ SÉRFRÆÐING FYRIRTÆKISINS í JAFNRÉTTISMÁLUM HINGAÐ TIL LANDS
0G VINNA AÐ GERÐ JAFNRÉTTISSTEFNU FJARÐARÁLVERKSMIÐJUNNAR, MEÐ ÞAÐ AÐ
MARKMIÐI AÐ ALLT AÐ ÞRIÐJUNGUR STARFSFÓLKS ÞAR VERÐI KONUR
Anna Heiða Pálsdóttir starfskona Alcoa á Islandi hélt
erindi um fyrirtækið Alcoa og gerði grein fyrir sögu þess
og starfsemi vítt og breitt um heiminn. Hún greindi frá því
35% konur. Fyrir voru karlar 8% fleiri á Austurlandi þannig
að nú stefnir í verulega mikla „kynjaskekkju" í íbúasam-
setningu á Austurlandi. X
vera / 5-6. tbl. / 2003 / 73